Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Síða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 23. janúar 2013
Flestir fluttu til Noregs
n Flestir brottfluttra árið 2012 voru á aldrinum 20–24 ára
Á
rið 2012 fluttust 3.015 íslensk
ir ríkisborgarar til Noregs,
Danmerkur eða Svíþjóðar af
4.066 alls. Flestir þeirra flutt
ust til Noregs, eða 1.395. Þetta kem
ur fram í upplýsingum um búferla
flutninga árið 2012 sem Hagstofa
Íslands birti á þriðjudag. Á síðasta
ári fluttust 319 fleiri frá landinu en
til þess og dró úr brottflutningi mið
að við árið 2011 þegar 1.404 fluttust
úr landi umfram aðflutta. 2.181 er
lendur ríkisborgari flutti frá landinu
og fóru flestir þeirra til Póllands, eða
740. Þaðan komu líka 886 erlendir
ríkisborgarar.
Árið 2012 voru flestir brottfluttra
á aldrinum 20–24 ára, flestir þó 24.
Fjölmennasti hópur aðfluttra var á
aldrinum 25–29 ára og algengasti
aldur þeirra var 26 ár.
Þá fluttu 300 fleiri karlar úr landi
en til landsins á síðasta ári og 19 fleiri
konur fluttu frá landinu en til þess.
Fram til ársins 2003 fluttust að jafn
aði fleiri konur til landsins en karlar.
Þessi þróun snerist við á tímabilinu
frá 2004–2008. Á þeim árum flutt
ust til landsins 4.215 fleiri karlar en
konur. Á undanförnum fjórum árum
hafa hins vegar 4.114 fleiri karlar en
konur flust úr landi umfram aðflutta.
Hlutfall kynjanna hefur því jafnast á
nýjan leik.
Í upplýsingum Hagstofunnar
er einnig að finna tölur um innan
landsflutninga. Þeir náðu hámarki
á góðærisárinu 2007 en það ár voru
tilkynntir flutningar 58.186 einstak
linga. Eftir það fækkaði þeim jafnt
og þétt og náðu þeir lágmarki árið
2010 þegar 46.535 einstaklingar
skiptu um lögheimili. Árið 2011 varð
aftur á móti fjölgun í fyrsta sinn frá
árinu 2007 en þá mældust innan
landsflutningar 49.398. Innanlands
flutningar voru 48.893 árið 2012 sem
er fækkun um 505 milli ára. n
L
andsbankinn hefur afskrifað
nærri 246 milljóna króna
skuldir Fasteignafélags
Suðurnesja ehf. Félagið var
í eigu Sparisjóðabanka Ís
lands, Steinþórs Jónssonar, Sverris
H. Geirmundssonar og Sparisjóðsins
í Keflavík. Þetta kemur fram í Lög
birtingablaðinu. Skiptabeiðandi í
málinu var Landsbankinn en hann
tók við eignasafni Sparisjóðsins í
Keflavík árið 2011.
Engar eignir fundust í búi fé
lagsins sem átti nokkrar fasteignir
í Reykjanesbæ. Dýrasta fasteign
félagsins var á Brekkustíg 39 í
Reykjanesbæ en hún var metin á 140
milljónir króna í árslok 2009. Þá átti
félagið einnig hlutabréf í öðrum fé
lögum: Blikavöllum, Gullmolanum
og Hvalvík. Skuldir félagsins við
Sparisjóðinn í Keflavík námu tæp
um 264 milljónum króna í árslok
2009 en skuldirnar við Landsbanka
Íslands námu rúmum 24 milljónum
króna.
Sonur sparisjóðsstjórans
Sverrir H. Geirmundsson, sem átti
20 prósenta hlut í félaginu, er sonur
fyrrverandi sparisjóðsstjóra Spari
sjóðsins í Keflavík, Geirmundar
Kristinssonar. Fasteignafélag Suður
nesja var því tengt Sparisjóðnum í
Keflavík.
Líkt og komið hefur fram í fjöl
miðlum voru félög tengd Sverri stór
ir lántakendur hjá Sparisjóðnum í
Keflavík á árunum fyrir hrun. Með
al annars var hann eigandi félags
ins Fossvogshyljar ehf. en tæplega
700 milljóna króna skuld þess félags
var afskrifuð áður en sparisjóður
inn var yfirtekinn af íslenska ríkinu
eftir hrun. Þá hafði sparisjóðurinn
verið búinn að taka Fossvogshyl yfir
og Sverrir var búinn að tilkynna úr
sögn sína úr félaginu. Sparisjóður
inn lánaði Fossvogshyl peningana
til að kaupa stofnfjárbréf Sparisjóðs
ins í Keflavík í Sparisjóði Húnaþings
og Stranda og Sparisjóði Vestfjarða.
Þetta mun hafa verið gert til að koma
í veg fyrir að bréfin þynntust út í sam
runa sjóðanna og til að forða spari
sjóðnum frá því að fara undir lög
bundið eiginfjárhlutfall.
Þá var Sverrir einnig í persónulegri
ábyrgð vegna skuldar upp á 57 millj
ónir við Sparisjóð Keflavíkur í sept
ember 2008. Lánið var með veði í íbúð
í Reykjavík að andvirði 16,75 milljóna.
Eftir því sem fram kom í frétt RÚV
árið 2011 afskrifaði faðir Sverris skuld
hans upp á um 50 milljónir rétt áður
en ríkið tók sjóðinn yfir.
280 milljónir afskrifaðar í fyrra
Steinþór Jónsson, afhafnamaður í
Reykjanesbæ, fyrrverandi stjórnar
maður í Sparisjóði Keflavíkur og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
ins, átti einnig 20 prósenta hlut
í félaginu. Steinþór tengist fjöl
mörgum félögum sem farið hafa
á hliðina eftir hrunið 2008 og
sem skilja eftir sig miklar skuldir í
banka og sparisjóðakerfinu. Þrjú
önnur félög sem hann tengist og
sem orðið hafa gjaldþrota eru Base
ehf., Bergið ehf. og áðurnefnt félag,
Blikavellir ehf.
Kröfuhafar Bergsins afskrifuðu
3,8 milljarða kröfur á hendur
Berginu þegar gengið var frá skipt
um félagsins síðastliðið sumar og
Base ehf. var með neikvætt eigið fé
upp á meira en 650 milljónir í árs
lok 2009. Afskriftirnar á skuldum
Fasteignafélags Suðurnesja bætast
við 280 milljóna króna afskriftir hjá
Blikavöllum ehf., dótturfélagi þess,
í fyrra. Afskriftir þessara tveggja
félaga nema því meira en hálfum
milljarði króna. n
n Sverrir H. Geirmundsson og Steinþór Jónsson og fengu háar afskriftir
Sonur bankastjóra
losnar við risalán
„Afskriftirnar á
skuldum Fast-
eignafélags Suðurnesja
bætast við 280 milljóna
króna afskriftir hjá Blika-
völlum ehf., dótturfélagi
þess, í fyrra.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Afskrifa hálfan milljarð Kröfuhafar
Fasteignafélags Suðurnesja og Blikavalla
hafa afskrifað rúmlega hálfan milljarð
af skuldum félagsins. Einn af eigendum
Fasteignafélags Suðurnesja var Steinþór
Jónsson, athafnamaður í Reykjanesbæ.
Fleiri fluttu en komu
Árið 2012 fluttust rúmlega
þrjú þúsund Íslendingar til
Noregs, Danmerkur eða
Svíþjóðar.
neituðu að starfa með
nýkjörnum formanni
n Ólga í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur n Gjaldkeri félagsins viðurkenndi skattalagabrot
Sjómenn óttast um
félagið sitt „Svona þekkist
hvergi, að æðsti maður
félagsins hafi ekki aðgang
að skrifstofunni,“ segir einn
sjómaður um deilurnar í SVG.
Vill herða
eftirlitið
Ekki er nóg að efna öðru hvoru
til átaks til að berjast gegn svartri
atvinnustarfsemi að mati Vilhjálms
Egilssonar, framkvæmdastjóra SA,
heldur þarf eftirlit með slíku, sem
og öðrum brotum fyrirtækja, að
vera viðvarandi. Í samtali við RÚV
segir Vilhjálmur að SA telji að í
dag sé svört vinna mun algengari
en áður og að hún fari vaxandi í
byggingastarfsemi, persónulegri
þjónustu og í ferðamannabrans
anum. Það sé mikilvægt að taka
á málinu, en átaksverkefni dugi
skammt. „Við sjáum fram á að
þetta þurfi að vera viðvarandi starf
semi. Að við þurfum sífellt að vera
að fylgjast með því hvort verið sé
að vinna svart eða ekki, hvort fólk
sé að taka atvinnuleysisbætur á
sama tíma og það er í vinnu. Hvort
fólk sé yfir höfuð á launaskrá og
þar fram eftir götunum.“