Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 15

Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 15
Mikilvægt skref stigið í samskiptum stjórnvalda og Landssambands eldri borgara: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formað- ur Landssambands eldri borgara undir- ritaði hinn 26. febrúar samning LEB við Velferðarráðuneytið um starfsemi Landssambands eldri borgara. Samn- ingurinn er mikilvægt skref í að styrkja samskipti stjórnvalda og Landssanv bands eldri borgara, marka fyrirkomu- lag samstarfsins og styrkja stöðu LEB og eldri borgara gagnvart stjórnvöldum. Með samningnum gera stjórnvöld sem verkkaupi í fyrsta sinn samning við LEB sem verksala sem vinnur að til- teknum viðfangsefnum. I öðru lagi er samið um það fjármagn sem stjórnvöld greiða LEB fyrir að sinna viðfangsefn- unum. I þriðja lagi miðar samningur- inn að langtíma samstarfi, er í upphafi til tveggja ára, 2013 og 2014, og franv lengist síðan ár frá ári. Það fyrirkomu- lag kemur í stað þess að áður, eftir mikil fundarhöld og bréfaskriftir, fékk LEB fjárveitingu frá Alþingi af fjárlög- um hvers árs sem hvorki var samnings- bundin, tók til sérstakra viðfangsefna eða var beintengd þeim stjórnvöldum Haukur Ingibergsson sem fóru með málefni aldraðra. 1 fjórða lagi skapar samningurinn vett- vang til þróunar samstarfsins þar sem ákvæði er um að samningurinn skuli endurskoðaður árlega og hvor aðili geti óskað eftir að einstök ákvæði samtv ingsins eða samningurinn í heild verði tekinn til endurskoðunar enda séu færð fyrir því efnisleg rök. Markmið samningsins er að styrkja LEB til að sinna hlutverki sinu sem heildarsamtök aldraðra á Islandi, vinna að hagsmunamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagtv vart stjórnvöldum. Þrjú viðfangsefni eru tiltekin sérstaklega til að mæta markmiðum samningsins. í fyrsta lagi að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. I öðru lagi að veita stjórnvöldum umsagnir um lagafrum- vörp og reglugerðir eftir því sem við á. I þriðja lagi að miðla upplýsingum og fræðslu til aðildarfélaga, meðal annars með útgáfu tímaritsins Listin að lifa og rekstri heimasíðu. Með þessum samningi hefur LEB tek- ist, undir farsælli forystu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, ásamt ötulli vinnu stjórnarmanna í LEB að koma sanv skiptum við stjórnvöld vegna málefna aldraðra á nýtt stig. Hlutverk LEB gagtv vart ráðuneytinu hefúr verið formlega skilgreint, samskiptaleiðir LEB og ráðu- neytisins markaðar og meiri festa sköpuð í fjármálum LEB. Eitt mikilvægasta verk- efni LEB á næstu árum verður að sækja fram á grundvelli þeirra tækifæra sem samningurinn skapar. Vel heppnað átaktil að brúa kynslóðabilið Félag eldri borgara á Suðurnesjum Félag eldri borgara á Suðurnesjum var tilnefnt til samfélagsverðlauna af Fréttablaðinu fyrir árið 2013. Viður- kenningin var í flokki „Frá kynslóð til kynslóðar" fyrir frumkvæði félags- ins í samstarfi við nemendur í grunn- skóla á Suðurnesjum sem nefnt var „Ævintýrið“. Yfirskrift verkefnisins var að stuðla að því að kynslóðirnar starfi saman með virðingu hver fyrir annarri og brúa þannig bilið á milli þeirra. Árið 2012 var Evrópuár aldraðra og var fyrsti október 2012 nefndur dagur aldraðra i Evrópu. Af þessu tilefni beitti Landssamband eldri borgara sér fyrir því að auka samstarf milli eldri borgara og grunnskólanemenda. Verk- efnið á Suðurnesjum byggðist á gagn- kvæmum heimsóknum og samvinnu eldri og yngri kynslóða. Eldri borgarar leiðbeindu t.a.m. nemendum í grunn- skólum á svæðinu við lestur með góð- um árangri. I bréfi sem Félag eldri borgara á Suðurnesjum ritaði í september í fyrra var leitað eftir samstarfi við skólayfir- völd og nemendaráð. Þar sagði að til- gangurinn væri gagnkvæmar heim- sóknir í skóla og félagsheimili félagsins til að efla skilning á högum ungra sem aldinna. „Þessar heimsóknir gætu leitt til frekara samstarfs við nemendur sem allir hefðu gagn og gaman að. Við stefnum á að grunnskólar bjóði til sín í heimsókn fulltrúum aldraðra, ef til vill gömlum nemendum sínum til að rifja upp endurminningar sínar og sitji fyrir svörum nemenda, t.d. um eigin bernsku, skólagöngu og lífshætti áður fyrr. Eldri borgarar þurfa að geta fræðst um upplýsingatækni, internetið og annað sem í boði er. Nemendur hafa meiri þekkingu á þessari tækni en eldri borgarar,“ segir jafnframt í bréfi FEBS. Félag eldri borgara á Suðurnesjum hefur verið starfandi um árabil, en í það félag geta allir Suðurnesjamenn 60 ára og eldri gengið. Markmið félagsins er að huga að hagsmunum aldraðra, sinna tómstundum við hæfi og stuðla að góðum efri árum. Lögð er áhersla á að allir eldri borgarar á Suðurnesjum taki þátt og gerist félagar. Eyjólfur Ey- steinsson er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. 15

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.