Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 8
8 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Gylltir tónar allsráðandi J ólalínur stóru snyrti- vöruhúsanna eru sérlega glæsilegar í ár. Mest ber á gylltum tónum eins og vant er um há- tíðarnar en fjólublár litur er hins vegar vafa- laust tískuliturinn í ár. DV rýndi í úrvalið og fékk góð ráð frá förðunarfræðingunum Kristínu Eddu Óskarsdóttur og Fríðu Maríu Harðardóttur. kristjana@dv.is YSL Norðurljós Það er varla hægt að finna sér fegurri innblástur en skínandi norðurljós. Lloyd Simmon förðunarmeistari segist hafa rifjað upp æskuminningar um litadýrð norðurljósanna. „Ég var heillaður af sterkum litunum á stjörnu- björtum næturhimni, grænum, miðnæturbláum og fjólubláum með slitri af perlumóður. Dior Glæsilegt jólaball Jólalínan frá Dior er í anda glæsilegra balla sem Dior hélt á fjórða og fimmta áratugnum þar sem konur mættu í síðkjólum og með dýrindis skart. Litir línurnar eru rauður og gylltur og glæsi leikinn er nútímalegur. Naglalakkið er til að mynda í perlutón sem er skemmtileg andstæða. Guerlain Leyndarmál og sönn ást Jólalína Guerla- in-snyrtivöru- hússins sækir fyrirmynd sína í ilm hússins, Liu. Liu er óður til kvenleika og sannrar ástar og fyrirmyndin er kvenhetja óperunnar Turandot eftir Puccini sem segir af ungum þræl sem vill frekar láta lífið en að gefa upp nafn eiganda síns, sem hún er ástfangin af. Chanel Klassík og gull Eclats du Soir de Chanel er nokkurs konar endurtúlkun förðunarmeistara snyrtihússins á klassískri línu Chanel, Rouge Noir, en hann hefur bætt í gylltum og bronsuðum tónum til hátíðarbrigða. Clarins Grískar gyðjur Jólalínan frá Clarins er kölluð Odyssey og sækir innblástur í grískar gyðjur. Gylltir og náttúrulegir litir og áferðarfalleg húð eru áherslur línunnar í ár. Ljóst og létt og svolítið sumar- leg lína á miðjum vetri. Esteé Lauder Nútímaleg og fersk Jólalína Estée Lauder er nútímaleg og fersk. Fjólubláir, bleikir og gylltir tónar eru í aðalhlut- verki. Dökk augnlína, fersk húð og bleikir eða brúnbleikir varalitir. Dökkfjólublátt naglalakk er stjarna línunnar og þá eru grænir og fjólubláir tónar í augnförðun glæsilegir. Hið svokallaða „smokey“ útlit er litríkara og fjólubláum og grænum tónum bætt fínlega við. MAC Fínar pjattrófur og syndsamlegar drósir Hátíðarlínur MAC-snyrtivöru- hússins eru Making Pretty og Guilty Pleasures, ólíkar en skemmtilegar línur. Í Making Pretty er að finna fágaða og háklassíska litatóna, kara- mellulitaða og brúnrauða liti. Útlit varanna er fínlegt og pjattrófulegt, skreytt með slaufum. Í Guilty Pleasures er áherslan á glit og sterka liti á augu en ljósari liti á varir. Austræn blæbrigði Söguhetja Turandot, Liu, er innblásturinn í jólalínu Guerlain sem sendi líka frá sér ilm í anda hennar. Óður til kvenleika Jólalína Guerlain er hádrama- tísk og falleg. Stjarnan í línunni Boréal Palette Polar Night – Púður Fegurð norðurljósanna Skærir litir næturhiminsins í línu YSL um jólin. „Ég var heillaður af sterkum litunum á stjörnu- björtum næturhimni. Bobbi Brown Leðurjakki og bleikt satín Bobbi Brown fékk innblástur sinn af svörtum mótorhjóla- leðurjakka og flík úr fínlegu bleiku satíni fyrir jólalínuna í ár. Línan hefur fengið nafnið kavíar og ostrur. Línan er samsett af fimm varasölvum, naglalakki og tvöföldum maskara. Útlitið er rokkað en fínlegt og mikil áhersla á fallega húð. Sanserað Shimmer Brick frá Bobbi Brown til að lýsa upp kinnbein. Rokkað en fínlegt Ljósar varir, sanseraðir augnskuggar og dökk augnaumgjörð hjá Bobbi Brown. Ólíkar línur Making Pretty og Guilty Pleasures frá MAC-snyrtivöruhúsinu eru skemmtilega ólíkar. Ljóst og létt Andi grískra gyðja svífur yfir vötnunum. Púður fyrir gyðjur Það verður varla há- tíðlegra púðrið. Gylltir tónarnir eru fínlegir og henta vel um vetur. Gerviaugnhár Perludropar og gylltir kristallar. Nútímaleg glæsigella Jólalínan er fáguð og nú- tímaleg í senn. Hátíðleg lína Línan frá Chanel er einstaklega hátíðleg. Varaliturinn vinsæll Ein vin- sælasta vara línunnar er dökkur, rauð- brúnn varalitur sem hefur selst upp hér á landi á nokkrum sölustöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.