Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 9
Aðventan 9Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012 Gylltir tónar allsráðandi K ristínu líst allra best á línu MAC í ár. „MAC slær í gegn ár eftir ár með jólalínunni sinni og hún er með þeim flottari í ár og ekki skemmir að umbúðirnar eru æðislegar. Það sem einkennir jólalínurnar í ár er „elegance“. Þetta árið er haldið áfram í þessum búrgúndartónum, ýmsir tónar af brúnum og hinn fallegi og klassíski plómulitur sem við kynntumst í haust. Gull og silf­ ur er sígilt og fær að laumast með í línunum. Ég er einstaklega hrifin af augnskuggapallettu frá Clarins með þessum litum. Rauður vara­ litur í hinum ýmsu tónum er líka alltaf klassískur á þessum árstíma, Chanel er einmitt með einn slíkan vínrauðan í sinni jólalínu ásamt ljósum kinnalit sem er algjörlega fullkomið fyrir aðfangadagskvöld.“ Minna er meira Kristín ráðleggur konum allra helst að notast við minni farða en meiri. „Fyrst og síðast að vera samkvæmar sjálfum sér, ekki detta í glimmer krukkuna. Yfir bláhá­ tíðarnar myndi ég hafa „less is more“ í forgrunni – vera elegant – frísklegt útlit, eyeliner, kremaðar mildir tónar í kinnar eða falleg skygging í brúnum tónum. Á aðfangadagskvöld myndi passa að vera með einhverja lekk­ era förðun; eyeline og dökkur vara­ litur og léttur krem kinnalitur er alltaf sparilegt og hátíðlegt án þess að vera of mikið. Ég er persónulega ekki mikið fyrir glimmer og sérstaklega ekki í seinni tíð en ef stemming er fyrir smá glimmeri og glitri sérstaklega á gamlárskvöld er farfi frábær lausn og fallegt að nota með öðr­ um augnskuggum, ég myndi veðja á fallegt „smokey“ það kvöldið og þá er skemmtilegt að poppa það aðeins upp með smá farfa og létt gloss eða mildur varalitur passar vel við það.“ Ekki velja augnskugga í stíl við kjólinn Kristín segist aðspurð helst mæla gegn því að velja augnskugga í sama lit og jólakjóllinn. „Ef ég á að nefna eitthvað, þá hefur mér aldrei líkað það þegar konur velja sér augnskugga í stíl við kjólinn – blár kjóll og blár augnskuggi er aldrei í lagi. Konur ættu frekar að nýta sér ráðleggingar hjá sérfræðingum í verslununum um hvað hentar þeirra útliti og þeirra stíl. Einnig að nýta sér það sem merkin bjóða upp á núna, fallegar litapallettur sem eru eigulegar og hafa oft mikið notagildi.“ „Ekki detta í glimmerkrukkuna“ Kristín Edda Óskarsdóttir Tíminn til að leyfa sér glamúr og dramatík Fríða María Harðardóttir F ríða María segir förðunar­ tískuna fjölbreytta fyrir jólin. „Það eru nokkuð margar línur áberandi í förðunarlínum fyr­ ir jólin. Það er mikil gylling á augum, jafnvel með skarpri augnlínu í anda sjötta áratugarins, varirnar í djúpum rauðum og rauðbrúnum eða vínrauðum tónum og jafnvel mattar og húðin létt glansandi og með smá bronsi. Þá sjáum við líka stemningu frá þriðja og fjórða áratug síðustu ald­ ar þar sem notast er við gráa en milda augnskugga, fínlega málaðar boga­ dregnar augabrúnir og svo sterkar varir, aftur í rauðu og rauðbrúnu, stundum með gljáa. Postulíns­ áferð á húð. Þá eru líka mjög áber­ andi pastellitir á augum með afger­ andi augnlínu, mildum bleikum eða ferskjulituðum kinnum, ljóma í húð og annað hvort „nude“ eða björtum bleikum eða appelsínugulum vörum þar sem við finnum fyrir áhrifum frá sjöunda og áttunda áratugnum í bland við þann sjötta. Og síðast en ekki síst sjáum við poppaða sterka liti á augum, eins og bláa, græna og gula, yfirleitt samt bara einn „solid“ lit, svolítið í anda áttunda og níunda áratugarins, þar sem varir eru líka sterkar í appelsínurauðum eða köld­ um og sterkum bleikum eða drama­ tískari útgáfan þar sem varir eru dimmar og húðin föl. Allt finnst mér þetta skemmtilegt og spennandi á sinn hátt.“ Spáið í stílinn Þegar kemur að hátíðarförðun finnst Fríðu Maríu gaman að því að leika sér með svolítinn glamúr. „En gott er að hafa í huga að einfalda svolítið niður, það er ef varir eru sterkar getur verið fallegt að nota ljósa liti á augun, leggja svo kannski áherslu á þau með fallegri augnlínu og dramatískum augnhárum. Eða að vera með sterkan lit á augum, passa þá að hafa auga­ brúnir mjög mildar og svo geta varir verið ljósar, en það getur líka verið hressandi að vera með sterkar varir á móti, en þá er stílhreinast að hafa mjög milda kinnaliti og ljósa húð og það þarf að vanda vel litavalið. Til dæmis heitir litir á móti köldum og þess háttar. Þá er líka gaman að vera með til dæmis matta augnförðun og „glossy“ varir eða „metallic“ augn­ förðun á móti frekar möttum vörum. Gaman að spá svolítið í stíl en ekki að troða á sig hinu og þessu í bland án umhugsunar. Þetta er algjörlega tím­ inn til að leyfa sér svolítinn glamúr og dramatík.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.