Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Blaðsíða 6
SENDIR MÁL TENGT
SUNDI TIL SÉRSTAKS
S
kiptastjóri IceCapital, áður
Sunds, hefur ákveðið að
senda mál tengt þrotabúinu
til embættis sérstaks sak-
sóknara. Málið snýst um að
eigendur fjárfestingafélagsins Sunds,
Jón Kristjánsson og Páll Þór Magn-
ússon, hafi látið eignarhaldsfélagið
yfirtaka 600 milljóna króna skuld
eignarhaldsfélags sem var í eigu við-
skiptafélaga þeirra, Símonar Sigur-
pálssonar, eftir bankahrunið árið
2008. Lánið var upphaflega tilkomið
vegna fjárfestingar í stofnfjárbréfum
í Byr. Þetta kemur fram í stefnu
skiptastjórans, Ómars Arnar Bjarn-
þórssonar, gegn Símoni og Mið-
búðinni fjárfestingarfélagi ehf., sem
þingfest var í Héraðsdómi Reykjavík-
ur þann 10. janúar síðastliðinn.
Í stefnunni er þess krafist að Sím-
on verði dæmdur til að greiða þrota-
búi IceCapital 200 milljónir króna til
baka en það er sá hluti upphæðar-
innar sem hann persónulega fékk
lánaða frá IceCapital í nóvember
2007. Til vara er þess krafist að Mið-
búðin fjárfestingarfélag verði dæmt
til þess að greiða IceCapital þessa
fjárhæð.
Símon var viðskiptafélagi Jóns
og Páls Þórs og sat í stjórnum félaga
sem þeir áttu að hluta til eða öllu
leyti, meðal annars fasteignafélags-
ins D-1 ehf. og fjárfestingarbankans
VBS. Um svipað leyti og félag Símon-
ar seldi IceCapital bréfin í Byr seldu
háttsettir stjórnendur í Byr stofn-
fjárbréfin sín í sparisjóðnum inn í
einkahlutafélagið Exeter Holdings
með láni frá Byr. Þeir Ragnar Z. Guð-
jónsson og Jón Þorsteinn Jónsson
hafa verið dæmdir í fjögurra og hálfs
árs fangelsi fyrir umboðssvik vegna
þeirra viðskipta. Þá seldu þeir Jón
Kristjánsson og Páll Þór Magnússon
einnig bréf sem þeir áttu persónu-
lega í Byr um þetta leyti.
Orðrétt segir í stefnunni um til-
kynninguna á málinu til sérstaks
saksóknara: „Rétt er að upplýsa að
skiptastjóri mun í samræmi við 84.
gr. laga nr. 21/1991 tilkynna emb-
ætti sérstaks saksóknara um að hann
telji mögulegt að þeir gerningar sem
að framan er lýst séu falsaðir og óska
eftir rannsókn á því hvort háttsemi
þeirra sem undirrita nefnd skjöl feli
í sér brot gegn ákvæði 155. gr. laga nr.
1940.“ Tekið skal fram að stjórn Byrs,
sem tók við sjóðnum eftir banka-
hrunið, sendi einnig ábendingu um
þessi viðskipti til sérstaks saksóknara
á sínum tíma.
„Falsaður málamyndagerningur“
Telur skiptastjórinn að kaupsamn-
ingurinn í málinu, þar sem félag Sím-
onar seldi IceCapital stofnfjárbréf í
Byr fyrir rúmlega 600 milljónir króna,
hafi verið falsaður og dagsettur aftur
í tímann. Samningurinn er dagsettur
18. ágúst 2008, fyrir bankahrunið, en
skiptastjórinn telur að viðskiptin hafi
raunverulega átt sér stað þann 10.
október 2008, eftir fall allra viðskipta-
bankanna þriggja.
Um þetta segir í stefnunni: „Á því
er byggt af hálfu stefnanda að kaup-
samningurinn sem sagður er dag-
settur 18. ágúst 2008 sé falsaður
málamyndagerningur sem eingöngu
var gerður í því skyni aðkoma verð-
mætum og fjármunum undan fulln-
ustuaðgerðum skuldheimtumanna.
[...] Hið rétta er að kaupsamningur-
inn var undirritaður 10. október
2008 en ekki 18. ágúst sama ár eins
og skjalið sjálft ber með sér. [...] Á
því er byggt af hálfu stefnanda að
stofnfjárbréfin hafi í raun verið verð-
laus hinn 18. október 2008 … Til-
gangur fyrirsvarsmanna stefnanda
með gerð kaupsamningsins hafi í
raun verið tvíþættur. Annars vegar
að „hreinsa út skuld“ viðskiptafé-
laga síns stefnda Símonar úr bókum
stefnanda fyrir gjaldþrot stefnanda.
Hins vegar var tilgangurinn sá að
losa stefnda, einkahlutafélagið Mið-
búðina fjárfestingarfélagið, sem var
alfarið í eigu stefnda Símonar, undan
lánsskuldbindingum sínum annars
vegar við Byr sparisjóð og hins vegar
við Landsbankann.“
Símon skuldaði Sundi 190
milljónir
Í stefnunni er rakið hvernig IceCapi-
tal greiddi Miðbúðinni fyrir stofnfjár-
bréfin í Byr sem seld voru. Í fyrsta lagi
var um að ræða skuldajöfnun upp á
rúmar 200 milljónir króna vegna 190
milljóna króna láns sem Símon hafði
fengið í nóvember 2007. Þetta lán
var komið upp í rúmar 200 milljón-
ir króna um haustið 2008 og krefst
skiptastjóri IceCapital þess nú að
Símon greiði lánið aftur til búsins.
Þá yfirtók IceCapital lán Mið-
búðarinnar við sparisjóðinn Byr upp
á rúmlega 233 milljónir króna og
einnig tæplega 188 milljóna lán frá
Landsbanka Íslands. Heildarupp-
hæðin í viðskiptunum nam rúmum
600 milljónum króna, líkt og áður
segir, og tók IceCapital við þessum
skuldbindingum frá félagi Símonar.
Meðal þess sem fólst í skuldajöfnun-
inni við Símon var í reynd afskrift á
skuld hans við félagið þar sem stofn-
fjárbréfin í Byr voru orðin verðlítil.
Niðurstaðan sem skiptastjórinn
kemst að í stefnunni er að viðskipt-
in á milli IceCapital og Símonar og
Miðbúðarinnar hafi ekki verið gerð á
viðskiptalegum forsendum og byggir
riftunarkrafa hans meðal annars á
því. Orðrétt segir um þetta í stefn-
unni: „Það blasir við, hvernig sem á
málin er litið, að kaupsamningurinn
var afar óhagstæður fyrir stefnanda
og byggði ekki á viðskiptalegum
forsendum. Skýring þess að fyrir-
svarsmenn stefnanda tóku ákvörðun
um að kaupa verðlaus stofnfjárbréf í
Byr sparisjóði var sú að stefnandi var,
á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað,
þann 10. október 2008, ógjaldfært fé-
lag.“ n
6 Fréttir 23. janúar 2013 Miðvikudagur
Hjúkrunarfræðingar ósáttir
n Ummæli framkvæmdastjóra á Landspítala vekja furðu hjá hjúkrunarfræðingum
E
lsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, segir að ummæli Jóns
Hilmars Friðrikssonar, fram-
kvæmdastjóra barna- og kvennasviðs
Landspítalans, í Morgunblaðinu á
mánudag vera út í hött. Stórt hlutfall
hjúkrunarfræðinga á þessum deild-
um sagði upp í síðasta mánuði en
mikillar reiði gætir meðal hjúkrunar-
fræðinga sem telja Jón Hilmar hafa
gert lítið úr sérhæfni þeirra og þekk-
ingu með að segja að brugðist verði
við fjöldauppsögnum hjúkrunar-
fræðinga með tilfærslum.
Elsa tekur undir þessa reiði fé-
lagsmanna sinna og segist hún hafa
talið að þeir sem eru í forsvari fyrir
sérhæfð svið Landspítalans áttuðu
sig betur á þeirri sérþekkingu og sér-
hæfni sem þjónusta spítalans er farin
að krefjast af hjúkrunarfræðingum.
„Þannig að forystumennirnir
ættu að átta sig á því að þú færir
ekki fólk á milli eins og hver önnur
húsgögn og tæki og ætlast til að ná
fram sömu þjónustu. Sérhæfnin er
orðin það mikil milli sviða, og jafn-
vel milli deilda innan sviðanna, að
þú getur aldrei fengið jafn mikla
og örugga þjónustu með fólki sem
ekki er sérhæft eða vant á sviðinu.
Þannig að þessi ummæli þessa fram-
kvæmdastjóra eru eiginlega bara út í
hött,“ segir formaðurinn.
Á þriðja hundrað hjúkrunar-
fræðinga sögðu upp starfi sínu
vegna óánægju með kaup og kjör í
byrjun desember og gangi uppsagn-
irnar eftir mun stór hluti hjúkrunar-
fræðinga hætta í lok næsta mánaðar
þegar uppsagnarfresturinn er
liðinn. Elsa óttast að það stefni í
óefni því eftir því sem lengra líði á
uppsagnarfrestinn verði fleiri hjúkr-
unarfræðingar búnir að ráða sig
annað eða sætta sig við og ákveða
að snúa ekki aftur til starfa. n
„Stór blettur á
þjóðveginum“
Vegagerðin hefur ekki útskýringar á
því hvað veldur svokölluðum vetrar-
blæðingum á Hringveginum. Segir á
vef Vegagerðarinnar að líklegt megi
telja að þýða og frost samhliða því að
mikið hefur verið saltað og sandbor-
ið valdi þessu þó ekkert sé staðfest í
þeim efnum.
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að
ekki sé vitað hvað þetta ástand kunni
að vara lengi. Er vonast til að veðr-
ið eigi eftir að hjálpa til við að laga
ástandið en Vegagerðin getur ekki
hætt að hálkuverja vegi.
Á vef Vegagerðarinnar segir að
þeir vegfarendur sem lenda í tjóni
eða skemmdum á bílnum vegna
blæðinganna eigi að setja sig í sam-
band við tryggingafélagið Sjóvá og
fylla út tjónaskýrslu. Í framhaldinu
verður tekin afstaða til bótaskyldu en
þá þarf að sanna hvort Vegagerðin
beri ábyrgð á tjóninu.
Sé bíllinn hins vegar verulega
óhreinn vegna tjöru sem sest hefur
á hann er mögulegt að fá beiðni fyrir
þrifum hjá Vegagerðinni. Fara þarf á
næstu starfstöð Vegagerðarinnar og
láta skoða bílinn.
Arnar Guðmundsson vörubíl-
stjóri ekur mjög oft þessa leið. „Leif-
arnar eru frá Kollafirði og alveg niður
í Hörgárdal. Þannig að þetta er orðin
ansi stór blettur á þjóðveginum,“ seg-
ir Arnar.
„Þetta var svakalega slæmt í gær
(mánudag), eins og að fara upp stóru
Giljá og inn Langadalinn. Þetta fer
bara strax í dekkin. Um leið og þau
hitna þá rifnar þetta upp.“ Hann segir
þessar leifar kastast í allar áttir og veit
um nokkur tilvik þar sem þetta hefur
valdið tjóni. „Þetta er alveg pottþétt
eitthvað sem fer í gegnum framrúðu
og beyglar bíla,“ segir Arnar.
Hann segir blæðingarnar vera
slæmar frá Hvammstanga afleggjara
og inn að Akureyri.
Tryggingafélagið Sjóvá er með
samning við Vegagerðina og eiga þeir
sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni að
setja sig í samband við tryggingafé-
lagið. Guðmundur Magnússon hjá
Sjóvá segir enga niðurstöðu vera
komna í málið hvað varðar ábyrgð
á tjóni. „Við köllum eftir upplýsing-
um um það sem snýr að málinu og
það er ekkert sem liggur fyrir enn-
þá. Vegagerðin gefur okkur upplýs-
ingar og við förum yfir þær. Þetta er
mjög sérstakt mál og þarf að fara vel í
saumana á því,“ segir Guðmundur.
„Það blasir við,
hvernig sem á mál
in er litið, að kaupsamn
ingurinn var afar óhag
stæður fyrir stefnanda og
byggði ekki á viðskipta
legum forsendum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
n Félag viðskiptafélaga Sundaranna losnaði undan 600 milljóna skuld
Til saksóknara Skiptastjóri þrotabús IceCapital, áður Sunds, hefur sent viðskipti félagsins við fjárfestingarfélagið Miðbúðina til sérstaks
saksóknara. Jón Kristjánsson var stjórnarformaður og einn af eigendum Sunds.
Stefnir í óefni Á þriðja hundrað hjúkrunarfræðinga sögðu upp störfum í byrjun desember.
Vandinn er ekki leystur.
Vilja breyta
nafni Samfylk-
ingarinnar
Þær Jóhanna Sigurðardóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, og Mar-
grét S. Björnsdóttir, formaður fram-
kvæmdastjórnar flokksins, vilja
breyta nafni Samfylkingarinnar og
munu leggja fram tillögu þess efnis
á landsfundi flokksins nú í byrjun
febrúar. Margrét og Jóhanna vilja
að flokkurinn heiti Samfylkingin
- Jafnaðarmannaflokkur Íslands.
Nafnið beri í kjölfarið að rita sem
slíkt í lög flokksins þar sem það
kemur fyrir.
Í greinargerð tillögunnar kemur
fram að þegar að Samfylkingin var
stofnuð árið 2000, á grunni fjögurra
stjórnmálahreyfinga, var leitast
við að finna nafn sem gæfi ekki til
kynna yfirtöku einhverra þessara
fylkinga heldur jafnræði allra.