Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 3
Spurningar DV sem Bjarni hefur ekki svarað 1 Hvenær var skrifað undir umboðsskjölin sem veittu þér umboð til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir hönd Hrómundar, Hafsilfurs og BNT? 2 Hvenær skrifaðir þú undir veðsetningarskjölin vegna lánsins frá Glitni til Vafnings? Var það fyrir eða eftir 8. febrúar 2008? Þú hefur sagt, í viðtali við DV á sínum tíma, að legið hafi á að ganga frá lánapappírunum „þennan dag“. Hvaða dagur var það? 3 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin vegna veðsetningarinnar á hlutabréfum Vafnings vissir þú þá að Glitnir hefði lánað Milestone beint þann 8. febrúar 2008 til að borga upp lán Þáttar International við Morgan Stanley? 4 Ef svarið við spurningu (3) er já vissir þú þá að Vafningur ætti að taka yfir lán sem Glitnir var þá þegar búinn að veita Milestone? 5 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin og tókst þátt í endurfjármögnuninni á Glitnisbréfum Þáttar International varstu þá meðvitaður um að starfsmenn Glitnis hefðu hugsanlega gerst brotlegir við lög í viðskiptunum, sbr. ákæruna á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu? 6 Var Glitnir í ábyrgð fyrir láninu sem Morgan Stanley veitti Þætti International? 7 Spilaði endurfjármögnunin á Glitnisbréfum Þáttar International, sem hér er rætt um, inn í þá ákvörðun þína að selja hlutabréf sem þú áttir persónulega í Glitni? Líkt og komið hefur fram gjaldfelldi Morgan Stanley lán Þáttar International vegna ákvæða í lánasamningi félagsins við bankann þar sem fram kom að gera mætti veðkall hjá Þætti International ef gengi bréfa í Glitni færi niður fyrir tiltekið lágmark. Þú vissir það á þessum tíma að áhætta vegna 7 prósenta hlutar í Glitni hafði nú færst yfir á bankann sjálfan vegna aðgerða Morgan Stanley. Fréttir 3Mánudagur 13. febrúar 2012 G ámur Skafta Jónssonar og Kristínar Þorsteinsdótt- ur var sá eini sem varð fyrir tjóni í flutningum frá Íslandi til Bandaríkjanna. Íslenska ríkið borgaði samtals 74 milljónir króna í tjónabætur vegna tjónsins en í gámnum var hluti búslóðar þeirra hjóna. Ríkið tók ábyrgð á flutningun- um þar af því að Skafti, sem starfar í utanríkisþjónustunni, var gerður að sendiráðsnaut í íslenska sendiráðinu í Washingtonborg. Mikil leynd hefur hvílt yfir mál- inu og hefur reynst erfitt að fá upp- lýsingar um það hjá utanríkisráðu- neytinu. Skafti og eiginkona hans hafa líka verið þögul um málið. Eftir stendur að íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga gríðarlega háar bæt- ur. DV greindi frá því á föstudag að ríkisendurskoðun hafi bótamálið til skoðunar. Þurfti að gera við skipið Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipafélagi Íslands, sem sá um flutning á gámnum, voru tveir aðr- ir gámar sem urðu fyrir því að sjór flæddi inn í þá. „Já, það komst sjór í tvo aðra gáma, varan var þess eðl- is að hún skemmdist ekki,“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, aðspurður hvort fleiri gámar hafi orðið fyrir tjóni. Gámarnir voru allir um borð í skipinu Reykjafossi sem lagði úr höfn á Íslandi 8. apríl 2011. Dag- ana 10. og 11. apríl, eftir tveggja daga siglingu, fékk skipið á sig mjög slæmt veður og brotsjó. „Annað ankerið slitnaði af og fór í sjóinn, siglingaljós brotnuðu af, festingar fyrir landgang skemmd- ust og sjór braut sér leið í eina lest skipsins,“ segir Ólafur aðspurður hvort skipið sjálft hafi orðið fyrir skemmdum vegna þessa. „Gert var við skemmdirnar við fyrsta tæki- færi,“ bætir hann við. Gámurinn í nafni utanríkisráðu- neytisins Gámurinn sem búslóð Skafta og Kristínar var í var fluttur í nafni utan- ríkisráðuneytisins og var hann stað- settur í fyrstu lest fremst í skipinu. Eimskipafélagið hefur ekki upplýs- ingar um hvort fleiri gámar hafi verið fluttir á vegum ráðuneytisins í sömu ferð en samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum er ekki annað að sjá en að aðeins hluti búslóðar Skafta og Kristínar hafi verið í um- ræddum gámi. Ríkið borgaði eins og áður segir 74 milljónir króna í tjónabætur vegna tjónsins en samtals fengu Skafti og Kristín 78 milljóna króna greiðslur þar sem fjórar milljónir til viðbót- ar við ábyrgð ríkisins voru greiddar af tryggingafélagi sem tryggði lítinn hluta gámsins. Tjónið er að mestu til- komið vegna listaverka sem voru um borð í gámnum en mörg þeirra voru verðmetin hátt af bandaríska fyrir- tækinu Amrestore Inc. en fyrirtækið mat tjónið á öllum listmunum í gám- inum fyrir ríkið. n Búslóð sendiráðsnauts það eina sem skemmdist í Reykjafossi Ekkert annað skemmdist Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Gámurinn Þessi mynd var ein af þeim sem notaðar voru í skýrslu vegna tjónsins.„Annað ankerið slitnaði af og fór í sjóinn Þurfti að gera við skipið Gámurinn var fluttur með Reykjafossi en gera þurfti við skipið eftir ferðina vegna mjög slæms veðurs. Fax til Glitnis sannar falsanir í Vafningsmáli n Vafningsumboðin dagsett aftur í tímann n Skrifuðu undir fölsuð skjöl í sakamáli Sent þann 11. febrúar Umboðin voru send frá skrifstofu Milestone á Suðurlandsbraut og til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þremur dögum áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.