Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 22
Eva María stefnir á 10 km n Fjölmiðlakonan hleypur fyrir veik börn É g sé árið 2009 í ljóma en þá gat ég hlaupið tíu kíló- metra á klukkustund. Ég hef ekki getað það síðan en mig langar til þess og er þess vegna byrjuð að hlaupa á ný,“ segir fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir sem stendur fyrir Einstöku hlaupi á Hlaup- ársdag, þann 29. febrúar. Eva María setti sér það markmið að ná fyrri hlaupa- getu fyrir hlaupársdag. „Ég ákvað að halda mitt hlaupárs- dagshlaup og bjóða vinum mínum að hlaupa með. Svo var haft samband við mig frá félaginu Einstökum börnum, stuðningsfélagi barna með sjaldgæfa sjúkdóma, en dag- urinn er einmitt alþjóðlegur dagur þeirra. Ég tók að sjálf- sögðu vel í það samstarf, enda þurfum við öll að vera meðvit- uð um að í okkar litla samfé- lagi eru 200 fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma og líf þeirra er mjög litað af veikind- um barnanna.“ Eva María viðurkennir að henni þyki margt skemmti- legra en að hlaupa. „Mér finnst mjög erfitt að hlaupa en ég bý með hjartalækni og sam- kvæmt honum eru hlaup góð aðferð til að reyna á hjarta- vöðvann, en sá vöðvi þarf líka sitt viðhald og æfingu. Eftir að maður er kominn á ákveðinn aldur verður maður að passa sig að hlaupa ekki fram úr sér og vera svo kannski óhlaup- hæfur þegar kemur að hlaup- ársdegi.“ Eva María hefur stofnað viðburð undir nafninu Ein- stakt hlaup á Facebook þar sem fólk getur skráð sig og safnað áheitum sem svo renna til Einstakra barna. „Þar er hægt að skoða hlaupaleiðina. Í fyrstu átti þetta einungis að vera tíu kílómetra leið en við ákváðum að bæta við fimm kílómetrum svo fleiri gætu tekið þátt,“ segir Eva María sem hefur ekki ennþá tekist að klára tíu kílómetrana. „Ég er komin upp í 7,5 km en verð að standa mig svo áheitin skili sér,“ segir hún og bætir við að það verði hlaupið sama hvern- ig viðrar. „Ég er búin að horfa á hlaupara í allan vetur í fárán- legu fannfergi svo við hljótum að geta lufsast út þennan eina dag. Ef það verður snjóbylur þá íklæðist maður skíðagalla og gengur þetta.“ Aðspurð um hlaupaæðið í samfélaginu veltir hún vöng- um: „Ég held að fólk þrái að gera erfiða hluti og fara út fyrir þægindarammann. Svo, þegar maður er orðinn ákveðið góð- ur, fer endorfínið að flæða og maður upplifir sig ósigrandi. Það er ekki enn komið hjá mér en ég man eftir þessari tilfinn- ingu og ætla mér að upplifa hana aftur. Þetta gerist hægt en maður kemst alltaf nær henni við hvert hlaup.“ indiana@dv.is 22 Fólk 13. febrúar 2012 Mánudagur Sirrý berfætt í garðinum Fjölmiðlakonan vinsæla Sigríður Arnardóttir býr vel í Skerjafirðinum og svo virðist sem garðurinn hennar komi vel undan vetri ef marka má Facebook-síðu hennar. „Vor- tilfinning í dag. Fór berfætt út í garð að gefa fuglunum (varð bæði blaut og köld en það var þess virði) og græn- kálið hefur lifað veturinn vel af. Kemur grænt og góm- sætt undan snjónum. Mjög skemmtilegt að borða græn- kál úr garðinum á þessum snjóþunga vetri. Og jarðar- berjaplönturnar hafa dreift vel úr sér og lofa góðu. Nátt- úran kemur stöðugt á óvart.“ Getur sleikt á sér olnbogann Lilja Katrín Gunnarsdótt- ir, ritstjóri Séð og Heyrt, er ákaflega gamansöm kona. Hún brá á leik á Facebook- síðu sinni nýverið þar sem hún sýndi fram á að hún gæti sleikt á sér olnbogann. Það væri fjörugt andrúmsloftið á vinnustöðum landsins ef all- ir yfirmenn tækju afslappað viðhorf Lilju Katrínar til fyrir- myndar. n Greta Salóme kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins Sigraði á heimavelli É g er í skýjunum,“ voru fyrstu viðbrögð Gretu Salóme Stefánsdóttur, sigurvegara í Söngva- keppni Sjónvarpsins á laugardag. Greta Salóme Stef- ánsdóttir kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hún átti tvö lög í úrslita- keppninni. Aðeins einn annar höfundur átti jafn mörg lög í keppninni en sjö lög kepptu til úrslita á laugardagskvöldið. Sigurlagið heitir Mundu eftir mér og var flutt af Gretu Salóme og Jóni Jósep Snæ- björnssyni, sem oftast er kall- aður Jónsi, auk bakradda- söngvara. Greta Salóme, sem er fiðluleikari, sló svo ræki- lega í gegn í flutningi lagsins en hún lék á fiðluna í miðju laginu. Söng á heimavelli í Hörpu Segja má að Greta Salóme hafi verið á heimavelli í Hörpu. Hún er fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands en hljóm- sveitin hefur aðsetur í húsinu. „Ég náttúrulega þekki þetta hús bara út frá Sinfóníunni og það er ótrúlegt að fá að gera þetta hérna í þessu glæsilega húsi. Samt voru þetta pínu ókannaðar slóðir,“ segir Greta aðspurð hvort hún hafi ekki verið á heimavelli. Jónsi er hins vegar viss um að reynsla Gretu hafi hjálpað þeim mikið. „Já, hún gerði það. Við þurftum að taka mjög snögga ákvörðun rétt áður en við fórum á svið og hún tók alveg svakalega góða ákvörðun byggða á reynslu sinni,“ segir Jónsi um hvernig reynsla Gretu skilaði sér í atriðinu. „Þetta er svolítið djúsí,“ segir hann aðspurður hvernig hafi verið að syngja í Hörpu en þetta var í fyrsta sinn sem hann stígur þar á svið. Bjuggust ekki við sigri „Ég bjóst ekki við því. Ég skal viðurkenna alveg eins og er að ég bjóst ekki við neinu,“ segir Jónsi. Aðspurð segist Greta heldur ekki hafa búist við sigri í keppninni. Mikill undirbún- ingur liggur á bak við lagið og flutning þess í keppninni og er ljóst að Greta Salóme mun leggja allt í sölurnar til að ná sem bestum árangri í Eurovisi- on-keppninni sjálfri. Hún sá sjálf um sviðsetningu á báðum lögunum sem hún var með í úrslitakeppninni. „Ég held að við ræðum það á næsta fundi,“ segir Greta um hvort hún hafi strax í huga ein- hverjar breytingar á laginu. Greta og Jónsi sungu lagið á íslensku en síðustu ár hefur það tíðkast að framlag Íslands í Eurovision sé flutt á ensku. Jónsi tekur í sama streng og Greta og segir að öll einbeiting þeirra hafi beinst að úrslita- kvöldi Söngvakeppninnar hér heima. Hafa ekki hugsað lengra Mikil umræða hefur verið undanfarið um hvort Ísland eigi að draga sig úr Eurovision vegna mannréttindabrota sem meðal annars samtökin Am- nesty International hafa bent á að séu framin við undirbúning keppninnar. Keppnin fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaíd- sjan í maí. Greta Salóme segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún sem lagahöfundur sigur- lagsins muni draga sig úr keppninni. „Nei, ég skal alveg segja það að ég er búin að leggja mig fram um að kynna mér ekki þessar fréttir vegna þess eins að ég hafði ákveðið að einbeita mér algjörlega að þessu kvöldi, Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem er algjör- lega óskylt Aserbaídsjan eins og er,“ útskýrir Greta. „Ég ákvað að hugsa ekki svona langt.“ Salurinn stútfullur Það var setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu þegar úrslit söngvakeppninnar fóru fram á laugardag. Skáluðu með keppendum Strákarnir sem fluttu lagið Hey skáluðu með öðrum keppendum þegar flutningi allra laganna var lokið. Eva María Eva María man eftir tilfinningunni sem góður hlaupari upplifir og vill gjarnan upplifa hana aftur. Sætur sigur Greta Salóme fagnaði innilega með félögum sínum sem fluttu lagið Mundu eftir mér með henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.