Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 18
18 Aðventan 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Unnsteinn Manuel söngvari Retro Stefson „Ég fæ jólagjöf, með Kötlu Maríu kemur mér alltaf í jólaskap.“ Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari „Jólasnjór, með systkinunum Elly Vilhjálms og Vilhjálmi.“ Óttar Norðfjörð rithöfundur „Ég hlakka svo til, með Svölu Björgvins. Þegar ég heyri það lag þá veit ég að jólin eru að koma.“ Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur „Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla, með Þremur á palli, er alltaf jólalegt og fallegt.“ Sigríður Beinteinsdóttir söngkona „Ó, helga nótt. Þetta lag er alltaf svo fallegt og hátíðlegt. Það má segja að það lag komi með jólin. Helga Möller söngkona „Það er lagið Jólaengill. Lagið er erlent en íslenska textann gerði Ómar Ragnarsson. Textinn er of­ boðslega fallegur og kemur mér alltaf í jólaskap.“ Heimagert jólakonfekt n Gerist ekki auðveldara n Skemmtilegar jólagjafir n Fyllingar að eigin vali V ið getum eflaust öll verið sammála um að gott jóla­ konfekt er alveg ómissandi um jólin. Og ekki spillir fyrir ef það er heimagert. Mörgum kann að vaxa í augum að útbúa sitt eigið konfekt, telja það allt of flókið og mikla fyrir höfn. En þannig þarf það alls ekki að vera. Það er hægt að útbúa mjög ljúffengt og fallegt konfekt sem er bæði ein­ falt og krefst lítillar fyrirhafnar. Fyrir utan hvað það er gaman að bjóða gestum og gangandi upp á heimagert konfekt, og borða það sjálfur, þá er helsti kosturinn ótví­ rætt sá að maður hefur algjörlega frjálsar hendur með innihaldið. Það leynast engir „vondir“ molar í kass­ anum með heimagerða konfektinu. Hjúpurinn utan um molana er að vísu yfirleitt frekar staðlaður en hægt er að leika sér mikið með fyllinguna – velja í hana allt upp­ áhaldssælgætið sitt, hnetur, möndl­ ur, marsípan og fleira sem hugur­ inn og bragðlaukarnir girnast. Hægt er að kaupa ýmiss konar skemmtileg sílikon konfektmola­ mót í flestum stærri stórmörkuðum og búsáhaldaverslunum. Mótin eru ekki nauðsynleg fyrir allar gerðir konfektmola en þau eru heppilegri fyrir mola með mjúkri fyllingu. Einfaldast er að gera konfekt­ mola úr hjúpsúkkulaði, sem hægt er að fá dökkt, ljóst og hvítt í ýms­ um tegundum. Fyrsta skrefið er að bræða hjúpsúkkulaðið og hella yfir sílikon mótin. Súkkulaðinu er síðan hellt úr mótunum þannig að einungis þunnt lag verði eftir í þeim. Svo eru mótin kæld þangað til súkkulaðið harðnar, en það tek­ ur ekki nema 5 til 10 mínútur. Þegar súkkulaðið er orðið hart er hægt að setja fyllinguna inn í molana, en þeim er svo lokað með því að hella hjúpsúkkulaði aftur yfir mótin. Gott er að hrista mótin vel með súkkulað­ inu í til að koma í veg fyrir að loft­ bólur myndist í molunum. Síðan er súkkulaðið skafið af og mótin kæld á nýjan leik – nú í 10 til 20 mínútur, eða þangað til súkkulaðið er orðið hart. Að endingu eru molarnir los­ aðir úr mótunum, en það er mjög einfalt verk. Tilvalið er að setja konfektmol­ ana í litlar fallegar öskjur og gefa sem jólagjafir. Svona lagar þú konfekt: n 100 gr Pipp karamellusúkkulaði n 60 gr rjómi n 75 gr grófsaxaðar tamari ristaðar möndlur Aðferð: Bræðið karamellusúkkulaðið í potti eða örbylgjuofni. Sjóðið rjómann og hellið honum varlega yfir súkkulaði- bræðinginn í smáskömmtum. Kælið. Uppskrift að fyllingu (Þarf ekki að setja í sílikonmót) n 30 gr kasjúhnetur n 30 gr möndlur n 30 gr heslihnetur n 200 gr marsípan Aðferð: Ristið bæði möndlur og hnetur í 5 til 10 mínútur í bakaraofni. Látið kólna og myljið niður með kökukefli eða í matvinnsluvél. Hnoðið svo saman við marsípanið og kælið. Mótið að vild eftir kælinguna og dýfið í hjúpsúkkulaðið. „Einfaldast er að gera konfekt- mola úr hjúpsúkkulaði, sem hægt er að fá dökkt, ljóst og hvítt í ýmsum tegundum Molar úr móti Þessir molar eru fylltir með mjúkri fyllingu. Marsípanmoli Það þarf ekki sílikonmót til að gera svona mola. Steypt í mót Súkkulaðinu er hellt yfir mótin og svo hellt aftur af. Fylling Þegar súkkulaðið er orðið hart er hægt að setja fyllinguna í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.