Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Þetta er meinhollt Við erum svo grjótharðir Maður er að reyna að tjasla börnunum sínum saman Guðmundur Már Ketilsson vill flytja inn vítamín til að troða í vörina. – DVVeitingamaðurinn Gústav Axel Gunnlaugsson opnar Sjávargrillið á ný eftir bruna og vatnstjón. – DVKolbrún Jónsdóttir ræddi um PIP-silíkonfyllingar. – DV Ný stjórnarskrá í bræðslu „Ég fylgdist ekki með í gær. Ég hef rosalega lítinn áhuga á Eurovison og ég fylgist bara með því á lokakvöldinu. Þá er svo gaman og mikil stemning.“ Gígja Sara Björnsson 23 ára kaffibarþjónn „Mér leist ágætlega á það og bjóst við því að það kæmist áfram. Það er svo Eurovison- legt. “ Margrét Þorgeirsdóttir 16 ára nemi í Valhúsaskóla „Ég fylgist ekki með Eurovison.“ Helena Margrét Friðriksdóttir 23 ára starfsmaður í Eymundsson „Ég fylgist ekki með Eurovison.“ Daði Rúnarsson 22 ára starfsmaður í Eymundsson „Mér fannst það fínt.“ Svanhildur Halla Haraldsdóttir 19 ára nýstúdent Hvernig finnst þér sigurlag Söngvakeppni Sjónvarpsins? Kennslustund í afhommun S norri Óskarsson, grunnskóla- kennari á Akureyri, hefur lagt upp í afhommunarherferð á netinu og í skólanum. Hann er sannkristinn og veit að ef grunn- skólabörn gerast samkynhneigð ber að rétta þeim hjálparhönd. Hann út- skýrði í samtali við Stöð 2, hvernig hann myndi líkna skólabarni sem lýsti sig samkynhneigt. „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann,“ segir upplýsti Snorri. Snorri kennir 5. til 8. bekk yndislest- ur og lesskilning og sér um bókasafn- ið, enda er hann bókstafstrúarmaður. Ástæðan fyrir því að Snorri veit að sam- kynhneigð er röng er að það stendur í Biblíunni. Í Biblíunni eru líka útskýr- ingar um hvað eigi að gera þegar sam- kynhneigð lætur á sér kræla: „Leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim,“ segir í þriðju Mósebók. Samtal kennarans við samkyn- hneigða grunnskólabarnið verður upplýsandi. Hann getur ekki annað en látið barnið vita að það verði tekið af lífi þegar það finnur ástina í framtíð- inni. Honum finnst mikilvægt að forða börnunum frá þessum samfélags- lega vanda. Það er verið að normal- ísera kynvilluna þannig að búast má við faraldri samkynhneigðra grunn- skólabarna. „Það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona,“ útskýrir Snorri. Þegar foreldrar kvörtuðu undan Snorra og áminningarferli fór af stað sagði hann að verið væri að brjóta mannréttindi á honum. „Þetta er spurning um tjáningarfrelsið,“ kvartaði hann við DV. „Á að fara fram á það við kennara að hann tjái sig ekki um mál sem vissulega snerta börn?“ Það eru nefnilega „basic“ mann- réttindi að fá að afhomma grunnskóla- börn. Svarthöfði 1 874 kom Kristján IX Danakon- ungur til Íslands færandi hendi með nýja stjórnarskrá. Var hún afhent á Þingvöllum sem þótti vel við hæfi enda þar í gangi hátíða- höld vegna 1.000 ára sögu Íslands- byggðar. Var þessi stjórnarskrá að kröfu íslendinga sem kröfðust meiri sjálfsstjórnar og kölluð stjórnarskrá- in um hin sérstaklegu málefni Ís- lands. Þessi stjórnarskrá er að stofni til sú sama og hin núgildandi. Stjórn- arskráin var svo uppfærð 1920 og breytt í samræmi við breytta stjórn- skipun sem fullveldinu fylgdi. Sú stjórnarskrá var nefnd stjórnarskrá konungsríkisins Íslands. Við lýðveld- isstofnunina þann 17. júní 1944 sam- þykkti Alþingi svo aftur nýja stjórnar- skrá, Lýðveldisstjórnarskrána. Hafði hún verið samþykkt mánuði fyrr í þjóðaratkvæðagreiðslu með 95% meirihluta og 98% kosningaþátttöku. Stjórnarskrá Íslands er því í raun 138 ára gömul. Frá lýðveldisstofnun hefur henni verið breytt sjö sinnum, aðallega vegna breytinga á kjördæma- skipan og skilyrðum kosningaréttar. 1991 var skipulagi Alþingis breytt og deildarskipting þess afnumin og 1995 var mannréttindakaflinn verulega end- urbættur. Annað hefur haft sinn gang. Stjórnarskráin 1944 var hugsuð til bráðabirgða enda aðeins lykilatriðum breytt vegna útafskiptingar kóngs og innáskiptingar forseta. Endurskoðunin dróst þó á langinn og á þeim tæplega 70 árum sem liðin eru hafa fjölmargar þingnefndir verið skipaðar án árang- urs. Alþingi Íslendinga hefur ekki náð saman um meginmál eins og auðlinda- ákvæði, hlutverk forseta, beint lýðræði og persónukjör. Því ákvað núverandi ríkisstjórn að ýta þessu verkefni til þjóðarinnar sjálfrar, láta hana fjalla um helstu áherslur á þjóðfundi og kjósa síðan í hreinu persónukjöri hóp fólks til að fullklára verkið. Þrátt fyrir mikinn andbyr tókst að koma þessari vinnu á legg og niðurstaðan einróma nýrri stjórnarskrá í vil. Hvers vegna tókst 25 manna þjóð- kjörnum hópi að landa nýrri stjórn- arskrá á 4 mánuðum sem Alþingi Íslendinga var um megn á 800 mán- uðum? Eftir að hafa starfað í þessum félagsskap er svarið einfalt: Stjórn- lagaráð þurfti ekki að taka tillit til sér- hagsmuna, almannahagur var þess leiðarljós, leiðin greið og niðurstaðan samkvæmt því. Hin nýja stjórnarskrá inniber ein- skærar óskir almennings í þessu landi, þ.e. persónukjör, valddreifingu, beint lýðræði og auðlindaákvæði. Hin nýja stjórnarskrá er málamiðlun 25 manna með ólíkan bakgrunn og samþykkt einróma. Telji Alþingi frumvarpið gallað er sjálfsagt að tefla samhliða fram nýju frumvarpi, samþykktu af Alþingi. Að bera frumvarp stjórnlaga- ráðs sundurskorið undir þjóðina er niðurrifsgjörningur og tilgangurinn sá einn að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja, heildstæða stjórnarskrá. Gætum að því að þetta ferli átti aldrei að skila klæðskerasaum fyrir Alþingi, fræða- samfélagið né sérhagsmunahópa heldur heildina. Fari frumvarp stjórn- lagaráðs ekki óbreytt í þjóðaratkvæði eru það enn ein svikin við þjóðina. Krakkar föndra Vetrarhátíð í Reykjavík hefur tekið á sig ýmsar myndir. Þessir duglegu krakkar föndruðu drauga í Borgarbókasafninu á dögunum. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Mánudagur 13. febrúar 2012 1 „Hvaða drullu var ég að gefa barninu mínu?“ PIP-konur hafa áhyggjur af börnunum sínum 2 Síðasta lag Whitney Houston – kom fram á tónleikum á föstudag Söngkonan lést á hótelherbergi í Los Angeles um helgina 3 Lýst eftir Birnu Dögg – 14 áraTýnd unglingsstúlka kom aftur í leitirnar 4 Segja Whitney hafa drukknað í baðkari Fjölmiðlar reyna að ná utan um hvað varð söngkonunni að aldurtila 5 Síðustu dagar Whitney Houston Spilaði á tónleikum og reyndi að koma ferlinum aftur á fullt 6 Whitney Houston er látinAndlát Whitney Houston hefur vakið mikla athygli 7 Kærastinn er draumurEva Mendes og Ryan Gosling eru sjóðheitt par Mest lesið á DV.is Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.