Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 10
10 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað
Tónlist á aðventunni
30. nóvember
21.00 Sigurður Guðmundsson og Mem-
fismafían halda jólatónleika í Háskólabíói.
21.00 Útgáfutónleikar: Jussanam - Rio – Í
Fríkirkjunni í Reykjavík.
1. desember
16.00 Aðventuveisla er yfirskrift fjöl-
skyldutónleika með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og Gissuri Páli Gissurarsyni í
Menningarhúsinu Hofi.
17.00–21.00 Jólatónleikar Baggalúts í
Háskólabíói. Upplýsingar um fleiri tónleika
Baggalúts er að finna á midi.is.
20.00 Jólin okkar. Heimilislegir jólatónleik-
ar í Eldborgarsal Hörpu. Tónlistarstjóri er
Jón Ólafsson.
17.00 og 20.00 Söngfjelagid syngur inn
jólin í Langholtskirkju.
20.00 Steed Lord og Legend: Krummi og
Svala Björgvins munu leiða hljómsveitir
sínar saman og halda veglega tónleika á
Gamla Gauknum.
16.00 Nýstárlegur jólaköttur með bjartsýni
og brosi, Kvennakór Reykjavíkur flytur sína
árlegu aðventutónleika í Fella- og Hóla-
kirkju. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu
Þorbergs og af því tilefni flytur kórinn
glænýjar, kröftugar og framandi útsetn-
ingar Vilbergs Viggóssonar á tónsmíðum
Ingibjargar: Jólakötturinn, Með bjartsýni
og brosi og Þú varst þar. Auk þessa verður
Gloria eftir Vivaldi flutt, ásamt fjörugum
og ljúfum jólasöngvum. Sigríður Thorlacius
syngur einsöng með kórnum.
2. desember
16.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur jólatón-
leika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir bera
yfirskriftina Jólaswing.
4. desember
20.00 Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar í
Menningarhúsinu Hofi.
12.00 Ingveldur Ýr flytur jólalög og aríur á
hádegistónleikum í Hafnarborg.
5. desember
21.00 Jólatónleikar Borgardætra á Café
Rósenberg.
5. og 6. desember
19.30 Aðventutónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands. Óratórían Messías eftir
Handel verður flutt í Eldborgarsal í Hörpu.
7. desember
20.30 Stórtónleikar GRM í Salnum Kópa-
vogi.
8. desember
15.00, 19.00, 22.30 Frostrósir í Eldborgar-
sal Hörpu.
21.00 Pascal Pinon verður með útgáfutón-
leika í Fríkirkjunni í Reykjavík.
9. desember
16.00, 20.00 Frostrósir halda tónleika í
Eldborgarsal Hörpu.
12. desember
19.30 Aðventutónleikar KK og Ellenar í
Menningarhúsinu Hofi.
13. desember
19.30 Aðventutónleikar KK og Ellenar í
Menningarhúsinu Hofi.
15. desember
15.00, 19.00, 22.30 Frostrósir í Menningar-
húsinu Hofi.
16. desember
14.00 Jólatónleikar Sinfóníunnar verða
haldnir í Eldborgarsal Hörpu.
19.–22. desember
21.00 Kammerhópurinn Camerarctica
heldur sína árlegu kertaljósatónleika í
fjórum kirkjum: Hafnarfjarðakirkju 19. des.,
Kópavogskirkju, 20. des., Garðakirkju 21.
des. og Dómkirkjunni 22. des.
19. desember
20.00 Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu.
21. desember
20.30 Þorláksmessutónleikar Bubba
Morthens í Menningarhúsinu Hofi.
20.00 Útgáfutónleikar Hjaltalín í Gamla
Bíói vegna plötunnar Enter 4.
20.00 Frostrósir Klassík. Sérstakir hátíðar-
tónleikar Frostrósa í Eldborgarsal Hörpu.
23. desember
22.00 Afmælistónleikar Bubba Morthens í
Eldborgarsal Hörpu.
29. og 30. desember
17.00 Mótettukór Hallgrímskirkju flytur
jólaóratóríuna eftir J.S. Bach í Eldborgarsal
Hörpu.
Leikhús og dans
á aðventunni
26. desember
Frumsýning á Macbeth Hið kynngimagn-
aða og blóðuga verk skáldjöfursins mikla,
um metorðagirndina og hryllinginn sem hún
getur leitt þá út í sem verða þrælar hennar.
Á nýjan leik glímir hinn margverðlaunaði
leikstjóri Benedict Andrews við Shake-
speare á íslensku leiksviði.
29. desember
Mýs og menn frumsýnt Mýs og menn er
eitt af helstu meistaraverkum bandarískra
bókmennta og birtist hér í nýrri sviðsetn-
ingu. Þessi saga frá krepputímum þriðja ára-
tugarins er löngu orðin sígild. Leikstjórinn
Jón Páll Eyjólfsson heldur um taumana.
Jóladagatal
Norræna hússins
Jóladagatal Norræna hússins er orðið að
spennandi og ómissandi hefð á jólunum.
Jóladagatalið er gjöf Norræna hússins til
gesta sinna og er ókeypis á allar uppá-
komurnar.
Hugmyndin á bak við dagatalið er að bjóða
upp á öðruvísi dagskrá á aðventunni,
dagskrá sem fjallar ekki endilega um jólin.
Dagatalið er eins og gjöf í þeim skilningi
að gestir vita ekki hvað bíður þeirra á bak
við gluggann fyrr en jólabjöllunni er hringt
klukkan 12.34 og opnaður er dagatalsgluggi
dagsins. Gestir vita hverjir eru í dagatalinu
en ekki hvenær þeir taka þátt og fólk er
hvatt til þess að taka fagnandi á móti
óvissunni og kynnast þá jafnvel einhverju
nýju. Hvert atriði er um tuttugu mínútur að
lengd. Hugleikur Dagsson listamaður gerir
dagatalið í ár.
Aðventudagatal 2012
Jólaköttur Tónleikar til heiðurs Ingibjörgu Þorbergsdóttur í Fella- og Hólakirkju. Kvennakórinn flytur lög og Sigríður Thorlacius syngur einsöng.