Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 29

Listin að lifa - 01.06.2013, Qupperneq 29
okkur í tugi ára. Opið hús höfum við nokkrum sinnum á vetri þar sem sam- an er tvinnað gamni og alvöru. Fyrir rúmu ári fengum við endur- bætta aðstöðu fyrir stjórnarfundi, sem við erum afar þakklát fyrir. Þá að- stöðu greiðir Hafnarfjarðarbær leigu fyrir okkur sem og allt húsnæði okkar í félagsmiðstöð okkar sem er um 700 fermetrar sem er í eigu Verkalýðs- félagsins Hlífar, en Hlíf hefur verið okkur mjög jákvæð í allri samvinnu. Félagsstarfið stærra en nokkru sinni Það má segja að starfsemin í Hraunseli sé að springa vegna fjölda þátttakenda í starfi okkar og verðum við að fara líta til annarrar félagsmið- stöðvar og þá á Vellina í Hafnarfirði á næstu mánuðum og árum. Félagið hefur látið til sín taka í mannlífinu á landsvísu og ekki verið alveg sátt við hvernig ríkisvaldið hefur haldið á málum eldri borgara á liðn- um árum vægt til orða tekið. Spurn- ingin er sú hvernig eldri borgarar eigi að koma sínurn málum enn frekar til urnræðu í þjóðfélaginu? Ekki höfum við verkfallsrétt svo hvað er þá til ráða? Það er táknrænt að í aðdraganda alþingiskosninga núna kornu mál- efni eldri borgara þessa lands ekki inn á topp tíu í skoðanakönnun hjá landsmönnum um helstu áherslumál landsmanna. Eiga ekki allir foreldra, ömmur og afa sem þjóðfélagsþegnar vilja allt hið besta á efri árum? Að mínu mati þurfa eldri borgarar að herða róðurinn og slípa baráttuvilj- ann til bættra kjara eldri borgurum til handa. Við þurfum að skerpa bar- áttuviljann og ekki vera feiminn við að segja hvað okkur býr í brjósti. Við eigum stærstan þátt í þessu þjóðfélagi sem við skilum til afkomenda okkar. Ellimóð Ég kaus nú bjartlýðræðis- framtíðarheim- ilisflokkinn! íþrótta- og heilsuhátíð! 2013 3LANDSMÓT UMFÍ 50 + 3.Landsmót UMFÍ50+ Vík í Mýrdal 7.-9. júní 2013 • Iþróttakeppni í fjölda greina • Allir 50 ára og eldri hafa keppnisrétt • Opnir hóptímar • Heilsufarsmælingar » Fræðsla um hollustu og heilbrigðan lífsstíl • Fritt á alla skemmtiviðburði • Nokkrar greinar opnar öllum aldurshópum • íþrótta- og heilsuhátíð fyrir fólk á besta aldr Nánari upplýsingar á www.landsmotumfi50.il 29

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.