Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 12
Eldra fólk og velferðartækni
Tækifæri í þjónustu og nýjar samskiptaleiðir
Á síðustu árum hefur á vettvangi nor-
ræns samstarfs verið umræða og vinna
með þróun hugmynda um áhrif tölvu-
tækni, upplýsinga- og samfélagsmiðla,
á vinnuaðferðir í þjónustu við ýmsa
hópa velferðarþjónustunnar á Norður-
löndum. Þar er t.d. horft til áhrifa
tækniþróunar innan heilbrigðisþjón-
ustu (hátækni-sjúkrahús), áhrifa tækni
á úrræði fyrir fatlað fólk, áhrifa tækni-
legrar þróunar á kennsluaðferðir fyrir
börn og einnig áhrif á stjórnsýsluna
og rafræn samskipti. Stór þáttur í vel-
ferðartækni snýr svo að eldra fólki og
öldrunarþjónustu.
Velferðartækni (velfærds-teknologi)
er nýlegt hugtak. Skilgreining þess er
nokkuð ólík eftir því hve víð eða þröng
hún er. Víðari skilgreiningin vísar til
tækni sem sérstaklega gagnast notand-
anum við að sækja sér eða nýta velferðar-
þjónustu og er til þess fallin að viðhalda
eða auka lífsgæði hans. Hér undir getur
fallið margháttuð nútímatækni, allt frá
gleraugum eða heyrnartækjum til fjar-
stýringa á fullkomnum vélbúnaði, hug-
búnaður, hjálpartæki, öryggisbúnaður
eða myndsamtöl í gegnum netið.
Almennt er viðurkennt að nauðsyn-
legt sé að leita nýrra leiða i velferðar-
þjónustunni vegna hækkandi lífaldurs,
fjölgunar eldra fólks og fækkandi yngri
skattgreiðendum. Hingað til hefur um-
ræða um öldrunarþjónustu á Norður-
löndum fremur einkennst af upp-
hrópunum og kröfum um þrjú sömu
atriðin. Það vanti - fleira starfsfólk -
meira fjármagn - fleiri stofnanarými.
Ein af afleiðingunum svo einhæfrar
framsetningar er minna horft á innra
starf, nýja möguleika og þróunarstarf.
Sem dæmi má nefna að ef einstak-
lingur á öldrunarstofnun dettur og er
liggjandi í einhverja stund, þá er dæmi-
gert viðbragð og umræða um það atvik
með fókus á skort á starfsfólki, pen-
ingaskort og hvað aldraðir eru miklu
veikari en áður.
Einmitt þar liggur lokun umræð-
unnar, því þessi úrræði eru takmörkuð.
Skortur er og verður á vinnuafli og
þörfin fyrir meira fé er víðar í velferðar-
Halldór S. Guðmundsson
framkvæmdastjóri OA og
lektor við félagsráðgjafardeild Hl
kerfinu. Meira fé til öldrunarþjónustu
myndi kalla á aukna skatta eða skerð-
ingar hjá öðrum og er því ekki nærtæk
lausn heldur til þess fallin til að drepa
úrlausnum á dreif. Því verður að leita
nýrra leiða og skoða lausnarmiðaðri
nálgun í ofangreindu dæmi, sem væri
t.d. að ræða þörfina á hreyfi- eða fall-
skynjurum.
Samtal eða heimsókn ?
Skjásímar og dagbækur, samskipti og
áminningar um lyfjatöku eða viðburði
Innleiðing á aukinni tækni og tækni-
legum lausnum í þjónustu við eldra
fólk, bæði heima og á stofnunum, er
og verður næsta stóra skrefið í þróun
öldrunarþjónustunnar. Slik þróun
skapar ávinning fyrir alla, notandann,
samfélagið, aðstandendur og atvinnu-
lífið. Markmið velferðartækni í öldr-
unarþjónustu á að vera aukin gæði
þjónustunnar, aukið sjálfstæði og lífs-
gæði notandans og aukin hagkvæmni.
Þróunarverkefni á Akureyri
Oldrunarheimili Akureyrar (ÖA)
ákváðu í byrjun árs 2013 að setja vel-
ferðartækni sérstaklega á dagskrá, huga
að nýjum möguleikum og setja af stað
tilrauna- og þróunarverkefni innan
heimilanna. Rekja má ákvörðunina til
tillagna vinnuhóps um viðhorf til öldr-
unarþjónustunnar á Akureyri, Eden-
hugmyndafræðinnar og ráðstefnu um
velferðartækni sem undirritaður hafði
sótt.
Fyrsti áfangi verkefnisins er að setja
upp þráðlaust net, upplýsingaskjái um
viðburði og fréttir, kaupa spjaldtölvur
á heimilin, styrkja upplýsingamiðlun í
gegnum heimasíðu og samfélagsmiðla
og nota upplýsinga-og tölvutækni
sem hluta af úrræðum og tilboðum í
félagsstarfi og virknihvetjandi starfi
fyrir íbúa. Fyrsti áfangi verður unnin á
tveimur af fimm heimilum (deildum).
Sem dæmi mun viðburðum, matseðli,
tilkynningum og öðru slíku efni miðl-
að til íbúa, aðstandenda og starfsfólks
í gegnum vefinn og mun það birtast á
tölvum og sjónvörpum í sameiginlegu
rými. Aðstandendur munu jafnvel
eiga kost á að gera slíkt í gegnum eigin
tölvur, Fésbókarsíðu ÖA eða síma með
viðbótum (apps). Þá munu íbúar hafa
aðgang að spjaldtölvum og fartölvum
til nota við blaðalestur, spil eða töfl
eða álíka sem er þeim til tómstunda
eða virkni. Einn þáttur í því er að nota
leikjatölvur til að spila golf, tennis og
fleiri hreyfileiki. Áformað er t.d. að
nýta tölvur og upptökur/YouTube fyrir
morgunleikfimi og í hópastarfi með
íbúum. Þá er á döfinni samstarf við
framhaldsskólanemendur um tölvu-
kennslu fyrir íbúa og starfsfólk.
Mikilsverð vídd í velferðartækni
á ÖA er að nota tæknina til að auka
samskipti milli íbúa og aðstandenda og
draga þannig úr hindrum vegna fjar-
lægða. Slíkt er auðvelt að gera í gegn-
12