Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Qupperneq 16
16 Neytendur 23. janúar 2013 Miðvikudagur algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. algengt verð 249,5 kr. 258,3 kr. höfuðborgarsv. 249,4 kr. 258,2 kr. algengt verð 249,7 kr. 258,5 kr. algengt verð 251,9 kr. 258,5 kr. Melabraut 249,5 kr. 258,3 kr. Eldsneytisverð 22. jan. Bensín Dísilolía Gott kaffihús n Lofið fær kaffihúsið C is for cookies við Týsgötu. Ánægður við­ skiptavinur segir að það sé í eigu pólskra hjóna og sé mjög sætt og afar ódýrt. „Veit ekki hvort það er alla daga en ég fór þangað og keypti mér súpu dagsins í hádeg­ inu á 650 krónur með brauði. Súpan var rauðrófusúpa og gerð frá grunni að ég held. Mjög góð. Fínt kaffi og mjög sætt lítið kaffihús.“ Ólesanlegar merkingar n Lastið að þessu sinni fær Leonard í Leifsstöð. Maður sem átti leið um Leifsstöð hafði samband og kvart­ aði undan verðmerk­ ingum í Leonard. „Verðmerkingar þar eru afleitar. Það er svo smátt letur að það er illa læsilegt,“ segir hann. Ekki náðist í forsvarsmenn verslunar­ innar til að leita viðbragða við þessu. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is M ælingar DV á vinsælum pítsum og hamborgurum sýna að auglýstar stærðir á hamborgurum gefa ekki alveg rétta mynd og stærð­ ir á pítsum standast ekki í öllum til­ fellum. Seljendur hamborgara segja að uppgefnar stærðir séu miðaðar við þyngd kjötsins fyrir steikingu. Sá sem kaupir 120 gramma hamborgara getur vænst þess að kjötið sé 80 til 90 grömm á diskinum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda­ samtakanna, er ekki ánægður með þetta. „Ef auglýst er uppgefin þyngd eða stærð þá á það að sjálfsögðu að standast. Þarna er því verið að snið­ ganga reglur og við hljótum að gera kröfur til þess að það sem er gefið upp standist, þetta er mjög einfalt,“ segir hann. neytendur berskjaldaðir Hvað varðar rýrnun á hamborgurun­ um þá segir Jóhannes að neytendur hljóti að gera þær kröfur að auglýst sé þyngd á kjötinu þegar það er komið á diskinn. Það sé það eina rökrétta. „Ef þú kaupir hamborgara og auglýst er ákveðin þyngd á honum hljótum við að ganga út frá því að það sé þyngd á matreiddum hamborgara.“ Hann bendir á að neytendur fari ekki með vigtar með sér á veitingastaði og séu því berskjaldaðir í svona máli og þá sé mikilvægt að eftirlitið sé gott. DV gerði stikkprufu á nokkrum tegundum af pítsum og hamborgur­ um og ljóst er að í sumum tilvikum er þyngd eða ummál annað en aug­ lýst er. Aðrir skyndibitastaðir standa við fullyrðingar sínar og jafnvel gott betur. Pítsan náði ekki máli DV keypti stóra Domino‘s pítsu sem átti að vera 15 tommur, samkvæmt upplýsingum úr símaveri fyrirtæk­ isins. Domino‘s er langstærsti sölu­ aðilinn á þessum markaði en árið 2006 hafði Domino‘s 60 prósenta markaðshlutdeild, svo dæmi sé tekið. Í ljós kom að pítsan náði ekki máli. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd kom í ljós að „stóra“ pítsan var aðeins 13,5 tommur að stærð. Ekki nóg með það heldur nær kassinn ekki einu sinni því máli sem upplýs­ ingarnar úr þjónustuverinu kveða á um. Engin leið er að koma 15 tommu pítsu í kassann þar sem hann er að­ eins 14,5 tommur að innanmáli. Ítrekað skal að á heimsíðu Dom­ ino‘s eru þrjár mismunandi stærð­ ir af pítsum; lítil, miðlungs og stór. Þar eru ekki gefnar upp tommur en þegar hringt var til að panta pít­ suna og spurt hve stór hún væri fékkst svarið að hún ætti að vera 15 tommur. DV hafði samband við Magnús Hafliðason, rekstrar­ og markaðs­ stjóra Domino‘s, sem sagði að upp­ lýsingarnar sem DV fékk úr símaveri væru rangar. Kassarnir séu og eigi að vera 14,5 tommur að stærð og stóra pítsan eigi að fylla út í þann kassa, eða þar um bil. Hann viðurkenndi að mælingin upp á 13,5 tommur væri óvenju mikið frávik en benti á að það væru alltaf einhver frávik þegar unnið er með deig. „Alla jafna ætti frávikið að vera innan við hálfa tommu, hvort sem það er plús eða mínus. Við lendum stundum í því að koma pítsunum ekki í kassana.“ Sama könnun var gerð á pítsum frá Hróa hetti og Eldsmiðjunni en við mælingu sást að þær pítsur stand­ ast mælinguna og eru jafnstórar eða jafnvel ívið stærri en auglýst er. Mæl­ inguna má sjá á meðfylgjandi mynd­ um. Borgarar minnka um fjórðung við steikingu Algengt er á hamborgarastöðum að þyngd borgaranna sé gefin upp á matseðli. Neytendur ættu að hafa hugfast að borgarinn sem þeir fá á diskinn er umtalsvert léttari en upp er gefið. DV keypti og vigtaði hamborgara frá þremur vinsælum skyndibitastöðum. Í ljós kom að enginn þeirra var nálægt því að vera jafn þungur og hann var sagð­ ur vera. Borgararnir voru allir á bil­ inu 17,5 til 30 prósent léttari en upp var gefið, sem má að mestu rekja til rýrnunar við steikingu. Það er hins vegar ekki tekið fram á matseðli að miðað sé við þyngd áður en matur­ inn er eldaður og því vert að hafa það í huga þegar borgarinn er pant­ aður. Það má deila um hver rýrnun eigi að vera svo DV leitaði til Hrefnu Rósu Sætran, matreiðslumanns og veitingahúseiganda, til að fá upplýs­ ingar um hve mikil rýrnun gæti talist ásættanleg. Hún sagði að almennt rýrni kjöt um 17 prósent. „Þá er átt við hágæða kjöt. Ef það rýrnar meira þá eru gæðin ekki mikil. Það er ekki til nein sérstök reglugerð um þetta á Íslandi en þetta gæti verið viðmið,“ segir Hrefna. Uppgefin þyngd fyrir steikingu Allir hamborgararnir sem DV keypti og vigtaði rýrnuðu meira en 17 prósent. Minnst var rýrnunin á BBQ Heavy Special­borgaranum hjá American Style eða 17,5 pró­ sent. Tómas Á. Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, hafnaði því í samtali við DV að um einhvers konar blekkingar væri að ræða. Þyngdin sem upp væri gefin væri þyngdin á kjötinu fyrir steikingu. Eðlilegt væri að kjötið rýrnaði við eldun. „Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi því það rýrnar all­ ur matur við suðu eða steikingu. Það fer eftir því hve lengi ham­ borgararnir eru steiktir hvað þeir rýrna mikið og einnig eftir fitupró­ sentunni. Það eru sumir sem halda því fram að hamborgarar eiga ekki að vera feitir en tilfellið er að þeir eru ekki góðir nema þeir séu pínu­ lítið feitir. Ég segi að þeir eigi að vera 18 til 20 prósent. Það er fitan sem gefur góða kjötbragðið.“ Tekið skal fram að ekki var not­ ast við löggilta vog við mælingar á kjötinu. Hins vegar voru tvær vigt­ ir notaðar og munurinn var lítill sem enginn. Eins voru tveir ham­ borgarar keyptir hjá hverjum stað til að athuga hvort að um einangr­ að tilfelli væri að ræða. Hvetur eftirlitsaðila til að fylgjast með Jóhannes Gunnarsson segir alvar­ legt ef skyndibitastaðir blekki neytendur. „Ef bæði pítsur og hamborgarar standast ekki það sem er gefið upp þá er viðkom­ andi staður að gefa rangar upp­ lýsingar og brjóta lög. Við gerum kröfur um að þeir kippi þessu í lag en jafnframt að eftirlitið með þess­ um stöðum sé í lagi.“ Aðspurður hvort vanti reglur um þetta segir Jóhannes að þær séu til. „Þetta heyrir bæði undir Neytendastofu og matvælalög sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun eiga að fram­ fylgja. Við hvetjum því eftirlitsaðila til að fylgja þessu eftir og tryggja að það sem er gefið upp standist.“ n „sniðganga reglur“ n Hamborgarinn sem þú pantar þér er á bilinu 17 til 30 prósent minni en auglýst er n Stór pítsa frá Domino‘s mældist aðeins um 13,5 tommur skyndibiti Uppgefin þyngd miðast við ósteiktan hamborgara. Jóhannes Gunnarsson Formaður Neytendasamtakanna. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is N1 fær á baukinn Neytendastofa hefur bannað aug­ lýsingar N1 þar sem fullyrt er að þeir sem noti eldsneytið þeirra nái fram þriggja prósenta minni eyðslu. Eldsneytið innihaldi fjölvirk bæti­ efni. Í auglýsingunum var fullyrt að fullyrðingin væri byggð á prófunum þýskrar rannsóknarstofu. Skeljungur kvartaði til stofn­ unarinnar vegna auglýsinganna og sagði þær villandi. Neytendur gætu ekki áttað sig á því að eldsneyti með bætiefnum væri borið saman við bætiefnalaust eldsneyti. Ekki væri sannað að neytendur gætu dregið úr eyðslu. Niðurstöður Neytendastofu eru á þá leið að N1 hafi brotið lög með fullyrðingu sinni um þriggja pró­ senta minni eyðslu. N1 hefði ekki sýnt fram á minni eyðslu með notk­ un eldsneytis frá þeim auk þess sem fullyrðingin væri ekki í samræmi við þá rannsókn sem vísað var í. Sam­ anburðurinn væri villandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.