Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 4
4 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Jól hinna efnaminni n Hver Íslendingur eyðir 43.000 í jólainnkaup n DV skoðar hvernig má komast af með minna H vort sem þú ert mjög trúuð manneskja eða ekki, þá eru jólin rót- gróin hefð hjá íslensku þjóðinni, enda hefur einhvers konar jólahald verið á Íslandi frá upphafi byggðar. Þessi tími ljóss og friðar gleður okkur og hlýjar á myrkasta og kaldasta tíma ársins. Í hugum margra fylgir þó mikið jólastress á kostnað ánægjunnar, ekki síst vegna erfiðra fjárhagsað- stæðna. Samkvæmt saman- tekt Rannsóknaseturs versl- unarinnar er búist við að hver Íslendingur eyði um 43.000 krónum í jólainnkaupin. Margir hafa þó ekki þessa fjárhæð í handraðanum til að eyða um jólin. En það eru mörg ráð til að spara aurinn í jólaútgjöldum og svo lengi sem fólk man eftir að eyða tíma saman og gleðjast, þá verða jólin hátíðleg. Það er hugurinn sem gildir Það er auðvelt að eyða um efni fram í gjafir fyrir jólin. Verðlagið er hátt og maður vill gera vel við fjölskylduna og vini sem eiga það líka svo skilið. En fjárhagslegt and- virði gjafanna er ekki það sem jólin snúast um og það má gefa góðar gjafir sem kosta ekki um of, enda er það hug- urinn sem gildir. Heimabakstur og loforð Fyrir bókaunnandann má finna góða bók á fornbókasölu eða nytja- markaði, bækur eru alltaf jafn góð- ar, hvort sem þær koma í plasti eður ei. Ungt par með lítil börn myndi gleðjast yfir að fá popp, kók og ávís- un á pössun svo þau komist í bíó. Eins er gott ráð að gefa heilum fjöl- skyldum sameiginlega gjöf í stað þess að gefa hverjum og einum. Heimalöguð sulta, kex, smákökur ásamt súkkulaði og kerti er gjöf sem öll fjölskyldan getur notið saman á jóladagsmorgni. Það sama á við um góðan geisladisk eða spilastokk og heimalagað konfekt og fleira í þeim dúr. Ljóð og prjónaskapur Pör geta líka sparað í jólaútgjöld- um með því að setja sér hámark eða ákveðið að hafa gjafirnar heima- tilbúnar. Heimagerð ljóðabók eða handprjónaður trefill gleðja meira en margt keypt í búð því gjafirnar sýna tímann og umhyggjuna sem fóru í þær. Ein stór gjöf Stórfjölskyldur og vinahópar geta tekið sig saman og ákveðið að hver og einn gefi aðeins eina gjöf. Þá eru öll nöfnin sett í pott og hver dregur nafn þess sem hann mun gefa jólagjöf það árið. Þetta getur orðið að bráðskemmtilegri hefð, þar sem hægt er að leggja mikið upp úr hugsuninni á bak við gjöfina ár hvert. Það er gott ráð að fara vel yfir lista þeirra sem þú gefur gjafir, stundum er þar fólk sem þú hefur ekki lengur mikið samband við en gefur alltaf gjöf af gömlum vana. Þá er upplagt að færa viðkomandi yfir á jólakortalistann og skrifa honum fallega jólakveðju í staðinn. Til að komast hjá vandræðalegum að- stæðum er best að láta viðkomandi vita af þessu fyrir jólin og líklegt er að hún sýni þessu fullan skilning og verði að sama skapi fegin að minnka einnig útgjöldin sín. Góðverk eru góð verk En það er hægt að gleðja fólk á fleiri vegu en með peningum. Þótt hver og einn ætti að sjálfsögðu að leggja sig fram um að gera góðverk allt árið um kring þá er sérstaklega mikilvægt að muna eftir þeim á þessum tíma ársins. Góðgerðastofnanir eru með margt til sölu, jólakort, pappír og margt fleira en það má leggja sitt af mörkum án þess að það kosti nokkuð. Það er einnig góðverk að bjóðast til að fara í búð fyrir gömlu kon- una á efri hæðinni, moka stéttina fyrir fótafúinn frænda eða einfaldlega að skafa líka af bílnum við hliðina á þínum eftir snjóbyl. Það er ótrú- legt hvað það er hægt að gleðja marga með einföldum verkum sem kosta mann ekkert nema tíma og ekki sakar að finna sjálfur fyrir gleðinni sem fylgir því að láta gott af sér leiða. Hjálpaðu til Það er staðreynd að mörg heim- ili þurfa að reiða sig á aðstoð frá hjálpar samtökum á borð við Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofn- un kirkjunnar og Heimilishjálp. Ef þú átt eitthvað aflögu um jólin þá taka þessar stofnanir á móti allri hjálp fegins hendi. Starfsmenn fyrirtækja hafa undanfarin ár í auknum mæli tekið sig saman og afþakkað jólagjafir frá vinnu- veitanda og óskað eftir því að andvirðið renni til hjálpar- stofnana. Margt smátt gerir eitt stórt og þegar allir leggja sitt af mörkum tryggir það að gleðileg jól verði haldin á sem flestum heimilum landsins. Gleðin verður að minningum Fljótlegasta og besta leiðin til að komast í alvöru jólaskap en einfaldlega sú að vera góður við náungann og að eyða tíma með þeim sem þér þykir vænt um. Það er næsta víst að börn- in munu halda í minninguna um daginn sem öll fjölskyldan skellti sér út á snjóþotu eða í snjó- kast og endaði hlæjandi við eldhús- borðið með heitt kakó mun lengur en hversu margir legókubbar hafi komið upp úr jólapökkunum. Ragnhildur Lára Finnsdóttir „Fyrir bókaunnandann má finna góða bók á fornbókasölu Jólakveðjur Fallega skrifaðar jólakveðjur koma í stað gjafa. Gleðin er mikilvægust Búðu til góðar og gleðirík-ar minningar, þannig verða jólin góð. Heimagert Heimalöguð sulta og heimabakað kex slær alltaf í gegn. Dregið upp úr potti Stórfjölskyldur og vinahópar geta tekið sig saman og ákveðið að hver og einn gefi aðeins eina gjöf. Þá eru öll nöfnin sett í pott og hver dregur nafn þess sem hann mun gefa jólagjöf það árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.