Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 20

Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 20
Vísnaskrínið Grétar Snær Hjartarson tók saman Mosfellingurinn Lárus Pórðarson er góð- ur hagyrðingur. Hann gekk til altaris hjá sr. Jóni Þorsteinssyni. Prestur skammtar naumt í silfurstaupin svo nánast má ætla að gleymst hafi að þvo þau upp. Eftir alt- arisgönguna sneri Lárus sér að presti og allir héldu að hann væri að biðja honum blessunar Guðs fyrir sakramentið, en það sem Lárus sagði var þetta: Afar rýr er sérhver sopi svekktir þeir sem fá þetta. Pað er varla að detti dropi Drottinn ætti að sjá þetta, Lárus söng í kirkjukór Lágafells- sóknar. Hann hafði orð á því að lítil tilbreyting væri í að heyra alltaf sömu bænina flutta í lok hverrar messu. Hann var hvattur til að koma þá með nýja bæn - og ekki stóð á Lalla: Héðan aftur heim ég fer frá hugarvillu snúinn, Drottinn Guð ég þakka þér að þessi messa er búin. Lárus hefur gaman af því að láta vísur enda óvænt og margir höfðu flutt fjálg- legar ræður í fimmtugsafmæli Reynis Jónassonar þegar stóð Lárus upp og ávarpaði vin sinn þessum orðum: Ellimörkin eru að byrja æ þú nálgast Gullna-Hliðið, er þá kannski klúrt að spyrja hvort þú getir ennþá - stundað öll þín helstu áhugamál. Sigurður Jóhannsson fluttist frá Gils- brekku í Súgandafirði til Suðureyrar 1910. Hann gat auðveldlega kastað fram vísu og um sjálfan sig samdi hann einskonar heimslistarvísu Sigurðar. Ögn í staupi ætíð þigg, ef að mér er gefið, ögn ég reyki, ögn ég tygg, ögn ég tek í nefið. Það er eftirtektarvert hvað Súganda- fjörður hefur alið marga góða hagyrð- inga. A mannamótum var það gjarnan siður að spyrja spurninga sem svara þurfti með vísu. Þannig var gert á þorrablóti 1973. Spurningin var: „Hvernig myndir þú eyða deginum, ef heimsendir yrði á morgun?” Eðvarð Sturluson svaraði: Auðvitað mína aumu sál undirbyggi, sem gáfur leyfa. Sitja myndi hjá svanna við skál og sætleika lífsins með áfergju kneifa. Við annan tón kvað hjá Birki Frið- bertssyni: Ef ég þyrfti frá öllu að rjúka, ævinnar ganga lokastig, þá væri fátt sem lægi á að Ijúka, svo líklega mundi ég hvíla mig. Þá var einnig spurt. „Telur þú, að pill- ur og sprautur geti í framtíðinni orðið konum að gagni í stað karlmanna?” Þessu svaraði Sturla Olafsson þannig: Engu vil ég um það spá, ætla þó að vona, að ástarsælu endir á aldrei verði svona. Einhverju sinni á fundi var Eðvarð Sturluson spurður að því hvernig honum litist á tískuna í dag, en þá voru stuttu pilsin að koma í tísku. Eddi svaraði: Eg kvenfatatízkuna kynnti mér best, af kjólunum stuttu má ráða, að alltaf er meira og meira að sjá, sem mennina hvetur til dáða. Og einn góðan veðurdag verður það, að vefarar atvinnu týna, því laufblaðið kemur í kjólanna stað en hvað er þá eftir að sýna! I öllum rútuferðum er sungið kvæðið um hana Kötu, sem var með einfaldan giftingarhring. Jónas Árnason samdi limru um Kötu. Eg man enn kvöldið er Kötu ég mætti í sömu viku og ég við hana hætti. Með glæsihatt bláan gaf hún mér á hann. Pað var í ágúst að áliðnum slætti. Emil Raganar Hjartarson, kennari, leysti af nokkur sumur sem öryggis- vörður hjá Skýrr hf. Einhverju sinni fóru öryggisbjöllur í gang og mátti rekja þetta til rúðubrots- skynjara á salerni á fyrstu hæð. Þar hafði starfsmaður á kvöldvakt skellt setunni full harkalega svo skynjarinn nam þetta sem rúðubrot. Emil hringdi í starfsmannastjóra og greindi frá þessu. Stjórinn bað hann að senda sér þetta á innanhússpósti, hvað Emil gerði, en gat ekki að sér gert að bæta við eftir- skrift. Nær þú gengur í náðhús inn næði skal ríkja og friður, eins þá innifla afurðin að endingu dettur niður. Hávaða engan má heyra þar hark eða setuskelli þá væla þjófabjöllurnar, þærfara afstað í hvelli. Lárus Þórðarson, sem ég minntist á hér að framan, var að hlusta á ís- lenskuþátt á RUV þar sem fjallað var um hvernig kvenkynsnafnorð litu út í eignarfalli fleirtölu. Dæmi var tekið af orðunum kráka, byssa, hryssa o.fl. Lárusi varð þá að orði. Við gengum til gargandi krákna oggripum til hlaðinna byssna, er vorar með hlýviðri hlákna þá hlaupa oft folar til hryssna. Einn kórfélaginn í kirkjukór Lága- fellssóknar var nokkuð ölkær. Hann fór í afvötnun og þegar hann mætti svo á æfingu þar á eftir, var hann spurður um líðan sína. Hann hvaðst ekkert harma og ekki lengur þurfa afréttara að morgni til að slá á þynnkuna. Þá hraut út úr Lárusi, sem fyrr er nefndur Ekki harmar örlög sín okkar góði drengur, engin flaska, ekkert vín og engin þynnka lengur. Margnefndur Lárus gekk árlega á Hlöðufell meðan hann hafði styrk í fótum. Einhverju sinni sat hann þar í sumarblíðu, horfði hugfanginn á það sem fyrir augu bar og kvað: Við Hlöðufell ég hljóður sat í hlýrri sumartíð. Par ég Drottni þakkað gat þessa undrasmíð. Par var sungin messa merk, við mosa, ís og stein, Nu þurfti engan kór né klerk því kyrrðin söng þar ein. 20

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.