Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 20
20 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað I nga Elsa Bergþórsdóttir og eig- inmaður hennar Gísli Egill hafa lengi haft brennandi áhuga á mat og matargerð og við- að að sér víðtækri þekkingu og reynslu. Í huga þeirra á matseld að vera ánægjuleg, í fyrra gáfu þau út veglega matreiðslubók, Góður matur – gott líf, þar sem áherslan var lögð á að samþætta matargerð tómstundum. Í ár ganga þau skref- inu lengra og deila með lesend- um sínum góðu leyndarmáli. Með því að nota ofninn til eldunar fæst nefnilega enn meiri tími með fjöl- skyldunni og í nýrri bók, Eldað í ofn- inum heima, gefa þau fjölmargar ólíkar og skemmtilegar uppskriftir. Eins og í fyrri bókinni nýta hjónin árstíðabundin hráefni eins og hægt er. Hráefni sem þau rækta sjálf eða finna í umhverfi sínu. Þannig segjast þau auka gæðin í matnum. „Það er afslöppuð matargerð sem fer fram í ofni,“ segir Inga Elsa um eldamennskuna. „Helstu kostirnir eru þeir að á meðan maturinn eld- ast er hægt að slaka á og við notum sjálf ofninn mikið og finnst hann þægilegt eldunartæki.“ Hollustan verður meiri að sögn Ingu Elsu enda minni þörf á að nota olíu eða fitu við matargerðina. Hún mælir með því að nota steypta potta. „Við notum mikið steypta potta. Þeir eru svolítið þungir en ofsalega þægi- legir í langeldun. Við höfum líka verið að baka brauð í svona pottum og það reynist afar vel.“ Inga Elsa segir fyrir mestu að nota gott hráefni. „Hráefnin þurfa ekki að vera dýr til þess að útbúa góðan mat, þau þurfa einfaldlega að vera góð.“ Þau hjón gefa lesendum DV upp- skrift að ítölsku góðgæti – „panett- one“ – sem er gjarnan borðað yfir hátíðarnar og sómir sér vel á veislu- borðinu. kristjana@dv.is Afslöppuð og holl matargerð n Inga Elsa og Gísli Egill kunna að njóta lífsins Panettone fyrir 8–10 manns Panettone er ítalskt bakkelsi sem er gjarnan borðað í kring- um jólahátíðina. Það er bakað með rúsínum, sítrusberki og stundum súkkulaðibitum. Samkvæmt hefðinni er panett- one bakað úr súrdeigi. Þeir sem eru byrjaðir að feta sig inn á súrdeigsbrautina ættu endilega að nota það að hluta til eða öllu leyti í brauðið. Í grunninn er þessi uppskrift ekki svo ólík uppskriftinni að franska sætabrauðinu „brioche“, nema hvað varð- ar minna magn af eggjum og smjöri og það franska er ekki bakað úr súrdeigi. Þegar panett- one er bakað úr súrdeigi lengist geymslutími þess heilmikið og má geyma það með góðu móti í allt að þrjár vikur vel innpökkuðu. Af- ganginn af brauðinu er gott að nýta í brauðbúðing en þá er það skorið niður í litla bita og raðað í eldfast mót. Smávegis af berjum, svo sem hindberjum eða jarðarberjum, eða hlaupi og sultu er sett á milli bit- anna og „crème anglaise“ (vanillu- krem) hellt yfir. Búðingurinn er síðan bakaður við 180˚C í 20–25 mínútur. Panettone sómir sér vel á veisluborðinu. Gott er að sáldra smávegis af flórsykri yfir brauðið. 4 msk. volg mjólk 2½ tsk. ger 50 gr sykur 420 gr prótínríkt hveiti ½ tsk. salt 125 gr rúsínur Fínrifinn börkur af tveimur appelsínum og tveimur sítrónum 100 gr smjör, mjúkt 3 stór egg, léttþeytt 1 msk. smjör, brætt til penslunar Smyrjið hátt kökumót sem tekur að minnsta kosti 1,5 lítra. Hitið mjólkina upp í u.þ.b. 37˚C. Blandið gerinu ásamt einni msk. af sykri saman við og látið standa í 10 mínútur. Setjið hveitið í stóra skál ásamt afganginum af sykrin- um, salti, rúsínum og sítrusberki. Hnoðið smjörið saman við. Þeytið egg og gerblöndu saman og hellið yfir hveitið. Hrærið og hnoðið þar til deigið verður mjúkt. Bætið við meiri mjólk eða hveiti ef þarf. Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Það ætti að taka 60 mínútur. Hnoðið deigið þá aftur og setjið í kökumótið. Leggið plastfilmu lauslega yfir deigið og látið það hefast aftur í 60 mínútur. Hitið ofn- inn í 190˚C. Penslið deigið með bræddu smjöri. Bakið brauðið í 40 mínútur, eða þar til það er orðið gullin brúnt. Gott er að leggja ál- pappír lauslega yfir mótið á með- an brauðið bakast til að yfirborðið dökkni ekki of mikið. Til viðbótar: Í staðinn fyrir rúsínurnar er hægt að nota 100 gr af grófsöxuðu 56% súkkulaði. Fallegt góðgæti „Það er afslöppuð matargerð sem fer fram í ofni Nægur tími til afslöppunar Inga Elsa og Gísli Egill slógu í gegn fyrir síðustu jól með bók sinni Góður matur – gott líf. Nú kynna þau fyrir Íslendingum leið til að njóta lífsins enn frekar með því að elda mat í ofni. myNd sigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.