Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Blaðsíða 8
M ig langar til að koma heim en ég þori ekki með Ellu Dís heim,“segir Ragna Er- lendsdóttir, móðir Ellu Dísar. „Við erum í stríði núna. Þeir eru búnir að lýsa yfir stríði og ég sé þetta sem stríð,“ bætir hún við. Með „þeir“ á hún við yfirvöld og þá barnalækna sem annast hafa Ellu Dís. Ragna er stödd í Bretlandi, en yf- irvöld þar í landi sviptu hana forræð- inu yfir dóttur sinni að hluta í síðustu viku. Hittir Ellu undir eftirliti Ragna segist ekki hafa haft neitt í höndunum þegar hún mætti í dóms- sal. Henni var gert að velja á milli tveggja afarkosta; að missa forræðið alveg yfir Ellu Dís eða samþykkja að missa forræðið að hluta og fá að hitta hana undir eftirliti. Hún valdi síðari kostinn. „Þetta voru tveir leiðinleg- ir valkostir en þetta gildir bara í tvo mánuði. Ég hef því tíma til að redda mér pening og húsnæði og tækifæri til að undirbúa málið mitt.“ Eins og staðan er í dag má Ragna aðeins hitta dóttur sína undir eftirliti lækna eða hjúkrunarfræðinga á spít- alanum. Þá hafa læknar, í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Bret- landi, nú læknisfræðilegt forræði yfir Ellu Dís. Ragna hefur þó andmæla- rétt og ef hún er ósátt við ákvarðan- ir læknanna getur hún óskað eftir að dómari taki lokaákvörðun. Of vel að sér í læknisfræði Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ragna fær frá lögfræðingi sínum í Bretlandi eru barnaverndaryfirvöld að afla sér upplýsinga um hvort hún gæti verið með sjúkdóminn Münc- hausen by proxy. Sem gengur út á að foreldri ýkir, skáldar, eða veldur veik- indum barns síns. Aðspurð hvers vegna hún telji það vera til skoðunar segir Ragna aðal- lega tvo þætti skýra það. „Af því Ella Dís var ósjúkdóms- greind í svo langan tíma og hrörn- aði svo mjög hratt. Svo héldu þau fyrst að ég hefði verið í læknisfræði því ég er mjög vel að mér um þetta allt. Þau telja að af því ég er svo vel að mér í læknisfræði hafi ég gert Ellu Dís veika.“ Einkenni Münchausen by proxy Að barn bregðist illa við læknismeð- ferð og að foreldri virðist óeðlilega heillað eða vel að sér í læknisfræði eru einmitt tveir af fjölmörgum þátt- um sem litið er til þegar grunur leik- ur á Münchausen by proxy. Önnur einkenni eru meðal annars: þörf for- eldris fyrir mikla og stöðuga athygli, reiði í garð lækna, kröfur um frekari rannsóknir og aðgerðir, tilfærslur á milli sjúkrastofnana og sífelldar beiðnir um álit annarra lækna. Ragna segir barnaverndaryfirvöld þó ekki hafa nein sönnunargögn í höndunum heldur sé mál þeirra ein- göngu byggt á getgátum. Hún seg- ist ekki hafa átt annarra kosta völ en að lesa sér til um ýmsa sjúkdóma og rannsóknir í læknisfræði vegna veik- inda Ellu Dísar. Þá treystir hún ekki læknum á Barnaspítala Hringsins og segist því hafa þurft að fara úr landi til að fá álit annarra lækna. Ætlar ekki að þegja Fyrir utan Ellu Dís á Ragna tvær aðr- ar dætur sem staddar eru á Íslandi hjá móður Rögnu, ásamt föður sín- um. Íslensk barnaverndaryfirvöld hafa þeirra mál á sinni könnu og eru í samstarfi við yfirvöld í Bretlandi. Lögmenn Rögnu hafa beðið hana um að halda sér til hlés og tala ekki við fjölmiðla en hún segist ekki ætla að hlusta á það. Hún seg- ist ekki geta þagað á meðan yfirvöld sýni henni slíka valdníðslu. Eigi að þagga niður í henni verði að setja á hana fjölmiðlabann með dómsúr- skurði. Óttast að missa börnin Ragna óttast að missa dætur sínar. Þó ekki af því hún telji yfirvöld hafa ein- hver haldbær gögn sem sýni að hún sé óhæf móðir, heldur vegna þess hve staða barnaverndaryfirvalda er sterk. Hún segist skilja vel að bresk yfir- völd taki harðar á málum eftir „Baby P“-málið sem kom upp árið 2007. Þar lést 17 mánaða drengur eftir að hafa verið misþyrmt ítrekað af móð- ur sinni og kærasta hennar í langan tíma. Læknar höfðu margoft með- höndlað hann og barnaverndaryfir- völd eru talin hafa brugðist skelfi- lega. Hún fullyrðir þó að yfirvöld fari offari í hennar máli. Hún hafi gert allt fyrir dætur sínar og steypt sér í miklar skuldir vegna læknismeð- ferða Ellu Dísar. „Ég á ekki annarra kosta völ en að berjast og sjá þetta mál lenda. Klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll og hreinsa mannorð mitt,“ segir Ragna að lokum. 8 Fréttir 30. janúar 2012 Mánudagur Fleiri stunda nám en áður n Félagsfræðabraut orðin vinsælli en náttúrufræðibraut H austið 2011 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 48.723. Á fram- halds- og viðbótarstigi voru skráðir 29.389 nemendur og 19.334 nemendur á háskóla- og doktors- stigi. Skráðum nemendum fjölgar um 3,1 prósent frá fyrra ári og með þeirri fjölgun er sú fækkun sem varð árið áður að mestu gengin til baka. Þetta kemur fram í nýjum upplýs- ingum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að að skráðum nem- endum á framhalds- og viðbótar- stigi fjölgi um tæp 5 prósent og nemendum á háskóla- og doktors- stigi um tæpt 1 prósent. Fjölmennasta einstaka náms- brautin er félagsfræðabraut til stúd- entsprófs og hefur hún tekið við af náttúrufræðibraut sem vinsælasta námsbrautin. Á þessa námsbraut eru skráðir 5.494 nemendur. Næst- fjölmennasta námsbrautin er nátt- úrufræðibraut til stúdentsprófs með 5.377 nemendur. Þriðja fjöl- mennasta brautin er almenn náms- braut en þar eru skráðir til náms 4.804 nemendur. Þessar þrjár náms- brautir eru langfjölmennustu náms- brautirnar í íslenskum skólum ofan grunnskóla. Konur voru umtalsvert fleiri en karlar meðal skráðra nemenda, eða 5.709 fleiri. Alls stunduðu 27.216 konur nám í framhaldsskólum og háskólum á móti 21.507 körlum. Konur eru 55,9 prósent nemenda á öllum skólastigum ofan grunnskóla en hlutur karla er 44,1 prósent. Á háskóla- og doktorsstigi eru konur fleiri en karlar á öllum svið- um menntunar nema á sviði raun- vísinda, stærðfræði og tölvunarfræði sem og í verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Hlutfallslega eru konur flestar á sviði heilbrigðis og velferðar en þar eru þær 86,6% nem- enda. Á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eru konur hlut- fallslega fæstar, eða 31,8% nemenda. Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Nemendum fjölgar Skráðum nemendum á framhalds- og háskólastigi fjölgaði um 3,1 prósent síðasta haust. n Yfirvöld telja Rögnu óeðlilega vel að sér í læknisfræði „Við erum í stríði núna“ „Þau telja að af því ég er svo vel að mér í læknisfræði hafi ég gert Ellu Dís veika. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Erfið barátta „Ég á ekki annarra kosta völ en að berjast og sjá þetta mál lenda. Klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll og hreinsa mannorð mitt,“ segir Ragna meðal annars í samtali við DV. Ók fram af snjóhengju Björgunarsveitin á Hvammstanga var kölluð út á fjórða tímanum á laugardag þegar tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann. Hafði hann ekið fram af snjóhengju í suðurhluta Vatnsnesfjalls fyrir ofan Hvammstanga. Svo vel vildi til að meðlimir björgunarsveitar- innar voru á heimleið frá æfingu á Arnarvatnsheiði og voru því til- tölulega snöggir á slysstað. Björg- unarsveitin flutti lækni og sjúkra- flutningamenn á staðinn þar sem búið var um áverka mannsins og hann búinn til flutnings í björg- unarsveitabíl. Reyndist hann vera bæði handleggs- og fótbrotinn en með góða meðvitund. Týnd stúlka Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eft- ir 16 ára stúlku, Kristbjörgu Lind Bragadóttur. Kristbjörg er um 153 sentímetrar á hæð og um 52 kíló að þyngd. Hún er með litað ljóst sítt hár, rakað á hægri hlið. Hún var klædd í svartar buxur, svarta Adidas-peysu með hvítum dopp- um, svarta 66°N úlpu með loð- kraga og var í hvítum Nike-striga- skóm. Talið er að Kristbjörg haldi til á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir stúlkunnar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800. Vill verða biskup Agnes M. Sigurðardóttir, sókn- arprestur í Bolungarvík og pró- fastur í Vestfjarðaprófastsdæmi, hefur tilkynnt að hún ætli að bjóða sig fram til biskups. „Þau sem hafa hvatt mig telja að ég geti gagnast Kirkjunni vel á þeim vettvangi og geti leitt hana á farsælan hátt þjóðinni til heilla og henni sjálfri til sóma,“ segir Agnes í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.