Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 18
18 Menning 13. febrúar 2012 Mánudagur Fönkbræð- ingur á Kex Fjórðu tónleikar djasstón- leikaraðarinnar á Kex Hostel verða haldnir þriðjudaginn 14. febrúar. Þar koma fram Einar Scheving og félagar. Auk hans skipa hljómsveit- ina þeir Jóel Pálsson á saxó- fón, Guðmundur Pétursson á gítar, Eyþór Gunnarsson á hljómborð og Jóhann Ás- mundsson á bassa. Þeir munu leika fönk- og bræð- ingsskotna djasstónlist með- al annars eftir John Scofield, Weather Report, Led Zep- pelin og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Lára Björg við skriftir Lára Björg Björnsdóttir pistlahöfundur er með sína aðra bók í smíðum. Bók Láru Bjargar, Takk útrásarvíkingar, byggð á pistlum hennar um lífið og tilveruna eftir hrun átti miklum vinsældum að fagna. Lára Björg vill ekki gefa upp hvað hún hyggst skrifa um. „Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að skrifa um en er ekki byrjuð, ég verð að fara að setjast niður og byrja á þessu,“ segir hún og hlær. n Yrsa Sigurðardóttir í fullu starfi með ritstörfum n Mugison þénar nóg Þau þiggja ekki listamannalaun Ó hætt er að segja að skiptar skoðanir séu um listamannalaunin og verða þau árlega að miklu hitamáli. Ís- lenska ríkið ver 455 milljón- um króna í listamannalaun í ár og greiðir 217 einstakling- um mánaðarlegar greiðslur til mislangs tíma. Í ár eru launin rúmlega 291 þúsund krónur og listamenn greiða af þeirri upphæð til skatts. DV ræddi við nokkra listamenn sem ekki þiggja listamannalaun af ýmsum ástæðum. Yrsa Sig- urðardóttir vinnur sín ritstörf í aukavinnu, Mugison þénar nóg án þeirra og gagnrýnir framkvæmdina. Finnst lítið stutt við unga listamenn og þá listamenn sem standa á jaðr- inum. Þá segist Sigríður Ásta Árnadóttir listakona hreinlega ekki passa inn í það kerfi sem listamannalaunin eru og því hafi henni ekki hugkvæmst að sækja um þau. Þarf ekki listamannalaun Metsöluhöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir hefur unnið fyrir sér sem verkfræðingur í rúmlega 20 ár. Hún starfar sem sviðsstjóri hjá Verkís þar sem hún hefur umsjón með fram- kvæmdum og umhverfismál- um og er verkefnisstjóri við hönnun jarðvarmavirkjana. Hún hefur aldrei sótt um lista- mannalaun. „Hvað listamannalaun varðar þá hef ég aldrei sótt um þau enda ekki ætluð þeim sem eru í launuðu starfi með- fram sinni listsköpun,“ segir Yrsa. Hún er hins vegar alls ekki á móti þeim, því fer fjarri. „Fyrir það fyrsta þá er það síður en svo mjög fjárhags- lega gjöfult að starfa sem lista- maður á litlum markaði eins og Ísland er, nema í algjörum undantekningartilfellum. Því er nauðsynlegt flestum lista- mönnum að hafa í annað að sækja en það hentar engan veginn öllum að starfa með- fram listsköpun og eru tónlist- armenn ágætis dæmi um það. Þeir þurfa að æfa endalaust og ekki vildi ég hafa trompet- leikara, sem dæmi, á skrif- borðinu við hliðina á mér sem nýtti hverja pásu til æfinga. Með slíkum launum er fjöl- breyttari menningarflóru gert kleift að dafna og fyrir vikið verður vonandi menningar- legt efni að smekk allra lands- manna í boði. Hver nákvæm- lega upphæðin og fjöldi slíkra styrkja ætti að vera veit ég ekk- ert um og þakka bara fyrir að þurfa hvorki að velja úr hverjir fá og hverjir ekki, né ákvarða upphæðir í þessu sambandi. Ef eitthvað er finnst mér það kristallast í umræðu um lista- mannalaun hversu fáránlega lág lágmarkslaun og bætur eru að öðru leyti í okkar þjóðfélagi. Það er ekki að listamannalaun séu of há heldur er annað sem fólki er gjarnt að miða þau við alltof lágt og til skammar. Fyrir nú utan það að þjóðfélagið styrkir með ýmsum beinum eða óbeinum hætti allt annað starf í þessu landi hvort sem um er að ræða hefðbundinn iðnað eða ferðamannaiðnað sem dæmi. Það er bara gert með ónafngreindum hætti og því erfiðara að láta slíkt ergja sig.“ Passar ekki í kerfið Sigríður Ásta Árnadóttir lista- kona er textíl-, tón- og ritlista- maður. Hún hefur ekki sótt um listamannalaun vegna þess að hún hefur verið með mörg járn í eldinum og segist ekki hafa einbeitt sér að einu, heild- stæðu verkefni. „Ég er alls ekki á móti því að það séu veittir opinberir styrkir til menningarstarfs. Ég held að það reynist dýrmætt íslenskri menningu að listamenn nái að sökkva sér niður í verk sín ótruflaðir af aukavinnum og svoleiðis áreiti. Reyndar finnst mér styrkir hrökkva allt of skammt til að bæta listalífið – það þyrfti að taka hressilega til í skattaumhverfi listafólks til dæmis og huga að því að hafa starfsumhverfi skapandi greina hagstætt. Það er það svo sannarlega ekki hér á Íslandi og í raun til skammar, sé staða okkar borin saman við kolleg- ana á Norðurlöndunum. Mér sjálfri hefur einfaldlega ekki hugkvæmst að sækja um lista- mannalaun vegna þess hversu mikið ég dreifi minni vinnu milli mismunandi listgreina. Hins vegar má alltaf deila um framkvæmdina. Ritlistin er greinilega höfð í hávegum og rithöfundar fá lungann af listamannalaunum. Þá má endurskoða úthlutunarreglur og fyrirkomulag. Það er mjög óvinsælt að sitja í úthlutunar- nefnd því þetta er lítið land og vinir þínir sækja um.“ Sigríði Ástu finnst að lista- menn mættu bindast frekari böndum. „Það eru engin sterk hagsmunasamtök starfandi og því miður stundum öfund og illindi fólks á milli sem grefur undan samstöðunni.“. „Það á að sá flottum fræjum í grasrótina“ Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þénaði 21,7 milljónir króna á plötu sinni Haglél sem kom út fyrir jólin. Hann seldi um 28 þúsund diska, sem er líklega met í ís- lenskri tónlistarsögu og veltan var um 43 milljónir. Mugison hefur sótt um listamanna- laun. Var hafnað einu sinni en fékk listamannalaun eitt árið. Honum kom ekki til hugar að sækja um listamannalaun fyrir árið 2012. „Það hefði verið þversagna- kennt fyrir mig að sækja um listamannalaun, mér kom það ekki til hugar. Mér hefur gengið svo afskaplega vel. Mér finnst gott að samfélagið sé tilbúið að styðja við menningu og listir. En ef það er eitthvað sem ég mætti setja út á þá finnst mér lítið stutt við unga listamenn og listamenn sem standa á jaðrinum. Það á að sá flottum fræjum í grasrótina. Ungt fólk utan af landi naut þess að alast upp við rými og eldri kynslóð sem veitti þeim skjól með því að lána þeim bílskúrana sína. Sé þetta ekki gert þá verður menningin dauð. Þú afsakar orðbragðið en kannski er þetta svolítið snobb- að. Listamannalaunin þiggja margir listamenn sem hafa þeg- ar komið undir sig fótunum og þarna velja þeir hverjir annan til stuðnings. Þessu myndi ég vilja breyta.“ n kristjana@dv.is Mugison „Þú afsakar orð- bragðið en kannski er þetta svolítið snobbað.“ Sigríður Ásta Það er mjög óvinsælt að sitja í úthlutunarnefnd því þetta er lítið land. Yrsa Sigurðardóttir „Hvað listamannalaun varðar þá hef ég aldrei sótt um þau enda ekki ætluð þeim sem eru í launuðu starfi með- fram sinni listsköpun.“ MYnd gunnar gunnarSSon Starfsumhverfi listamanna Engar atvinnuleysisbætur Listamenn eiga til dæmis ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema að mjög litlu leyti. Skattkerfið biður listamenn um að skila skattaskýrslu rétt eins og um lítil fyrirtæki væri að ræða og þá er gerð krafa um reiknað endurgjald (laun) upp á rúmar 400 þúsund krónur svo þeir eigi rétt á fullum atvinnuleysisbótum. Að sjálfsögðu verða þeir að leggja niður alla vinnu ef þeir öðlast rétt á bótum. Fæðingarorlof Listamönnum hefur gengið illa að fá fæðingar- orlof. Það er vegna þess að þeir gera tryggingargjaldið upp árlega en ekki mánaðarlega. Úrelt lög um virðisaukaskatt Samkvæmt lögum er bein sala listamanna á verkum undanþegin virðisaukaskatti. Þó eiga lögin aðeins við um málverk, grafík, klippimyndir og höggmyndir. Lista- menn telja sér mismunað innbyrðis. Textíllistamenn, leirlistamenn og ljósmyndarar eru meðal þeirra sem mótmæla mismununinni. (Toll- skrárnúmer: 9701.1000-9703.0000) Textíllistakonan Valdís Sverrisdóttir lenti í því síðasta sumar að listaverk sem hún vann úr handgerðum pappír var sett í tollflokk með klósettpappír. Virðisaukaskattsprósenta er einnig afar mismunandi eftir verkum listamanna. Bækur og geisladiskar falla til dæmis undir 7% skatt- þrepið meðan textíllistamönnum og leirkerasmiðum er gert að leggja 25,5% skatt á sín verk við sölu. Freeman til Íslands Stórleikarinn Morgan Freeman er ef til vill á leið til landsins á næstunni. Free man hefur skrifað undir samning um að leika í fram- tíðartryllinum Oblivion ásamt Tom Cruise en hún verður að öllum líkindum tekin upp hér á landi. Kvikmyndavefurinn Svarthöfði greinir frá og segir leitina að húsnæði á Suðurlandi fyrir Cruise þegar hafna. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er 24,4 milljarðar króna sem gerir hana að dýrustu kvikmynd sem tekin hefur verið upp hérlendis. Talið er að Freeman muni leika einhvers konar and- spyrnuleiðtoga en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir og ekki er á hreinu hvort hann verði hér á landi líkt og Cruise.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.