Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 6
6 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Skemmtilegir jólamarkaðir n Allir finna eitthvað við sitt hæfi Jólaþorpið 10 ára n Jólaþorpið í Hafnarfirði var reist í tíunda skiptið á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar á dögunum. Það reis fyrst árið 2003 og er fyrir löngu orðið ómissandi þáttur í jólahátíð Hafn­ firðinga og raunar margra annarra landsmanna. Þorpið samanstendur af fagur­ lega skreyttum jólahúsum þar sem boðið er upp á handverk, hönnun, heimabakaðar kökur, heimagerð jólakort, konfekt, sultur og ann­ að góðgæti, handmáluð kerti, jóla­ kúlur, myndlist, skartgripi og að sjálf­ sögðu kakó og bakkelsi. Fjölbreytt skemmtidagskrá er á Jólasviðinu alla opnunardaga. Jólaþorpið er opið allar helgar til jóla frá klukkan 13­ 18, auk þess verður opið til 22.00 á Þorláksmessu en þá verða hugljúfir jólatónleikar um kvöldið. Friðsælt og fallegt n Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni verður opnaður laugardaginn 1. des­ ember næstkomandi og verð­ ur opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11 til 16. Þar verður boðið upp á mik­ ið úrval af íslensku hand­ verki og hönnun í söluskúr­ um. Á hverjum markaðsdegi er kveikt upp í eldstæðinu á Hlaðinu og harmónikku­ sveitir leika nokkur lög. Auk har mónikkusveita hafa kór­ ar boðað komu sína og von er á trúbadorum. Í Gamla salnum svokallaða verður hópur handverksfólks með vörur sín­ ar og þar verður boðið upp á nýbak­ aðar vöfflur og kakó. Og í Rjóðrinu, sem er trjálundur rétt við Elliðavatns­ bæinn, verður hægt að setjast á bekki í kringum logandi varðeld. Jólamark­ aðurinn á Elliðavatni er dásamlegur staður til að losna við ys og þys borg­ arinnar um stund og finna réttu jólastemninguna í friðsælu og fallegu umhverfi. Það tekur aðeins 15 mín­ útur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk. Jólabærinn á Ingólfstorgi n Jólabærinn á Ingólfstorgi verður opnaður með pompi og prakt mið­ vikudaginn 12. desember næstkom­ andi, nánar tiltekið þann 12.12. 2012 klukkan 12.12. Viðburðadagskrá ligg­ ur ekki fyrir en síðast þegar jólabær­ inn var opnaður á Ingólfstorgi var svo sannarlega nóg um að vera. Þar gátu gestir keypt handunna og fallega gjafavöru frá mörgum af hæfileikarík­ ustu hönnuðum og handverksmönn­ um landsins. É g er vön að baka í sveitinni með mömmu. Hún er dug­ leg, bakar alltaf sex, sjö sortir, og ég aðstoða hana,“ segir Ugla Stefanía Jóns­ dóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna 78 og ritari Trans Íslands. Ugla Stefanía segir smáköku­ bakstur hluta af hennar jóla­ undirbúningi. „Það verða að vera jólakökur, þær búa til mikla stemmingu og eru stór hluti af undirbúningnum,“ segir hún og bætir við að hún sé mikið jólabarn. „Mér finnst jólin alltaf jafn skemmti leg og aðalsportið hjá mér er að skreyta jólatréð. Ég þarf alltaf að hafa yfirumsjón með því,“ segir Ugla sem býr í borginni en dvelur alltaf í sveitinni hjá for­ eldrum sínum yfir hátíðarnar. Aðspurð segist hún að sjálf­ sögðu líka borða smákökurn­ ar. „Er það ekki partur af jólun­ um, að vera alltaf að narta? Ég er voðalega spennt að komast í sveitina eftir að prófunum lýk­ ur. Ég ætla að láta eina sort duga hér í borginni en ætla svo að baka meira í sveitinni. Ef mamma verð­ ur búin þá heimta ég bara enn fleiri sortir.“ indiana@dv.is Engin jól án smákaka n Ugla Stefanía Jónsdóttir bakar alltaf með mömmu sinni í sveitinni„Mér finnst jólin alltaf jafn skemmtileg og aðal- sportið hjá mér er að skreyta jólatréð „Það verða að vera jóla- kökur, þær búa til mikla stemmingu Hluti af jólaundir- búningnum Ugla Stefanía bakaði súkkulaðibitakökur sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. mynd sigtryggur Ari Verum græn um jólin Við þurfum ekki að hætta að vera meðvituð um umhverfið um jólin því hægt er að kaupa jólapappír sem er umhverfisvænn. Sem dæmi má nefna pappír frá Guð­ jóni Ó. sem er prentaður báðum megin. Á annarri hliðinni skopp­ ar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikning­ um af fatnaði og minnir okkur á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík. Þessi pappír ber Svaninn og er því góður til endurvinnslu en benda má á að hefðbundinn pappír með metall­ itum, svo sem gyllingu eða silfur­ árferð er ekki hæfur til endur­ vinnslu. ELDHEIT ÍSLENSK HÖNNUN SVUNTA HANSKI HÚFA Í HANDSKREYTTUM GJAFAPOKA Útsölustaðir: Kokka - Dúka - Grillbúðin - Álafoss - 18 Rauðar Rósir - Þjóðminjasafnið - Dalía - Blómasmiðjan - Garðheimar - Hús handanna, Egilsstöðum - Pottar og Prik, Akureyri, Aðalbúðin, Siglufirði - Þröstur Ormsson, Ísafirði - Motivo, Selfossi - Hverablóm, Hveragerði - Póley, Vestmannaeyjum. Dreifing: Auntsdesign, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi - s. 618 - 3022 Kökur í krukku Hér er stórgóð hugmynd að jóla­ gjöf en fjölmargar útgáfur af henni eru á netinu, til dæmis á myrecipes.com. Hugmyndin er að setja í lögum hráefni í köku í krukkuna. Hún er svo skreytt og á fallegan miða eru leiðbein­ ingar um hvernig skuli baka hana. Súkkulaðibita kökur Uglu n 150 gr smjör (lint) n 165 gr sykur n 50 gr púðursykur n 1½ egg n 225 gr hveiti n 50 gr kókosmjöl n ¾ tsk. matarsódi n ¾ tsk. salt n 200 gr suðusúkkulaði (bitar og spæni) n 1 tsk. vanilludropar Svo bara baka í 180°C í 10–12 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.