Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 13. febrúar 2012 Mánudagur Endurlífgaði dóttur sína n Sá höfuð dóttur sinnar detta líflaust niður til hliðar G ísli Örn Gíslason sem endur- lífgaði 18 ára dóttur sína með hjartahnoði er skyndihjálp- armaður ársins. Hann var heiðraður á 112-deginum á laugar- dag, en markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og hvetja fólk til að hringja í 112 ef það telur sig þurfa á aðstoð að halda í stað þess að hika. Tilviljunin ein réð því að hann leit inn í herbergi dóttur sinnar. „Og ég er í raun á leið út úr herberginu þegar að ég tek eftir því að höfuðið á henni dettur svona niður og til hliðar og ég hélt í fyrstu að hún væri bara að stríða mér. En svo leist mér ekkert á þetta og þá tók ég púlsinn á henni og þá gerði ég mér grein fyrir því að hún var komin í hjartastopp. Þá kallaði ég í konuna og hóf hjartahnoð þarna á gólfinu,“ segir Gísli þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka í samtali við RÚV. Sigurbjörg Jóhanna á föður sín- um lífið að launa. „Ég var bara mjög heppin að hann skyldi vera hjá mér þarna þessar fimm mínútur sem hann stoppaði inni í herberginu.“ Árlög könnun á ímynd Neyðar- línunnar leiðir í ljós að 99,4 prósent landsmanna þekkja númerið einn- einn-tveir. Hálft prósent nefndu ann- að númer en þess má geta að banda- ríska númerið 911 virkar einnig hér á landi. Aðeins 0,1 prósent þekktu ekkert númer samkvæmt könnun- inni. Í könnuninni var einnig gerð athugun á ánægju fólks með Neyð- arþjónustuna. Könnunin sýnir að al- menningur er jákvæðari í garð 112 en almennt tíðkast um opinberar stofn- anir og félagasamtök. Alls segjast 95 prósent jákvæð gagnvart línunni. Það hljóta að teljast jákvæðar fréttir fyrir starfsfólk Neyðarlínunn- ar allavega í samburði við evrópska kollega þeirra. „ Í dag er svo komið að einungis einn af hverjum fjórum íbúum Evrópu veit að í neyðartilvik- um dugar að hringja í 112, hvar sem er innan Evrópu,“ segir á vef Neyðar- línunnar. Þ að var um síðustu helgi þeg- ar ung móðir á Grettisgöt- unni brá sér út í búð. Hún ákvað að ganga eftir stígnum í garðinum í átt að Austurbíó og gekk fram á sprautur í garðinum. Henni var að vonum brugðið og lét nágranna sína vita. Þeir eru heldur betur ósáttir við ástandið enda fjöl- skyldufólk með lítil börn og þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprautunálar finnast á lóðinni. Þær hafa reynd- ar fundist í garðinum, á bílastæðinu fyrir framan og á róló fyrir börnin. Þar var frístundamiðstöð fyrir börn með aðstöðu um tíma og fund- ust blóðugar sprautur við rólurnar og inni í litlum kofum sem börnin léku sér í. Ástandið á þessu svæði er orð- ið svo slæmt að þegar íbúi í blokk- inni sem DV ræddi við fór með börn- in út að leika, byrjaði hann á því að skanna svæðið og kíkja inn í kofana þar sem skjólið var ákjósanlegt fyrir fíklana. Sem betur fer því þar fann hann pillubréf, plast utan af spraut- unálum og áhöld. Nú er búið að rífa kofana en enn eru sprautur að finnast á víð og dreif og foreldrarnir sleppa krökkunum ekki lausum. Íhuga að flytja Enda hafa börnin í blokkinni líka fundið sprautur. Einn sjö ára fann sprautu á bílastæðinu þegar hann var á leið með foreldrum sínum út í bíl. Hann lét þá vita og var umbun- að fyrir rétt viðbrögð. Vini hans líka. Þeir höfðu fengið viðeigandi fræðslu. Litla systirin veit hins vegar ekkert hvað þetta er, er of ung til að skilja það enda bara þriggja ára og granda- laus. Hún gæti ekki varið sig ef hún gengi fram á sprautur. Þess vegna stendur foreldrum hennar ekki á sama. Íbúar í blokkinni velta því fyrir sér hvort þeir eigi flytja, fara annað. En eins og þeir benda á þá var þetta ekki svona. Og spyrja hvort það sé eðlilegt að þurfa að flýja hverfið sitt vegna fíkla sem sprauta sig úti á víðavangi, í garðinum þeirra og á rólóvellinum. Þeir vita vel að fíklarnir eru veikir og það er ekki við þá að sakast en vilja samt ekki umbera þetta ástand. Þeir hafa líka ástæðu til að hafa áhyggjur. Sonur vinafólks stakks sig á sprautu í fyrra, bólgnaði upp og þurfti að fá mótefni og fara í HIV-, lifrarbólgu-B- og C-skimun. Fá sprautur hjá Frú Ragnheiði Ekki batnaði það þegar Frú Ragn- heiður fór að leggja við Hlemm segja íbúarnir. Fyrir þá sem ekki vita þá er Frú Ragnheiður verkefni á veg- um Rauða krossins sem gengur út á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Bíl er ekið um borgina þar sem reynt er að nálgast fíkla, sem flestir nota sprautubúnað, í þeirra nærumhverfi og á þeirra forsendum. Markmiðið er að mynda tengsl við hópinn og ræða við þá um notkunina, hvað þeir nota, hversu oft, hvernig þeir sprauta sig og reyna að breyta því hvernig þeir hugsa um þetta, fá þá til að vanda sig og nota hreinar sprautur. Hjá Frú Ragnheiði geta fíklar fengið hreinar sprautur og nálar og langflestir koma til þess. Aðrir koma til að fá aðstoð hjúkrunarfræðings vegna sára, sýkinga eða umbúða sem þarf að skipta um. Þeir geta líka fengið almenna heilsufarsskoðun, blóðþrýstingsmælingu og alls kyns þjónustu því hjúkrunarfræðingar eru alltaf á vaktinni. Það er ekki skilyrði að skila not- uðum búnaði en fíklarnir eru engu að síður hvattir til þess. Þeir fá meira að segja nálabox sem þeir geta haft í veskinu eða heima þar til þeir koma aftur til Frúar Ragnheiðar. Hugarfarið breytist Þór Gíslason er verkefnastjóri Frúar Ragnheiðar. Hann hefur ekki fengið ábendingar áður frá áhyggjufullum foreldrum en bendir á að þeir sem sækja í bílinn við Hlemm búi sumir á svæðinu og aðrir séu þar á flakki. „Við getum ekki komið í veg fyrir að fólk noti búnaðinn utandyra frek- ar en áður. Engu að síður erum við komin með stóran hóp fólks sem kemur reglulega og sá hluti hópsins sem skilar notuðum búnaði fer alltaf vaxandi. Sem betur fer. Tilgangi verkefnisins er þannig að hluta til að nást. Einn tilgang- ur verkefnisins er að ná þessum tengslum og skapa samræður um þetta við þá sem hingað koma. Svo við leggjum áherslu á að það finni að við tökum fordómalaust á móti þeim og náum að ræða við þau án fordóma. Við heyrum það líka að okkur er að takast að breyta hugarfarinu þannig að fólk er að verða meðvit- aðra um að vanda sig, skiptast ekki á notuðum búnaði og skilja ekki eft- ir sig búnað. Við höfum meira að segja fengið til okkar einstaklinga sem báðu um stærstu fötuna og fóru í bæli og hreinsuðu þar upp. Svo við erum að ná einhverjum árangri og höldum því vonandi áfram.“ „Sá hluti hópsins sem skilar notuð- um búnaði fer alltaf vax- andi. Sem betur fer. Ferðaáætlun Frúar Ragnheiðar Bíllinn er á ferðinni fimm daga vikunnar, á mánudögum, þriðjudögum, miðviku- dögum, fimmtudögum og laugardögum. Þá fer hann þessa leið: 18.00–18.15 Hlemmur. Bíl lagt á stæði við Arion banka þannig að sjáist frá Hlemmi. 18.25–19.10 Konukot Bíl lagt í botni Skógarhlíðar við hlið Konukots. 19.20–19.50 Hjálpræðisherinn Bíl lagt á bílastæði á horni Suðurgötu og Túngötu. 20.00–20.35 Gistiskýlið á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs Bíl lagt í stæði við gistiskýlið. 20.45–21.00 Hlemmur Bíl lagt á stæði við Arion banka þannig að sjáist frá Hlemmi. GENGU FRAM Á SPRAUTUR Í GARÐINUM n Íbúar í Austurbæ búnir að fá nóg n Börnin eru að finna sprautur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Í garðinum Íbúi á Grettisgöt- unni gekk fram á þetta þegar hann ætlaði út í búð um daginn. Óþægilegur sóðaskapur Sprauturnar voru enn á vettvangi þegar ljósmyndara DV bar að garði nokkrum dögum síðar. Það þótti íbúunum afar óþægilegt. Braut rúðu í lögreglubíl Ölvaður og æstur maður var handtekinn við krá í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags eftir að hann braut rúðu í lögreglubifreið. Maðurinn hafði sest óboðinn inn í lögreglubifreiðina þar sem lög- reglumenn voru við störf. Eftir að honum hafði verið vísað úr lög- reglubifreiðinni hafði hann uppi ógnandi tilburði í garð lögreglu og braut afturrúðu lögreglubifreiða- rinnar. Lögreglan telur að hann sé skipverji á erlendu skipi. Börn á skemmtistöðum Ómerktir lögreglumenn voru að kanna með ástandið á skemmti- stöðum borgarinnar og gestum þeirra nú um helgina líkt og gert er reglulega. Nokkrir aðilar sem þeir höfðu afskipti af höfðu fíkni- efni í fórum sínum og einhverj- ir voru ekki með aldur til veru á stöðunum en með skilríki sem sögðu til um annað. Í þeim tilfell- um þegar einstaklingur hefur ekki náð 18 ára aldri er haft samband við foreldra sem geta sótt börn sín á lögreglustöðina og eru slík brot tilkynnt til barnaverndarnefndar. Ásamt þessum skyldum hafa lögreglumenn augu með aðilum sem kunna að vera sölumenn fíkniefna á og við veitingahúsin og nú sem áður voru menn stöðvað- ir við þessa iðju og var einn með nokkuð af sölueiningum innan- klæða. Í kjölfarið gerðu lögreglu- mennirnir húsleit á heimili við- komandi og fundu talsvert magn kannabisefna, haldlagði fé sem ætlað er að sé ágóði sölu á þeim ásamt mælitækjum og pökkunar- búnaði. Ofbeldisbrot- um fækkar Sveinn Erlendsson, varðstjóri lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mælanleg fækkun hafi orðið á ofbeldisbrotum í kringum skemmtanir um helgar í miðborg- inni miðað við árin á undan. Ætla megi að virkt eftirlit lögreglu með veitingahúsum og gestum eigi þar sinn þátt. Þá er gott samstarf við starfsfólk og dyraverði veitinga- húsanna. Það er tilfinning lögreglu- manna er sinna þessum mála- flokki og dyravarða að þetta eftirlit hafi fælt sölumenn fíkniefna í ein- hverjum mæli frá þessum stöðum. Gerðar eru ríkar kröfur til þeirra er starfa við dyravörslu enda er hlutverk þeirra margþætt. Einn-einn-tveir 99,4 prósent Íslendinga myndu hringja í Neyðarlínuna kæmi upp neyðartilvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.