Listin að lifa - 01.06.2013, Side 6

Listin að lifa - 01.06.2013, Side 6
LEB vinnur að mörgum verkefnum í þágu eldri borgara Ágrip úr starfi Landssambands eldri borgara árið 2012 Árið 2012 var tileinkað öldruðum í Evrópu og 1. október var ákveðinn alþjóðadagur aldraðra. Einkunnarorð ársins voru aukin virkni, bætt heilsa og hreyfing aldraðra og aukin sanv skipti milli kynslóða. Markmið ársins hafði því óneitanlega áhrif á starfsemi LEB, sem gerði ýmislegt til þess að vekja athygli á málefnum aldraðra. Árið var opnað með stórri ráðstefnu þann 15.mars sem við höfðum frunv kvæði að og haldin var í samstarfi við Oldrunarráð Islands og Velferðarráðu- neytið. Síðan héldum við fund með menntamálaráðherra um að hún beitti sér fyrir því að grunnskólar byðu öldruðum í heimsókn þann 1. október og einnig að hvetja Simenntunarmið- stöðvar í landinu til að auka framboð á námskeiðum ekki síst í tölvufærni sem sérstaklega væru ætluð öldruðum. Jafnframt hvöttum við okkar aðildar- félög til að heimsækja skóla þennan dag. Var mikil og góð þátttaka í þessu verkefni um allt land. Þá stóð LEB að vorfundi NSK sem eru samtök félaga eldri borgara á Norðurlöndunum og var hann haldinn í Hveragerði í maí. Þann 1. maí tókum við þátt í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík og héldum á kröfuspjöldum urn bætt kjör. 1 nóvember héldum við svo ráðstefnu um kjaramál eldri borgara á Hótel Icelandair Natura og þar voru 8 frummælendur með ýmsan fróð- leik um kjör og stöðu aldraðra. Þá eru ótaldar margar ráðstefnur og málþing um málefni aldraðra sem haldnar voru af öðrurn aðilum, og við tókum þátt í og var ég oftar en ekki frummælandi á þeim ráðstefnum, og/eða sat fyrir svörum. Held það hafi verið um 12 ráð- stefnur eða fundir sem ég tók þátt í á árinu að einhverju leyti. Einnig hef ég skrifað nokkrar blaðagreinar um hags- munamál aldraðra, sem birst hafa í blöðum og tímaritum og á netinu. Auk þess hef ég mætt í viðtöl í fjölmiðlum urn ýmis hagsmunamál okkar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB Formannafundur LEB var haldinn 13. mars í Reykjavík og bauð FEB í Reykjavík alla aðstöðu við fundinn. Þar fór fram kynning TR á núgildandi bótaflokkum. Fundurinn var sóttur af urn 40 formönnum og tókst prýðilega, þrátt fyrir forföll vegna flensusýkinga. Kjaramálin eru alltaf stór mál hjá stjórn LEB og kjaramálanefndinni sem hefur sent frá sér ýmsar ályktanir. Eg og/eða Haukur Ingibergsson höfurn setið rnarga fundi á árinu í starfshópi um endurskoðun almannatrygginga og þar náðist á s.l. hausti samstaða um tillögu sem fól í sér sameiningu bóta- flokka og að minnka tekjutengingar í tryggingakerfinu, sem í dag eru hrein fátæktargildra. Skyldi það gert í áföng- um á 4 árum, en þá væri framfærslu- uppbótin orðin sameinuð ellilífeyri og skerðingarmörkin hefðu lækkað úr 100% í 45% Starfshópurinn skilaði þessari tillögu af sér til velferðarráð- herra í byrjun október og var þá ekki annað vitað en að tillagan kæmi fram í frumvarpi á Alþingi fyrir jól, en það varð ekki. Fyrir frumvarpinu var svo mælt á Alþingi 7. mars s.l. og þar með er ljóst að það verður ekki að lögum i vor. Við erum verulega ósátt við þennan drátt sem orðið hefur. Hefði það fengið framgang mundi það bæta kjör aldraðra verulega á næstu árum, sérstaklega þeirra sem hafa einhverjar tekjur úr lífeyrissjóði. I dag er sá sem hefur 73.000 kr. úr lífeyrissjóði ekkert betur settur en sá sem hefur einungis bætur TR. Jafnframt höfurn við lagt þunga áherslu á að þær skerðingar sem settar voru á grunnlífeyri 2009 verði afturkallaðar. Mörg Þingmál eru send til okkar sem við þurfum að fjalla um og senda frá okkur umsögn um til nefnda Alþingis. Þær umsagnir má sjá í fundargerðum LEB sem alltaf eru settar á heimasíðu okkar á netinu. Við höfurn líka samstarf við Tryggingarstofnun með sameigin- legum fundum. Þó nokkur vinna hefur farið á árinu 2012 í nefndarstörf við fyrirhugaðan flutning málefna aldr- aðra frá ríki til sveitarfélaga sem fyrir- hugað er 2015. Þar leggjum við áherslu á að farið sé varlega og það fjármagn fáist sem sveitarfélögin telja sig þurfa, endurskoðun laga um málefni aldraðra fari fram í tengslum við flutninginn, þjónusta við aldraða verði samræmd á landsvísu og heimaþjónustan aukin. LEB hefur í gegnum árin ályktað um að þjónustan sé færð til sveitarfélaga og sýnir reynsla þeirra sveitarfélaga sem hafa tekið alla þjónustu við aldraða að sér síðustu ár sem tilraunaverkefni, að það gefur góða raun og er almenn ánægja með það. Frá síðasta landsfundi höfum við verið að bæta heimasíðuna, þannig að nú koma fundargerðir og aðrar tilkynn- ingar reglulega inn á heimasíðuna, wwwdeb.is Þar er því hægt að fylgjast með öllu því markverðasta í starfi LEB, ef fólk hefur aðgang að tölvu. Það þarf líka að hvetja eldri borgara til að tileinka sér tölvufærni, því það eykur verulega lífsgæði þeirra að geta nýtt sér þær upplýsingar sem þar má finna bæði til gagns og gamans. Og allir geta lært svo lengi sem lifir. Listin að lifa kom út tvisvar á s.l. ári og blaðið fáið þið ókeypis heirn til ykk- ar. Þar er efnisval afar fjölbreytt, bæði 6

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.