Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Page 2
2 Fréttir 23. janúar 2013 Miðvikudagur Vill skrúfa fyrir klámið n Ögmundur vill kanna bann á geymslu á klámi og loka á dreifingu Ö gmundur Jónasson, innan­ ríkisráðherra, hefur falið refsiréttarnefnd að vinna að frumvarpi til breytinga á hegn­ ingarlögum í því skyni að spyrna við klámvæðingu á Íslandi. Nefndinni ber að kanna hvort að æskilegt sé að varsla á klámi verði bönnuð og hvort hægt verði að gera lögreglu kleift að loka á dreifingu efnis. Smugan grein­ ir frá þessu, en fjallað var um mál­ ið á ríkisstjórnarfundi á þriðjudags­ morgun. Þessar tillögur Ögmundar byggja á tillögum undirbúningshóps þriggja ráðuneyta um hvernig má sporna við klámvæðingu út frá laga­ legu, heilbrigðislegu og samfélags­ legu sjónarhorni. Fram kemur í minnisblaði ráð­ herra, sem Smugan vitnar í, að til standi að „þrengja og skerpa“ skil­ greininguna á klámi. „Ný skilgreining skal taka mið af ákvæði norskra hegn­ ingarlaga og lagt er sérstaklega til að refsiréttarnefnd fjalli um hvort ástæða sé til að bann nái einnig til vörslu kláms líkt og á við um klámefni sem sýnir misnotkun á börnum. Þá er lögð áhersla á að greinargerð verði ítarleg svo skilgreina megi helstu at­ riði sem löggjöfin nær yfir og vísa í því skyni til hugtaka sem klámiðnaður­ inn notar,“ segir í minnisblaðinu. Ögmundur vill að stofnaður verði starfshópur sem á að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja lögreglu lagaleg úrræði til að bregðast við skaðlegu efni á netinu, meðal annars úrræði til þess að loka á dreifingu efnis sem hýst er erlendis. Heimild til lokunar næði einungis yfir það efni sem skilgreint er sérstaklega sam­ kvæmt almennum hegningarlögum, með ofangreindri breytingu, og lokun væri hægt að bera undir dómstóla hér á landi, að því er kemur fram í minnis­ blaðinu. n astasigrun@dv.is Árétting Vegna greinarstúfs sem birt­ ist á síðu 53 í helgarblaði DV vill móðir Högna Erps, sem lést í eldsvoða þegar hann var 10 ára, koma því á fram­ færi að hún hafi ekki sofnað út frá logandi kertaljósi líkt og kom fram. Eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpi. Í greinarstúfnum var greint frá Facebook­stöðuuppfær­ slu fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar, hálfbróður Högna, þar sem hann minnt­ ist bróður síns sem hefði orðið fertugur í síðustu viku. Vill þrengja og skerpa Ögmundur vill þrengja og skerpa skilgreiningarnar á klámi og tryggja lagaleg úrræði lögreglu til að geta lokað á klám. Brenndist í hver Fjórtán ára piltur er illa brennd­ ur á báðum fótum eftir að steypt lok yfir hver við íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði brotnaði á föstudaginn. Drengur­ inn er skaddaður á báðum fótum að ökkla, en hann var að leika sér á svæðinu þegar óhappið varð. Hann dvelur nú á Barnaspít­ ala Hringsins í Reykjavík til að­ hlynningar og verður þar næstu vikuna. Skessuhorn greinir frá því að lögregla hafi gert við lokið auk þess sem bráðabirgðagirðing hef­ ur verið sett umhverfis hverinn. M iklar deilur hafa verið innan Sjómanna­ og vél­ stjórafélags Grindavíkur er varða nýkjörinn for­ mann og fjármál félags­ ins sem virðast vera í óreiðu. „Okk­ ur þykir vænt um þetta félag og við höfum áhyggjur af því að það sé rekið eins og einkafyrirtæki en ekki verkalýðsfélag,“ segir félagsmaður sem hafði samband við DV vegna málsins. Hálfgerð hallarbylting átti sér stað í félaginu milli jóla og nýárs þar sem kjörinn var nýr formaður. Efast var um lögmæti kosningarinnar og því var kosið aftur með sömu niður­ stöðu. Í kjölfarið hefur nýi formað­ urinn, Birgir Mar Guðfinnsson, átt erfitt uppdráttar innan stjórnarinn­ ar sem neitaði að starfa með Birgi. Vill skoða fjármálin Birgir vill, samkvæmt heimildum DV, fá aðgang að fjármálum fé­ lagsins, nokkur ár aftur í tímann en grunsemdir eru uppi um að þar sé víða pottur brotinn. Slíkar upp­ lýsingar hefur hann ekki fengið en hann krefst þess að farið verði yfir fjármál félagsins að minnsta kosti fjögur til sjö ár aftur í tímann. For­ manninum hefur undanfarið ver­ ið nánast úthýst af skrifstofunni og fengið lítinn sem engan stuðn­ ing stjórnarinnar. Það þykir að auki eftirtektarvert að endurskoðenda­ fyrirtækið Ernst og Young hefur gert miklar og alvarlegar athugasemdir við bókhald félagsins í síðasta árs­ reikningi þess og eru félagar væg­ ast sagt ósáttir við að ekki hafi verið greint frá þessum athugasemdum á aðalfundi félagsins milli jóla og nýárs. Sárlega hefur vantað að reikningarnir séu yfirfarnir af endurskoðendafyrirtæki hingað til. Viðurkennir skattalagabrot Víða virðist vera brotalöm á starf­ semi félagsins og má sem dæmi nefna að á fundi félagsins á sunnu­ dagskvöldið viðurkenndi gjaldkeri félagsins, Viðar Geirsson, að hafa millifært laun sem honum áttu að vera greidd á konuna sína og hálf­ bróður og sett þau á launaskrá í sinn stað til þess að komast hjá því að greiða skatta af sínum eigin launum. Viðar baðst afsökunar á fundinum, en ákvörðun um hvort annað verði aðhafst í málinu hefur ekki verið tekin, enda óljóst hvort það er í höndum félagsins að að­ hafast. Viðar ítrekar í samtali við DV að hann hafi beðist afsökunar og að það standi allt til bóta í starfi félags­ ins. Það taki tíma að taka nýja for­ menn inn í starfið. Þá hafi fundur­ inn ályktað og ákveðið hafi verið að vinna út frá þeirri ályktun, en hana má lesa hér til hliðar. Í þeirri álykt­ un kemur fram krafa um að nýir stjórnarmeðlimir láti af ásökunum á fyrri stjórnendur sem ekki eigi við rök að styðjast. Birgir Mar vildi ekki tjá sig um ályktunina þegar eftir því var leitað. Áhyggjur af félaginu „Það virðist vera svo að á mörg­ um stöðum eru brotalamir. Þegar þeir vinna ekki með starfandi for­ manni, sem hefur ekki fengið lykla að skrifstofunni og fær ekki að­ gang að henni nema með klækja­ brögðum, er ekki allt í lagi. Svona þekkist hvergi, að æðsti maður fé­ lagsins hafi ekki aðgang að skrif­ stofunni. Þetta er rætt á hverri ein­ ustu kaffistofu í Grindavík. Menn eru ósáttir við þetta og okkur finnst þetta bara út í hött,“ segir einn fjöl­ margra viðmælenda DV sem gera alvarlegar athugasemdir við starf stjórnar SVG. Formaður félagsins, Birgir Mar, sagðist geta staðfest það sem hér kemur fram að framan, en vildi þó ekki tjá sig um málið. Hann sagðist vilja vinna að því að lægja öldurnar innan félagsins í samstarfi við núverandi stjórn. n Umtalað „Þetta er rætt á hverri einustu kaffistofu í Grindavík,“ segir einn félagsmanna í samtali við DV. Skorað á fólk að vinna saman Ályktun félagsfundar Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, samþykkt af 80 manna fundi sunnudaginn 20. janúar 2013: n Fundurinn harmar það upphlaup sem orðið hefur í félaginu frá síð- asta aðalfundi. Fundurinn bendir á að meginhlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum sjómanna. n Það verði ekki gert nema stjórn- in vinni sem ein heild að félags- og hagsmunamálum þeirra og láti af ásökunum á fyrri stjórnendur sem ekki eigi við rök að styðjast. n Því er skorað á þá sem voru kosnir í stjórn á síðasta aðalfundi að vinna saman. neituðu að starfa með nýkjörnum formanni n Ólga í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur n Gjaldkeri félagsins viðurkenndi skattalagabrot Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Þetta er rætt á hverri einustu kaffistofu í Grindavík Árás á skólapilt Ráðist var á pilt á skólalóð fram­ haldsskóla í vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu á þriðjudag og var dreng­ urinn rændur talsverðum verð­ mætum. Lögregla greinir frá þessu í tilkynningu en þar kemur ekki fram hvaða skólalóð um ræðir eða hvort drengurinn er slasaður eftir hana. Lögreglan fékk tilkynningu um árásina rétt eftir klukkan tólf en ekki liggur fyrir hvort um ræðir marga árásarmenn eða aðeins einn. Drengurinn varð af leðurjakka, spjaldtölvu, Samsung­snjallsíma og tösku sem var full af skólabókum og er því skaðinn skiljanlega mikill. Ekki náðist í lögregluna á höfuð­ borgarsvæðinu á þriðjudagskvöldið, við vinnslu fréttarinnar. Hanna og Illugi leiða Félagsfundur Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á þriðjudagskvöld fram­ boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi alþing­ iskosninga. Hanna Birna Kristjáns­ dóttir leiðir listann í Reykjavíkur­ kjördæmi suður og á eftir henni koma Pétur H. Blöndal í öðru sæti og Guðlaugur Þór Þórðarson í því þriðja. Sigríður Andersen er í fjórða sæti en Áslaug María Friðriksdóttir í því fimmta. Í Reykjavíkurkjördæmi norður leiðir Illugi Gunnarsson list­ ann en Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson eru í öðru og þriðja sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir er í því fjórða og Elínborg Magnúsdóttir í því fimmta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.