Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Side 18
H esturinn Joey er keyptur á uppboði af fátækum bónda. Al- bert sonur hans (Irv- ine) elur hann upp og þjálfar en þarf svo að sjá á eftir honum til hersins þegar fyrri heimsstyrjöldin skellur á. Við fylgjum hestinum skipta um eigendur beggja vegna víglínunnar og sjáum styrj- öldina með hans augum. Myndin er byggð á barna- bók Michaels Morpurgo frá 1982 og leiksýningu byggðri á bókinni frá 2007 eftir Nick Stafford. Leikstjóranum Steven Spielberg hættir til að keyra dramatík og tilfinningasemi upp úr öllu valdi og getur það komið harkalega niður á við- fangsefninu. Hér velur hann enn einu sinni að fara væmnu leiðina og virkar myndin því á köflum sem hreint tilfinn- ingaklám. Tengslin við aðal- persónurnar eru þar að auki í algjöru lágmarki, svo að til- finningasemin hefur takmörk- uð áhrif. Allt sem áhorfandinn á að finna er beinlínis hrópað að manni með dramatískri tónlist og myndatöku í stíl. Leikaraliðið er þó í heild sinni gott. Eftirminnilegir eru Peter Mullan og Tom Hiddle- ston í aukahlutverkum, en upp úr stendur Niels Arestrup í hlutverki aldraðs berja- bónda sem annast hestinn um sinn í stríðinu. Einstakir þættir í War Horse eru góðir út af fyrir sig. Tónlist Johns Williams er til að mynda mjög falleg. Myndataka Janusz Kaminski er oft á tíðum glæsileg og leikarahópurinn traustur. En þegar öllu þessu er blandað saman er útkoman veisla fyrir tilfinningaklámhunda. Það eru aðstæður sem ég vil pers- ónulega forðast. n Beitt skvísubók V ið tilheyrum sama myrkrinu er saman- safn nokkurra smá- sagna, ljóðs og fjölda teikninga. Allt efnið á það sameiginlegt að vera skáld- skapur þar sem leikkonurnar og fegurðardísirnar Marilyn Monroe og Greta Garbo eru í aðalhlutverki. Í sögunum eru Marilyn og Greta vinkonur og ræða sam- an um lífið og tilveruna, segja hvor annarri sögur milli þess sem þær prjóna og glugga í heimsbókmenntir. Samræð- ur þeirra snúa á hvolf hug- myndum flestra um fegurð- ardísirnar Marilyn og Gretu. Og kannski fegurðardísir al- mennt. Í skáldskap Kristínar Óm- arsdóttur eru þær breiðir persónuleikar sem leiftra af gáfum og af skemmtilegri meinhæðni. Kristín teygir og togar og snýr. Samræður þeirra og sögur verða óhefð- bundnar. Af því að þær eru dáðar fegurðardísir og það er einhver broddur í því. Áminning um það hversu langt skáldskapurinn teygir sig í raunveruleikann. En líka um það að já, við tilheyrum sama myrkrinu. Við búum til okkar eigin hugmyndir um fólk. Sérstaklega hetjur og feg- urðardísir. Marilyn Monroe var víst víðlesin kona, orti ljóð og dáði ritað orð. Það er hins vegar kynþokki hennar og fegurð sem er eins og stöðv- unarskilti. Við leitum ekki lengra. En Kristín gerir það og það er virkilega gaman að því. Hún yrkir ljóð í munn Marilyn Monroe og teikning- arnar í bókinni koma upp um skáldið. Hún augsýnilega dáir hana, sem og Gretu Garbo. Teikningarnar eru sérlega skemmtilegar og bókin er eiguleg. Það er Kristín sjálf sem hefur teiknað myndirnar síðustu ár. Þær eru skemmti- lega skakkar og naívar og inn á þær skrifar Kristín athuga- semdir eða línur úr kvik- myndum sem þær hafa leikið í. Á einni mynd af Marilyn og Gretu stendur skrifað: „Við erum báðar tvær mjög góðar í reikningi.“ Stíll Kristínar minnir mig á áratugagamlar skvísubæk- ur. Louisa May Alcott kemur strax upp í hugann. En þar endar samanburðurinn. Inni- hald bókar Kristínar er beitt- ara. 18 Menning 30. janúar 2012 Mánudagur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Við tilheyrum sama myrkrinu Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo Höfundur: Kristín Ómarsdóttir Útgáfa: Stella 96 blaðsíður Tileinkuð fegurðar- dísum Í sögum Kristínar Ómarsdóttur eru Marilyn og Greta vinkonur og ræða saman um lífið og tilveruna Barbie gömlu meistaranna Franska listakonan Jocelyne Grivaud endurgerði listaverk nokkurra sögufrægra lista- manna og notaði Barbie sem fyrirsætu. Í verkum sínum kannar Jocelyn hvernig ímynd kvenna hefur breyst í gegnum tíðina og útkoman er nokkuð áhrifamikil. Hér sést Barbie sem Mona Lisa Leonardos Da Vinci. Lífleg Íslandssaga Um helgina hófust á Litla sviði Borgarleikhússins sýn- ingar á sjóntónleiknum Sögu þjóðar með hljómsveitinni Hundur í óskilum við góðar undirtektir. Tveggja manna stórsveit- in Hundur í óskilum skoðar Íslandssöguna í tónum og leik og er uppfærslan lífleg. Í Sögu þjóðar hafa þeir fengið Benedikt Erlingsson leik- stjóra sér til aðstoðar. Næsta sýning er 2. febrúar næst- komandi. Götulist í galleríi Samsýning níu götulista- manna í samstarfi við net- galleríið muses.is var opnuð á laugardaginn við mikla gleði. Listamennirnir hafa fært listsköpun sína frá veggjum götunnar inn í hið hefðbundna sýningarrými gallerís. Verkin eru undir sterkum áhrifum frá götulist- inni og birtast þau í ýmsum formum. Verkið hér að ofan er eftir Örn Tönsberg. Fallega skreytt Hávamál Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir hlaut Dimmalimm-verð- launin fyrir bestu mynd- skreytingu barnabókar árið 2011. Verðlaunin hlaut hún fyrir bókina Hávamál en þar enduryrkir Þórarinn Eldjárn hina fornu speki Óðins. Þau Þórarinn og Kristín Ragna hafa áður átt farsælt sam- starf en saman unnu þau bókina Völuspá sem kom út árið 2005.   Klámið hans Spielbergs Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is Bíómynd War Horse IMDb 7,3 RottenTomatoes 76% Metacritic 72 Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: Lee Hall og Richard Curtis, byggt á bók Michael Morpurgo. Leikarar: Jeremy Irvine, Emily Watson, David Thewlis, Peter Mullan, Niels Arestrup, Tom Hiddleston. 146 mínútur Tilfinningaklám Myndin gerir að stórum hluta út á ómerkilegt tilfinningaklám og dramatíska tónlist. Þetta hefði kannski virkað ef áhorfendur mynduðu tengsl við aðalpersónuna. Stríðshesturinn Myndin sýnir fyrra stríðið með augum hestsins Joey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.