Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 12
12 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Heimagert jólaskraut n Piparkökuform og fjölskyldumyndir Þ að er hægt að búa til fallegt og persónulegt jólaskraut með piparkökuformum, auk þess sem það er fljót­ legra að búa það til en að baka pipar kökurnar. Fjallað er um þetta á síðu Mörthu Stewart en þar má finna fjöldann allan af sniðugu heimagerðu jólaskrauti. Það sem þarf er ódýr álpipar­ kökuform og mynstraður papp­ ír eða jafnvel myndir af fjöl­ skyldumeðlimum og öðrum ástvinum. Klippið pappírinn eða myndirnar eftir útlínum kökufor­ manna og setjið lím á endana. Ýtið pappírnum á réttan stað og leyfið líminu að þorna. Þræðið borða eða þráð í gegnum kökuformið og bindið slaufu. Jólasýning Árbæjarsafns: Gömlu jólin beint í æð Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undan­ farin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 2. desem­ ber og verður dagskrá frá klukk­ an 13–17. Henni verður síðan haldið áfram sunnudaginn 9. desember og sunnudaginn 16. desember og stendur dagskráin þá einnig frá klukkan 13–17. Ungir sem aldnir geta haft gaman af að rölta milli húsanna og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um á hestvagni. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofu­ lofti er spunnið og prjónað. Þar er einnig jólatré vafið lyngi. Í Kornhúsinu fá börn og full­ orðnir að föndra, búa til músa­ stiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Garðastræti er sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kónga­ kerti í gamla daga. Í Hábæ verð­ ur hangikjötið komið í pottinn og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti en í stofunni er sýndur útskurður. Í Efstabæ er jólaundirbúningurinn kominn á fullan skrið og skatan komin í pottinn. Jólahald heldra fólks við upphaf síðustu aldar er sýnt í Suðurgötu 7. Í Listmunahorn­ inu verður sýnt þjóðlegt hand­ verk og Krambúðin verður með kramarhús, konfekt og ýmsan jólavarning til sölu. Dillonshús býður upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt með­ læti. Dansað er í kringum jóla­ tréð á torginu kl. 15 og eru gestir hvattir til að taka þátt. Jólasvein­ ar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið hrekkj­ óttir og stríðnir að vanda og taka þeir þátt í dansi kringum jóla­ tréð. Bestu jólamyndirnar n Góðar myndir gera jólin betri n Tíu bestu jólamyndir Rotten Tomatoes Miracle on 34th Street (1947) Aðalhlutverk: Maureen O‘Hara, Edmund Gwenn, John Payne. Jólasveinninn þarf að sanna tilvist sína þegar markaðsmenn fá gervijólasvein til starfa inni í verslunarmiðstöð. Hugljúf og æðisleg mynd sem fær alla til að fella tár. Þeir sem vilja ekki horfa á svarthvít- ar myndir geta leigt endurgerð frá árinu 1997. Einkunn: 97% Stalag 17 (1953) Aðalhlutverk: William Holden, Don Taylor, Otto Preminger. Líklega sú jólamynd sem fæstir hafa séð og vita að sé til enda orðin vel yfir hálfrar aldar gömul. Þessi svarta kómedía gerist í þýskum fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um hóp af mönnum sem eru svo sannarlega engar hetjur. Mynd sem kemur á óvart. Einkunn: 96% Die Hard (1988) Aðalhlutverk: Bruce Willis, Bonnie Bedelia, Alan Rickman. Einhver albesta jólamyndin, alla vega fyrir strákana. Fyrsta myndin um lögreglumann- inn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur. Einkunn: 94% It‘s a Wonderful Life (1946) Aðalhlutverk: James Stewart, Donna Reed, Lionel Barrymore. Gullfalleg hátíðamynd sem kemur öllum í gírinn. Vissulega fjallar hún í grunninn um góðhjartaðan mann sem ætlar sér að fremja sjálfsvíg en þá kemur elskulegi jólaengillinn og sýnir honum hvernig heimurinn væri án mannsins. Sannar- lega frábært líf. Einkunn: 92% Trading Places (1983) Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Ralph Bellamy. Ótrúlega fyndin mynd og Eddie Murphy í dúndurstuði. Fyrir þá sem ekki vita fjallar myndin um snobbaðan fjárfesti og blekkingameistara af götunni sem þurfa að skipta um hlutverk vegna veðmáls tveggja milljarðamæringa. Vægast sagt fyndin ræma. Einkunn: 91% Lethal Weapon (1987) Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Gary Busey Önnur fyrir strákana. Fyrsta myndin um félagana Riggs og Murtaugh og að margra mati sú besta. Gjörsamlega geðveik hasarlöggumynd af gamla skólanum sem enginn verður svikinn af. Svo er alltaf hægt að taka maraþon milli jóla og nýárs og horfa á allar fjórar myndirnar. Einkunn: 90% A Christmas Tale (2008) Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Mathieu Amalric, Melvil Poupaud. Áhugavert en nokkuð alvarlegt fjölskyldudrama með góðu leikaraliði. Þessi jólin þarf Vuillard-fjölskyldan sem er nokkuð sérstök að hittast um jólin þegar pabbinn þarf á líffæragjöf að halda. Í jólapakkanum þessi jólin eru vandamál sem opnuð eru hægt og rólega. Einkunn: 89% A Christmas Story (1984) Aðalhlutverk: Peter Billingsley, Darren McGavin, Melinda Dillon. Þessi mynd er hugljúf og hlý en á sama tíma með svörtum húmor. Myndin fjallar um níu ára dreng, Ralphie, sem vill ekkert annað en rauða Ryder-byssu í jólagjöf og stofnar til herferðar svo foreldrarnir gefi honum eina slíka. Einkunn: 88% While You Were Sleeping (1995) Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Bill Pullman, Peter Gallagher. Lucy Moderatz á enga að en einn daginn munar minnstu að fjallmyndar- legur maður láti lífið á lestarteinum á brautarstöðinni þar sem hún vinnur. Hann fellur í dá og á meðan hann er í dái asnast hún til að segja fjölskyldu mannsins að hún sé unnusta hans. Hugljúf mynd með frábæru leikaraliði. Einkunn: 85% The Nightmare Before Christmas (1993) Aðalhlutverk: Danny Elfman, Chris Saran­ don, Catherine O‘Hara. Það á auðvitað ekki að tengja martraðir við jólahátíðina en þessi klassíska mynd hefur fyrir löngu sannað sig sem ómissandi hluti af jólunum. Þetta árið kemur hún endurgerð í þrívídd þannig að hægt er að njóta hennar alveg upp á nýtt. Einkunn: 97%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.