Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 22
22 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Þ að er fátt jafn jólalegt og að föndra eitthvað falleg. Um þessar mundir er kerta­ föndur sérstaklega vinsælt. Föndurbúðir keppast við að selja lím og pappír til að fólk geti skreytt venjuleg kubbakerti sem fást á mörgum stöðum. Það tekur lítinn tíma og er mjög einfalt að föndra eitt fallegt jólakerti með mynd að eigin vali til að skreyta heimilið um há­ tíðarnar. Límið er aðalatriðið Til að föndra jólakerti þarftu í fyrsta lagi kerti. Kertið þarf að vera dá­ lítið stórt og er fínt að vera búinn að kaupa pappírinn sem nota skal til að líma á kertið og hafa til hliðsjón­ ar. Kertin fást víða en þau fást með­ al annars í IKEA, í matvöruverslun­ um og búðum á borð við Tiger og Söstrene Grene. Pappírinn getur þú valið út frá því sem hentar þínu kerti best en sniðugt er að pappírinn sé keyptur í föndurbúð því þar er meira úrval af hentugum pappír sem kertið á auð­ velt með að lýsa upp og í gegnum. Áferð og þykkt pappírsins getur skipt miklu máli þegar kemur að útliti myndarinnar og hvernig lýsing kem­ ur frá kertinu. Aðalmálið er hins vegar límið. Passa þarf að límið sé ekki eldfimt af því að ætlunin er jú að kveikja á kertinu. Ekki fást sömu leiðbein­ ingar í föndurbúðum landsins um hvaða lím er best. Hver og einn þarf því að fara í sína uppáhaldsföndur­ búð og fá leiðsögn um hvaða lím er vinsælast eða best. Límið kemur líka í mismunandi stórum einingum og er því gott að hafa í huga hversu mörg kerti á að föndra þegar límið er keypt. Gott að nota svampbursta Áður en þú límir myndina á kertið er gott að máta hana við kertið. Oft þarf að klippa myndina til þannig að hún passi á kertið. Gaman getur líka verið að rífa myndina til, það gefur kertinu skemmtilegt og heimilis­ legt útlit. Þegar kemur að því að líma myndina á kertið leggurðu myndina á hvolf á borð og makar líminu á. Frábært ráð er að nota svampbursta eða pensil til þess að maka líminu sem jafnast. Að því loknu leggurðu kertið á pappírinn og rúllar kertinu þannig að myndin vefst utan um það. Gott er að hafa í huga að loft­ bólur geta myndast undir papp­ írnum. Til að koma í veg fyrir það er best að fara rólega í að rúlla myndinni utan um kertið. Til að festa myndina alveg getur líka verið gott að doppa líminu með svamp­ burstanum eða penslinum framan á myndina. Hvít þoka getur mynd­ ast þá á kertinu en hana má strjúka í burt með fingrunum. Veldu fallegustu myndina Hægt er að nota eiginlega hvaða mynd sem er á kertin ef þau eru til heimilisnota. Google getur ver­ ið besti vinur þinn þegar þú ert að leita að jólalegum og falleg­ um myndum. Það er líka ekkert sem kemur í veg fyrir að þú notir þínar eigin myndir. Fallega mynd af gæludýrinu eða teikningu eft­ ir barnið þitt eða einhvern annan í fjölskyldunni. Vinsælt er að nota svarthvítar myndir og hafa dýra­ myndir verið mikið notaðar. Eins hafa myndir af snævi þöktum görð­ um og skógum notið vinsælda ef marka má bloggsíður íslenskra föndrara. Ef þú hefur aðgang að laser­ prentara er langbest að nota hann til að prenta myndirnar á papp­ írinn. Þá geturðu makað líminu á pappírinn án þess að hafa áhyggjur af því að blekið renni til. Mikilvægt er að leyfa kertinu að standa í nokkra klukkutíma, jafnvel heilan sólarhring, á meðan límið er að þorna, áður en kveikt er á því. adalsteinn@dv.is Gerðu þitt eigið jólakerti n Veldu fallega mynd sem lýsist upp n Auðvelt ef þú ert með rétta límið Hlýlegt Kerti með þinni eigin mynd gerir heimilið hlýlegt og jólalegt. Myndir Erna Hrund HErMannsdóttir svampbursti eða pensill Gott er að nota svampbursta eða pensil til að maka líminu á myndina. Þannig nærðu jafnri dreifingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.