Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 16
16 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað E lín Guðný Hlöðvers- dóttir hefur alltaf verið mikið jólabarn, enda er hún alin upp í fjölskyldu sem legg- ur mikið upp úr jólahaldi. Elín segir að móðir sín hafi iðulega verið búin að skreyta í byrjun nóvem- ber og lagt mikið upp úr því að gera jólin sérstök og sjálf hefur hún haldið í fjöl- skylduhefðirnar. Elín málar postulín í hverri viku, en mamma hennar heldur postu- línsnámskeið. Amma Elínar lærði að mála á postulín í Danmörku og kenndi svo listina heima á Íslandi í fjölda mörg ár. Mamma Elínar tók svo við fyrir um 13 árum. Elín úti- lokar ekki að hún muni svo taka við af móður sinni þegar sá tími kemur, enda virðist listin renna í blóðinu. Elín málar jólamyndir á postu- lín allt árið um kring og á nú tólf manna matar- og kaffistell ásamt könnum, skálum, fötum, plöttum og fleiru. Er þetta annað jólamatar- stellið sem hún hefur málað en hið fyrra gaf hún tengdamóður sinni. Jólapostulín fyrir baðherbergið Henni þykir mjög vænt um jóla- postulínið sitt og heldur mikið upp á það, mikið af því hefur hún málað sjálf en annað fengið í gjöf frá móð- ur sinni og ömmu. Elín er núna að mála jólapostu- lín fyrir baðherbergið og segist geta bætt endalaust við, hún taki bara eitt herbergi fyrir í einu, svo fer líka mikið af postulíninu sem hún málar í jólagjafir. Fyrir utan postulínið er heimil- ið mikið og fallega skreytt alls kyns jólaskrauti og jólaljósin skína inn um gluggana. Sæmundur, maður- inn hennar, tekur virkan þátt í jó- laundirbúningnum með henni og þykir gaman að, hann segist þó hafa vanist því að jólaundirbúningur sé bundinn við desember. Stórtækur Sörubakstur Elín er einnig liðtæk í eldhúsinu, enda rekur hún veisluþjónustuna Fröken Elín, og hitti hún postulíns- hópinn sinn í eldhúsi veisluþjón- ustunnar eina helgina fyrir jól. Saman bakaði hópurinn 3.000 Sörur fyrir jólin og skipti á milli sín. Atvinnumaður í jólaskreytingu n Búin að skreyta og kaupa jólagjafir H anna Heiður Bjarnadóttir hefur einstaklega gaman af jólaundirbúningnum. Þegar DV kíkti í heimsókn um miðjan nóvember var heim- ilið þegar skreytt með ljósum, greni, styttum og fleiru. Þá var jólatréð komið í fullan hátíðar- skrúða inni í stofu og jólasokkar héngu við arininn. „Ég nenni ekki að standa í einhverju stressi um jólin. Ég vil miklu frekar byrjar snemma og dunda mér við jólaundirbún- inginn í rólegheitum.“ Hanna segist til dæmis vera búin að kaupa allar jólagjafirnar í ár en að hún ætli ekki að pakka þeim öllum inn í einum rykk, heldur dunda sér við að pakka inn einni og einni gjöf. Foreldrarnir uppteknir um jólin Hanna segist alltaf hafa verið svona mikið jólabarn. Þar sem foreldrar hennar voru í verslunarrekstri þegar hún var ung voru þau mjög upptekin fyrir jólin og kom það í hlut Hönnu sem barn og ungling- ur að skreyta heimilið. Hún segist reyndar enn sjá um að skreyta fyrir jólin hjá mömmu sinni. Fjölskylda hennar var lengi með túristabúð og sá Hanna um að kaupa inn jólavörurnar sem seldar voru í henni. „Það var engin áhersla lögð á jólavörur í búðinni en ég fékk að kaupa inn alls kyns jólahluti. Svo á endan- um var þetta orðið svo fyndið, að desembermánuður var orðinn mesti sölumánuðurinn hjá okkur í stað sumarmánaðanna eins og venjan er með túristabúðir.“ McDonald‘s á aðfangadag Hanna segist ekki vera mjög föst í hefðum fyrir jólin fyrir utan ákveðnar venjur eins og aðventu- kransagerð og heimsókn í kirkju- garðinn. Hefur hún líka haldið jól í Noregi, Bandaríkjunum og einu sinni í Trínidad og Tóbagó, þar sem þeim bauðst að eyða jólum hjá skólabróður mannsins henn- ar. Þá fékk hún McDonald‘s-mál- tíð á aðfangadag sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið, en að öðru leyti hafi jólahaldið þar verið mjög flott þótt það væri ólíkt ís- lenskum venjum. „Það verður svo mikill samhug- ur í öllum og það er svo æðislegt. 80.000 perlur í einu jólaskrauti n Hilmar perlaði risavaxinn jólasvein M argrét Hrönn Ægisdóttir er mjög dugleg við að gera heimagert jólaskraut. Notast hún mikið við gömlu góðu plast- perlurnar til að töfra fram jólafígúrur og margt fleira. Margrét segir að smáperlur séu í miklu uppáhaldi hjá sér þessa dagana og úr þeim geri hún ofur- smáa og skemmti- lega jólakaraktera til að hengja á grein- ar. En það er ekki allt jólaskrautið smátt í sniðum á heimilinu því Margrét perlaði heilt jólaþorp fyrir nokkrum árum, sem hún er enn að vinna í að bæta og stækka. Margrét segist nota föndrið til þess að slaka á og dund- ar sér við að perla þegar hún á lausa stund, því henni finnst það svo róandi. Vakti lukku Hilmar, maður- inn hennar, er að sama skapi stór- tækur þegar kemur að jólaföndrinu en hann perl- aði risavax- inn jólasvein sem hangir við innganginn hjá þeim. Að sögn Mar- grétar byrj- aði þetta allt í fyrra, þegar Hilmar perl- aði höfuðið af Coca Cola- jólasveinin- um og hengdi fram. Hann vakti svo mikla lukku hjá nágrönnunum að þeir fóru að sýna gestum sínum verkið. Hilmar ákvað því að gera enn betur í ár og perlaði jólasvein sem er um 160 sentimetrar á hæð. Í hann fóru um 80.000 perlur. Þó er ekki allt jólaskrautið á heimilinu úr perlum, Margrét er einstaklega mikil föndurkona og hefur gert lampaskerma, heimagert baðsalt, ilmandi jólakrukkur og fleira, sumt fyrir heimilið og ann- að til að gefa um jólin. Þá finnst henni skemmtilegast í jólaundir- búningnum að pakka inn gjöfunum og gerir stóra drottningarpakka eins og hún kallar þá. Stundum býr hún til heil- ar skreytingar á pakkana og sankar hún að sér pakkaskrauti, blómum og þess háttar allt árið fyrir jólaskreytingarnar. Föndra saman Margrét segist alltaf hafa verið mikið jólabarn en að hún hafi ekki föndrað svona mikið fyrir jólin eins og hún gerir í dag, það hafi aukist eftir að hún kynntist Hilmari og segir hún að hann sé jafn mikill föndrari í sér og hún. Margrét hefur haldið jól bæði á Spáni og í Bandaríkjunum og er á því að hún vilji halda jól á Íslandi, það sé best. Draumurinn er að fara eitthvert árið upp í sumarbústað svona tíu dögum fyrir jól, með góð- an skammt af föndurdóti og eyða jólunum þar í afslöppun og koma ekki heim fyrr en í janúar. Málar jólamyndir á postulín allt árið n 3.000 Sörur bakaðar fyrir jólin Heimagert Margréti og Hilmari finnst skemmtilegt að föndra eigið jólaskraut. Þau hjónin hafa gaman af því að perla. Gaman að jólaundir- búningnum Jólatréð komið í hátíðarskrúðann. Hanna Heiður er mikið jólabarn. MynDir SiGtryGGur ari Sterkar hefðir Elín Guðný er alin upp við sterkar jólahefðir og leggur mikið upp úr því að halda þær hátíðlegar. MynDir eyþór árnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.