Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2012, Page 22
Gerði lítið úr eigin reynslu Bryndís segist lengi hafa verið í skápnum með fyrirsætustörf sín en nú hafa öðlast ákveðna fjarlægð og geta notað reynsluna sjálfri sér og öðrum til góða. Svekktur en sáttur n Hebba kom mikið á óvart að komast ekki í úrslit Söngvakeppninnar I nternetið er bara búið að loga út af þessu,“ segir tón- listarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem komst ekki áfram í úrslit Söngva- keppni Sjónvarpsins á laugar- dagskvöldið með lag sitt Eilíf ást. Þess í stað fór lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Hugarró í flutningi Magna Ásgeirsson- ar, áfram ásamt Aldrei sleppa mér, sem samið er af Gretu Salóme en hún á tvö lög í úr- slitum eins og Sveinn Rúnar. „Ég skil þetta bara ekki. Við vorum öll mjög viss um að lagið okkar færi áfram. Þegar Hrútspungarnir fóru áfram þá hlutum við að fara áfram,“ segir Herbert sem viðurkennir vonbrigði þegar úrslitin voru kunngjörð. „Auðvitað var ég svekktur fyrst en svo byrjaði ég að fá símtöl og sá hvað var að gerast á Facebook. Þar stóðu allir með mér og allir spurðu hreinlega hvað væri að gerast.“ Herbert er þó ánægður með tækifærið til að fá að taka þátt í keppninni. „Þetta var rosalega gaman. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að vinna við keppnina og kynnast þessu. Svo fékk ég þarna nátt- úrlega rosalega auglýsingu á mig sem söngvara,“ segir Her- bert en von er á laginu með enskum texta og í annarri út- gáfu. „Hann Berndsen talaði við mig frá Portúgal og bað um að fá að gera eitís-útgáfu af lag- inu. Það er alaveg rosalega flott og smekklega gert. Þetta lag er smellur og það á eftir að lifa,“ segir Herbert sem skemmti í afmæli á laugardagskvöldið og þar var ljóst að lagið snerti fólk. „Ég var að syngja í fimm- tugsafmæli sem var með svona Eurovision-þema. Ég tók lagið þar og allir sungu með. Mér var bara fagnað eins og stór- stjörnu,“ segir Herbert sem útilokar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. „Maður veit aldrei. Ég er enginn mikill Eurovision-pæl- ari en ég datt bara inn á þetta lag og fannst vera Eurovision- lykt af því. En það má aldrei segja aldrei,“ segir Herbert Guðmundsson. 22 Fólk 30. janúar 2012 Mánudagur Vinnur með Sonyu Svala Björgvins er ekki að- eins að gera það gott með hljómsveit sinni Steed Lord úti í Los Angeles heldur er hún einnig að vekja athygli fyrir hönnun. Svala hannaði búninga í nýrri danssýningu danshöfundarins fræga So- nyau Tayeh sem Íslendingar þekkja úr þáttunum So you think you can dance. Eins og áður hefur komið fram eru Svala og Sonya góðar vin- konur. Dansatriðið var frum- sýnt í Avalon í Hollywood í vikunni við góðar undirtektir áhorfenda enda Sonya vön að koma á óvart. Svala bjó til búningana úr sokkabuxum. Mugison í New York Glöggir flugfarþegar á leið með Icelandair til New York í byrjun vikunnar tóku eftir skeggjaða tónlistarmann- inum Erni Elíasi Guðmunds- syni, sem oftast er kallað- ur Mugison. Mugison var klárlega einn vinsælasti tónlistarmaður ársins hér á landi á síðasta ári. Hann hélt feiknarlega vel heppnaða tónleikaröð í Hörpu og víðar þar sem hann bauð Íslend- ingum frítt til að fagna góð- um viðtökum sem plata hans Haglél fékk. Greint var frá því að Mugison hefði hagnast um 20 milljónir á árinu en það verður að teljast ágætur árangur. Með 10 fingur og 10 tær Sveppi og unnusta hans Íris Ösp Bergþórsdóttir eignuð- ust sitt þriðja barn á dög- unum. Sveppi og Íris hafa verið saman í meira en 10 ár og áttu fyrir tvö börn, strák og stelpu. „Ég er alsæll og í skýjunum, drengurinn er með 10 tær og 10 fingur og allt eins og það á að vera.“ Byrjaði of ung í bransanum Þ að er svo margt sem ber að varast í þessum heimi og þá er gott að fá reynslubolta eins og mig sem þekkir þennan heim til að miðla reynslunni,“ segir fyrirsætan fyrrverandi Bryndís Bjarna- dóttir sem sér um framkomu- og fyrir- sætunámskeið hjá Fashion Academy Reykjavík. Bryndís, sem er heimspekingur og mannréttindafræðingur að mennt og starfar hjá Amnesty International, gerði það gott á yngri árum sem fyrirsæta en hún var með samning hjá Elite og birt- ist til að mynda bæði í tímaritunum Elle og Cosmo og starfaði með heimsfræga ljósmyndaranum Helmut Newton. „Ég sé þetta námskeið fyrst og fremst fyrir mér sem sjálfsstyrking- arnámskeið. Ég hef nokkuð frjáls- ar hendur um það hvernig ég byggi þetta upp og megintilgangurinn mun verða að byggja upp og styrkja sjálfs- mynd nemenda. Góð sjálfsmynd ung- linga getur byggt á mörgum ólíkum þáttum, eins og félags- og samskipta- færni, sjálfsþekkingu, hæfileikanum til að tjá sig óþvingað og af öryggi, getunni til að vinna með öðrum og hæfninni til að sýna öðrum tillitssemi og virðingu. Ég mun kappkosta að styrkja alla þessa þætti. Einnig verða krakkarnir fræddir um heilsu og nær- ingu, hvernig hugsa skal vel um húð og hár, og það hvernig við setjum okkur og öðrum mörk. Svo mun jafn- ingjafræðsla hjá Hinu húsinu sjá um fíkniefnafræðslu,“ segir Bryndís og bætir við að sjálf eigi hún 15 ára ung- ling. „Ég hugsa þetta út frá því hvernig fyrirmynd ég vil vera dóttur minni og hvaða áherslu ég legg á að byggja upp góða sjálfsmynd hjá henni. Námskeið- ið er fyrir stelpur á aldrinum 14–16 ára, af öllum stærðum og gerðum, og við munum leggja ofurkapp á að styrkja hverja og eina, svo hver og ein finni sig og læri að nýta sín sérkenni og hæfi- leika eftir bestu getu.“ Bryndís gerði lengi vel lítið úr eigin velgengni innan heims tískunnar. „Ég var lengi í skápnum með mín fyrirsætu- störf og hef verið að agnúast út í þenn- an heim þótt ég hafi sjálf búið í honum um tíma. Þegar maður eldist og öðlast ákveðna fjarlægð og yfirsýn sér maður að það er hægt að taka það besta úr sinni reynslu og nýta það sjálfum sér og öðrum til góða. Að sjálfsögðu mun ég nota mína reynslu til að sýna stelp- unum það slæma við þennan heim en líka það góða. Sjálf fór ég allt of ung út í þennan bransa. Ég vissi varla hvað snéri upp og hvað niður. Ég var hrædd og óörugg og hefði viljað hafa feng- ið einhverja innsýn inn í það sem ég átti von á og þá hefði til dæmis svona námskeið komið sér vel,“ segir Bryndís sem hlakkar til að vinna með ungling- um. „Mín aðalvinna er við mannrétt- indastörf en ég tekst á við þetta verk- efni af mikilli tilhlökkun. Unglingsárin eru spennandi aldur því þá eru krakk- ar svo opnir, hugmyndaríkir og frjóir. Ég hlakka til að taka þátt í þessu.“ n Sér um framkomu- og fyrirsætunámskeið n Nýtir reynslu úr fyrisætustörfunum Tónelskir feðgar Herbert og Svanur sömdu lagið saman. Mynd LáruS KarL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.