Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Síða 6
6 Fréttir 30. janúar 2012 Mánudagur Ný dagvist fyrir aldraða n Tekin verða í notkun þrjátíu ný dagvistarúrræði fyrir aldraða K ópavogsbær og Sjómanna- dagsráð Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, eigandi Hrafnistu- heimilanna, hafa samið um rekstur og starfsemi þjónustumið- stöðvarinnar í Boðaþingi, sem meðal annars felur í sér að tekin verða í notk- un þrjátíu ný dagvistarúrræði fyrir aldraða í Kópavogi. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ og Sjómannadagsráði kemur fram að samningurinn létti verulega á brýnni þörf fyrir dagvist í bæjarfélaginu og gera megi ráð fyrir að allt að níutíu manns geti nýtt sér þjónustuna. Bæjarstjóri Kópavogs, Guðrún Pálsdóttir, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs, undirrituðu samkomulagið í Boðaþingi á föstudag Samkomulagið felur í sér mikla breytingu á þjónustu við aldraða í bænum en fyrir hafa Kópavogsbúar dagvistarúrræði í Sunnuhlíð. Dagvist- un er eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á til að fólk geti búið sem lengst heima. Með slíku úrræði fá aldraðir fjölbreytta þjónustu í formi heilsuefl- ingar og afþreyingar. Það dregur jafn- framt úr einangrun og örvar fólk bæði félagslega og andlega. Hrafnista mun annast rekstur dagvistarrýmanna á annarri hæð þjónustumiðstöðvarinnar í Boða- þingi en Kópavogsbær mun eftir sem áður greiða fastan kostnað af mannvirkinu, viðhald, hita og raf- magn. Þá tekur bærinn þátt í stofn- kostnaði við dagvistunina til jafns á við hjúkrunarheimilið. Í samkomu- laginu er einnig kveðið á um að DAS reki áfram, í eitt ár til viðbótar, sund- laug fyrir eldri íbúa Kópavogsbæjar í Boðaþingi en laugin var vígð í maí í fyrra. Áætlað er að dagvistin taki formlega til starfa á hlaupársdaginn 29. febrúar næstkomandi, og er þeim bæjarbúum í Kópavogi sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna bent á að hafa samband í síma 693 9506. Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Púðalaus kona fékk bréf frá Jens É g varð bara hrædd fyrst,“ seg- ir næringarráðgjafinn Guð- rún Þóra Hjaltadóttir sem á fimmtudag barst tilkynning um að hennar biði ábyrgðar- bréf á pósthúsi. Í ljós kom að þar var bréf frá Jens Kjartanssyni lýtalækni þar sem hann útskýrir PIP-brjóstap- úðaskandalinn og hvetur hana til að láta skoða fyllingar sem hún var sögð hafa fengið í aðgerð árið 2008. Aldrei farið í brjóstastækkun Á þessu reyndist þó einn nokkuð stór hængur. Guðrún Þóra kannast nefni- lega ekkert við að hafa farið í brjósta- stækkunaraðgerð. Hún er afar ósátt og spyr sig hvernig bókhaldinu sé háttað í þessum geira. „Ég hef aldrei farið í brjóstaað- gerð. Ég hef farið til Jens á stofu út af fæðingarblettum og öðru en aldrei út af brjóstum. Mér fannst þetta bara sláandi því þú veist að það eru aldrei nein gleðitíðindi í ábyrgðarbréfi,“ segir Guðrún í samtali við DV. En í umræddu bréfi stóð orðrétt: „Ég vil með þessu bréfi hvetja þig til að láta skoða fyllingar þínar sem þú fékkst í aðgerð árið 2008.“ Hvar er bókhaldið? Þegar hún kom heim af pósthúsinu beið hennar önnur tilkynning um ábyrgðarbréf. Í þetta skipti reynd- ist það frá velferðarráðuneytinu þar sem úrræði vegna brjóstapúðanna varasömu voru kynnt. Bullið með meinta brjóstaaðgerð Guðrúnar var því komið inn á borð hjá ráðuneyt- inu líka. „Það sem mér finnst verst, og það sem mér finnst sláandi er: Hvar er bókhaldið? Ég er búin að vera sjúk- lingur alla mína ævi og ég yrði held- ur betur hvumsa ef sykursýkislækn- irinn minn hefði ekki betra bókhald. Því þarna er um lækna að ræða og líf geta verið að veði. Mér finnst þetta allavega afar sjúskað bókhald og vinnubrögð og það stuðar mig mest.“ Guðrún segir dóttur sína hafa látið Jens fjarlægja ör fyrir nokkrum árum og hún hafi einnig spurt sig hvort hún ætti von á að fá svona bréf. Guðrún ímyndar sér að þarna hafi bara verið send bréf upp úr spjald- skrá án þess að fyrir því væri fótur. Hún kveðst þekkja Jens, hún heilsi honum úti á götu og þyki því skrýtið að hafa verið á þessum lista. Ekki traustvekjandi Einhverjir gætu hugsað með sér við að lesa þetta að betra væri fyrir Jens og aðra lýtalækna sem notuðu PIP- púðana að senda fleiri bréf en færri. En það sem Guðrún og fleiri hljóta að spyrja sig er hvort Jens og kolleg- ar hans séu hreinlega með nákvæm- ar skrár yfir þær aðgerðir sem þeir framkvæmdu og þá viðskiptavini sem keyptu þessa þjónustu af þeim. „Mað- ur spyr sig hvort þetta sé svona víðar í heilbrigðiskerfinu. Mér finnst þetta ekki traustvekjandi,“ segir Guðrún sem ætlar að koma athugasemdum sínum til þeirra er málið varðar. „Ég er staðráðin í því að senda landlækni bréf og hafa samband við Guðbjart Hannesson velferðarráð- herra. Mér finnst að þeir þurfi að vita af þessu. Nú er ég til dæmis komin í einhvern hóp í ráðuneytinu sem ég kæri mig ekkert um að vera í.“ En Guðrún nær þó að líta á björtu hliðarnar á málinu og kveðst hafa sagt frá bréfunum sem henni bárust á vinnustað sínum. „Og þeir segjast vera komnir með skemmtiatriði fyrir þorrablótið,“ segir hin PIP-púðalausa Guðrún Þóra að lokum. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Hvött til að láta skoða fyllingar sem hún átti að hafa fengið árið 2008„Ég hef aldrei farið í brjóstaaðgerð. Ósátt Guðrún Þóra er hér með bréfin sem hún fékk frá Jens og frá velferðarráðuneyt- inu. Mynd: PrEssPHoTos.biz samningur undirritaður Forsvarsmenn Kópavogsbæjar og Sjómannadagsráðs Reykjavíkur undirrita hér samninginn. Jökulhlaup úr Gígjukvísl Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði tals- vert á laugardag og er talið líklegt að hlaupið hafi úr Grímsvötnum, samkvæmt upplýsingum frá Eftir- lits- og spásviði Veðurstofu Íslands. Vatnið í ánni er dökkt að lit og einnig fannst brennisteinslykt við brúna síðdegis á laugardag. Mæl- ingar sem þá voru gerðar sýndu ekki mjög mikla hækkun á vatns- hæð en líklegt er að áin hafi grafið sig niður og því gæti vatnshæðin verið meiri. Talsverður ís var einnig í ánni. Hagnaður hjá Nexus Rekstur afþreyingarverslunar- innar Nexus við Hverfisgötu virðist ganga vel, en samkvæmt ársreikningi félagsins sem rekur verslunina, Nexus afþreying ehf., skilaði það 1,2 milljóna króna hagnaði árið 2010. Árið 2009 var hagnaðurinn 3,2 millj- ónir króna. Frá þessu greindi Viðskiptablaðið um helgina. Í verslun Nexus er meðal annars að finna teiknimyndasögur, spil, kvikmyndir og leikföng. Sam- kvæmt frétt Viðskiptablaðsins námu rekstrartekjur 135,3 millj- ónum króna árið 2010 og voru eignir félagsins í árslok 40,2 milljónir króna. Verðbólga í kjölfar hækkana Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 6,5 prósent og vísitalan án húsnæðis um 5,7 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,7 prósent sem jafngildir 2,6 prósenta verðbólgu á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hag- stofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar hækk- aði um 0,28 prósent frá fyrra mán- uði. Án húsnæðis hækkaði hún um 0,05 prósent frá desember. Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu Ís- lands voru vísitöluáhrif af hækkun opinberra gjalda á áfengi, tóbak og bílaeldsneyti 0,16 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.