Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 9
I nnbrotið eyðilagði algjörlega fyrsta daginn okkar sem hjón,“ segir Lynsey Morris en Íslend- ingar hafa undanfarið kynnst sögu hennar og Ians, eigin- manns hennar, eftir að brotist var inn á heimili þeirra á meðan þau voru fjarverandi vegna eigin brúðkaups. Atvikið varð til þess að þau urðu að hætta við ferð til Íslands sem fyrir- huguð var dagana eftir brúðkaupið enda var vegabréfi Ians stolið. Þau fréttu fyrst af innbrotinu þeg- ar tengdafaðir Linsey vakti þau með símtali morguninn eftir brúðkaup- ið. „Eftir símtalið frá tengdapabba fórum við niður í morgunmat og þar var stór hluti brúðargesta frá degin- um áður að borða morgunmat. Þegar við komum niður fögnuðu þau okkur innilega.“ Hún segir einn gestanna hafa séð að ekki var allt í lagi. „Ég var í áfalli og hef líklega verið eitthvað föl því ég var spurð hvort ekki væri allt í lagi.“ „Þegar við komum heim þá brast ég í grát. Allir skartgripirnir mínir voru teknir. Þetta voru reyndar ekk- ert ofsalega dýrir skartgripir fyrir utan eitt úr frá Gucci sem ég átti,“ Linsey segist fyrst um sinn ekki hafa getað hætt að gráta. „Fyrsta degi hjónabandsins var eytt í símanum með tryggingafyrirtækjum og lög- reglu. Það er erfitt að lýsa áhrifunum sem þetta hefur á mann. Allt gerist þetta í miðju spennufalli eftir brúð- kaupið sem mikil spenna hafði ríkt fyrir vikurnar á undan.“ Linsey á níu ára dóttur sem heitir Amber, úr fyrra sambandi. Hún seg- ir dóttur sína óörugga eftir atvikið. Stúlkan hafi því verið upp í rúmi hjá þeim síðan þau giftu sig. „Dóttir mín hefur svo ekki treyst sér til að sofa í sínu herbergi. Hún hefur því ver- ið upp í rúmi hjá okkur alla hveiti- brauðsdagana sem er skiljanlegt. Hún er, þótt hún sé lítil, eins og kol- krabbi og dreifir úr sér um allt rúm. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað hún getur tekið mikið pláss,“ segir Linsey og hlær. Þjófarnir eyðilögðu hveitibrauðsdagana „Brúðkaupið sjálft var æðislegt og fjöldi fólks mætti bæði í athöfnina og veisluna um kvöldið,“ segi Linsey spurð út í brúðkaupið sjálft. Allt í allt voru um hundrað og þrjátíu gestir í veislunni um kvöldið. Fjölskyldur þeirra beggja gistu um nóttina á hót- elinu þar sem brúðkaupsveislan var haldin. Hún segir atvikið hafa haft mjög neikvæð áhrif á þær minningar sem þau hjónakornin muni eiga frá fyrstu viku hjónabandsins. „Ég veit að við fáum þessa daga ekki aftur og við því er ekkert að gera. Lögreglan benti okkur hins vegar á að fjölmiðlar gætu aðstoðað okkur við að finna hringinn aftur og þannig hófst fjölmiðlasirk- usinn sem endaði svo með því að við enduðum í íslenskum fjölmiðlum.“ „Litla stelpan sem var brúðarmey í brúðkaupinu okkar var veik þenn- an dag og ældi tvisvar á kjólinn sinn,“ segir Lynsey Morris. „Við vorum alveg óð að reyna að þrífa kjólinn í flýti, sem betur fer valdi ég vínrauðan kjól en ekki ljósan lit,“ segir Lynsey og hlær en bætir við að vegna þessara vandræða hafi þau gleymt hvað tímanum leið. Það varð svo til þess að hún og þær sem með henni voru yfirgáfu heimilið í flýti þannig að trúlofunar- hringurinn hennar gleymdist heima. Líklega sigtuð út „Lögreglan telur líklegt að ræningj- arnir hafi fylgst með okkur og sigtað okkur út,“ segir Linsey um innbrot- ið. Þannig telur lögreglan ljóst að innbrotsþjófarnir hafi haft vitneskju um að fjölskyldan og allir hennar vinir yrðu í burtu vegna brúðkaups- ins. „Þegar ég hugsa til þess hvað við sögðum mörgum að við ætluðum að vera burt þessa nótt. Maður hugs- ar ekkert út í svona hluti. Við vorum bara glöð yfir því að vera að gifta okk- ur og sögðum nágrönnum og kunn- ingjum jafnvel afgreiðslufólki í versl- unum,“ segir Linsey og bendir á að í bænum hennar sé mjög alengt að fólk spjalli við afgreiðslufólk og ná- granna um daginn og veginn. Í slík- um samtölum hafi væntanlegt brúð- kaup þeirra oftar en ekki borist í tal. Auk þess að spjalla um daginn og veginn þá sé skipulagning brúðkaups nokkur rekstur og þau hafi ráðið ým- ist fólk vegna þess sem hafi komið á heimili þeirra og vitað vel hvenær það yrði mannlaust. Aðspurð hvort það valdi þeim áhyggjum að vega- bréfi Ians hafi verið stolið en stuld- ur á persónuupplýsingum sem svo eru nýttar til lántöku og svika er stórt vandamál á Bretlandseyjum og víða erlendis. „Það er ekki margt sem bendir til þess að þeir hafi verið á höttunum eftir slíku. Minn passi var til dæmis í svefnherberginu en hann var lát- inn vera. Sama á við um bankakort sem lágu í skúffu sem var rótað í en skilin eftir. Það er líklega tilviljun að þeir tóku vegabréfið hans Ians enda var það í fartölvutöskunni hans.“ Þjófarnir enduðu með að fara á brott með skartgripi, tvær fartölvur og myndavélar, Xbox-leikjatölvu og yfir- hafnir af Ian. Fjölmiðlafár „Lögreglan handtók tvo aðila vegna málsins en þeim varð að sleppa vegna skorts á sönnunargögnum. Það var þá sem okkur var ráðlagt að fara í fjölmiðla og fá þá til að að- stoða okkur við leitina að trúlofunar- hringnum. Að auki höfum við farið til allra veðlánara í nágrenni við okkur.“ Linsey virðist ekki allt of bjartsýn á að finna hringinn aftur. „Okkur skilst að skartgripir séu oftar en ekki bræddir innan tveggja daga.“ Upphaflega fóru þau hjónin í við- tal við lítið bæjarblað, Yorkshire Post, sem reyndar er töluvert stærra en DV. „Það vatt svo upp á sig og við enduð- um í útvarpi, sjónvarpi og mörgum kvennablöðum auk þess að enda svo í íslenskum fjölmiðlum.“ Linsey seg- ir að þótt þau séu þakklát hafi fjöl- miðlafárið orðið of mikið. Því séu þau búin að hafna beiðni um fjölda viðtala. „Það var svo á föstudag sem við fengum símtal frá Iceland Ex- press. Talsmaður fyrirtækisins hafði þá lesið frétt af okkur í íslenskum fjölmiðlum. Að sjálfsögðu fór ég að gráta við tíðindin en það voru gleði- tár. Heil vika hafði farið í að setja nýtt öryggiskerfi, leita að hringnum og reyna að koma öllu aftur á strik.“ DV fjallaði fyrst íslenskra fjöl- miðla um málið, viðbrögð lesenda létu ekki á sér standa. Bað hennar efst í parísarhjóli „Ian fór niður á hné efst uppi á par- ísarhjóli í Liverpool um áramótin 2010 og 2011. Það er kannski betra að segja að Ian hafi gert tilraun til þess að fara á hnéð, enda ekki mikið pláss í vagninum,“ segir hún og hlær. „Mig var reyndar farið að gruna að eitthvað væri í vændum en átti ekki von á að hann væri búinn að kaupa hring og allt.“ Linsey segir fjölskyldu þeirra beggja hafa verið himinlifandi yfir fréttunum. Hún segir kynni þeirra varla telj- ast ást við fyrstu sýn. Þau hafi bæði tilheyrt sama vinahópi um tíma en bæði hafa verið í sambandi áður. „Þetta eru ekki alveg mest róman- tísku kynni í heiminum. Svo fór að samskiptin á milli okkur urðu að engu en fyrir þremur árum hittumst við aftur fyrir tilviljun á einhverjum klúbb rétt fyrir jól. Við tókum svo að spjalla saman á hverju kvöldi í heil- an mánuð áður en við loksins á jóla- dagskvöldi byrjuðum saman,“ segir Linsey og flissar þegar hún bætir við að það skemmi rómantíkina í sög- unni pínu að þau hafi bæði verið í sambandi fyrst þegar þau kynntust en sem betur fer hafi þau hist aftur og þá á lausu. Ísland eins og önnur pláneta „Við höfum séð myndir frá Íslandi og landið lítur út eins og það sé úr öðrum heimi. Eins og þetta sé önn- ur pláneta,“ segir Linsey aðspurð hvers vegna þau hafi valið Ísland sem áfangastað í brúðkaupsferð sinni. Að eigin sögn eru þau hjóna- korn ekki mikið fyrir að liggja við sundlaugarbakkann og gera ekk- ert í fríum. „Bæði höfum við gaman að útiveru og að skoða okkur um og kynnast menningu. Reykjavík virk- ar virkilega spennandi borg og við þekkjum engan sem hefur farið til Íslands. Það er þess vegna sem við ákváðum að skella okkur.“ Hjónin eru væntanleg til landsins á næst- unni. Langar meira að koma en áður „Ef okkur langaði að koma til Ís- lands áður þá er það alveg ljóst að okkur langar miklu meira að koma til landsins núna. Á viðbrögðunum að dæma er augljóst að þar er mik- ið af góðu fólki.“ Hún segir ótrúlegt að hugsa til þess að um tvö hundr- uð manns hafi látið sér líka við ten- gil við fréttina af gjafaferð þeirra á Fa- cebook-síðu Icelandic Express. „Það er svo gott að vita til þess að fólki sem ekki þekkir mann nokkuð og býr jafnvel í öðru landi skuli vera svo umhugað um mann. Það togar mann niður á jörðina eftir áfallið og fær mann til að átta sig á því hvað mikið er til af góðu fólki.“ Þess má geta að fjöldi fólks hefur boðist til að gefa þeim hjónum fría gistingu, skemmtiferðir og jafnvel ókeypis sætabrauð. „Við erum al- veg í skýjunum yfir þessu öllu. Við fengum símtal frá flugfélaginu þar sem okkur var sagt að það rigndi yfir þau tilboðum um gjafir. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en þau hjá flugfélaginu ætluðu að senda okkur tölvupóst eftir helgi með öllum upp- lýsingum.“ n Fréttir 9Mánudagur 13. febrúar 2012 Þjófarnir eyðilögðu hveitibrauðsdagana n Ræningjarnir fylgdust með þeim n Langar meira til Íslands en áður Linsey og Ian Morris Stuttu eftir brúðkaupsathöfnina um það leiti sem innbrotsþjófarnir létu greipar sópa um íbúð þeirra.„Ef okkur langaði að koma til Íslands áður þá er það alveg ljóst að okkur langar miklu meira að koma til landsins núna. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.