Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Side 22
22 Menning 23. janúar 2013 Miðvikudagur Sjónrænar sögur frá jaðri Evrópu n Ljósmyndasýningin Borderlines opnuð í Norræna húsinu L jósmyndasýningin Borderlines verður opnuð í Norræna hús- inu laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Um er að ræða þverevrópskt verkefni sem tólf lista- menn frá Íslandi, Lettlandi, Portú- gal og Tyrklandi unnu að. Ljós- myndararnir sköpuðu verk út frá sínu eigin landi og heimsóttu jafn- framt eitt hinna landanna og unnu verk út frá þeirri heimsókn. Fulltrúar Íslands voru þrjár ungar konur. Hallgerður Hallgrímsdóttir heimsótti Tyrkland og verk hennar eru blanda af myndum þaðan og frá Íslandi. Heiða Helgadóttir kynnti sér hamingjuna og leit fólks að henni, bæði á Íslandi og í Portúgal. Valdís Thor klippti saman myndir af sér og lettneskum karlmönnum sem bera sama nafn og hún, eða Valdis. Löndin sem taka þátt í verkefninu eru öll staðsett á við jaðar Evrópu og eiga það það öll sameigin legt að lítil hefð er þar fyrir ljósmyndun í list- rænu samhengi. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að skapa umræðu um sam- tímaljósmyndun og menntun í ljós- myndum í löndunum sem um ræð- ir. Þá er verkefnið einnig hugsað sem stökkpallur fyrir unga og upp- rennandi ljósmyndara. Listræna umsjón með verkefninu höfðu ljósmyndararnir George Georgiou og Vanessa Winship. solrun@dv.is Ungir listamenn Tólf listamenn frá fjórum löndum unnu að ljósmynda- verkefninu. Upplifun fyrir börnin n Margt í boði fyrir yngstu kynslóðina í leikhúsunum Ý mislegt er í boði fyrir yngstu kynslóðina í leikhúsunum um þessar mundir. Full- orðnir sem fylgja börnum í leikhúsið fá vissulega líka eitthvað fyrir sinn snúð enda mikið lagt í sýningar fyrir yngstu kyn- slóðina. Börnin eru jú kröfuharð- ir leikhúsgestir, það er nefnilega ekki auðvelt fyrir litla rassa að sitja kyrrir í tvær klukkustundir. Í boði eru bæði sígild leikverk sem flestir kannast við og verk sem eru nýrri af nálinni. Leikhúsferð er yfirleitt mikil upplifun fyrir börn sem njóta gleðinnar í lengri tíma á eftir. Þjóðleikhúsið fagnar 100 afmæli Thorbjörns Egner með því að setja á svið tvö af vinsælustu leikritunum hans, Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Karíus og Baktus Flestir kannast við þá félaga Karíus og Baktus sem hafa komið sér vel fyrir í munninum á honum Jens sem borðar mikið sælgæti og er ekki nógu duglegur að bursta tennurnar. Þegar kemur að því að Jens þarf að fara til tannlæknis lenda Karíus og Baktus í töluverðum háska enda þurfa þeir að glíma við tannbursta og tannlæknabor. Sagan af þeim fé- lögum kom fyrst út í bók árið 1949 og hefur lifað góðu lífi síðan. n Þjóðleikhúsið, Kúlan n Leikstjóri: Selma Björnsdóttir n Leikarar: Ágústa Eva Erlendsdóttir og Friðrik Friðriksson. Dýrin í Hálsaskógi Dýrin í Hálsa- skógi hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi en verk- ið er nú sett upp í fimmta sinn í Þjóðleikhúsinu. Verkið var frumsýnt í fyrsta sinn hér á landi árið 1962 og var þá jafn- framt fyrsta frumsýning verksins í heiminum þar sem leikarar fóru með hlutverkin. Áður hafði verkið einungis verið flutt í brúðuleik- húsi. Lilli klifurmús og Mikki refur hafa náð að heilla kynslóð eftir kyn- slóð upp úr skónum og verkið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda þegar það er sett upp. n Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið n Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir n Aðalleikarar: Jóhannes Haukur Jóhann- esson, Ævar Þór Benediktsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Örn Árnason. Gulleyjan Leikritið Gulleyjan er samstarfs- verkefni Borgarleikhússins og Leik- félags Akureyrar. Það var sýnt hátt í fimmtíu sinnum fyrir fullu húsi norðan heiða áður en sýningin var flutt í borgina síðasta haust. Gulleyjan er ævintýraleg sýning fyrir alla fjöl- skylduna, full af göldrum, gulli, bar- dögum, blekkingum og kostuleg- um persónum. Handritið skrifuðu þeir Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í leikritinu var tilnefnd til Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. n Borgarleikhúsið, Stóra sviðið n Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson n Aðalleikarar: Björn Jörundur Friðbjörns- son, Kjartan Guðjónsson, Þórunn Erna Clau- sen og Sigurður Þór Óskarsson. Skoppa og Skrítla Sýning Skoppu og Skrítlu hefur slegið í gegn og verið sýnd hátt í 200 sinn- um fyrir fullu húsi í þremur heimsálfum. Í sýningunni er fjall- að um flest það sem leikskólabörn þurfa að fást við í sínu daglega lífi. Til dæmis liti, tölur og rím. Allt er þetta svo tengt töfraheimi leik- hússins á einhvern hátt en áhorf- endur eru virkjaðir með söng, dansi og þrautum. Í verkinu er leitast við að örva og fræða börn allt frá níu mánaða aldri á skapandi hátt. n Borgarleikhúsið, Litla svið n Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson n Leikarar: Hrefna Hallgríms- dóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir Mary Poppins Söngleikurinn Mary Poppins er nú settur upp á hér á landi í fyrsta sinn en verkið verður frumsýnt þann 22. febrúar næstkomandi. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni og breyta grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa um veggi og loft. Íslenski dansflokkurinn gengur til liðs við listamenn Borgarleikhússins í sýningunni sem inniheldur stórglæsileg dansatriði. Tónlistina þekkja allir og margir bíða eflaust spenntir eftir því að sjá Mary Poppins lifna við á íslensku leiksviði í fyrsta sinn. n Borgarleikhúsið, Stóra sviðið n Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson n Aðalleikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Esther Thalía Casey og Sigrún Edda Björnsdóttir. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Nóttin nærist á deginum Nýtt verk eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu þann 1. febrúar. Verkið nefnist Nóttin nærist á deginum og er byggt á smásögu sem vann Gaddakylfuna, smá- sagnasamkeppni DV, í fyrra. Leikritið fjallar um hjón á fimmtudagsaldri sem standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með séríbúð í kjallaranum sem ætluð var dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr námi. Eigin- maðurinn reynir að gera allt sem hann getur til að halda í draum- inn um það sem átti að verða. Jón Atli er eitt af leikskáld- um Borgarleikhússins, en verk hans hafa verið sett upp víða um heim. Tvö þeirra, Brim og Djúp- ið, hafa verið kvikmynduð. Listamannsspjall með Ingólfi Arnarssyni Fimmtudaginn 24. janúar næst- komandi verður listamaðurinn Ingólfur Arnarsson með leiðsögn og ræðir við gesti um sýninguna Teikningar sem nýlega var opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Á sýn- ingunni eru teikningar Ingólfs frá síðustu tveimur árum ásamt röð fjörutíu teikninga frá árinu 2007 sem mynda eina grátóna heild. Verk Ingólfs eru sjaldan einangr- uð fyrirbæri heldur eru þau nánast undantekningalaust hluti af út- hugsaðri innsetningu og rými sýn- ingarstaðarins. Ingólfur lauk listnámi í Hollandi snemma á níunda áratug síðustu aldar og hefur haldið sýningar bæði hér heima og erlendis. Einka- sýning var haldin á verkum hans á Kjarvalsstöðum árið 1996 og í lista- miðstöðinni Chinati Foundation í Bandaríkjunum árið 1992. Skrímsli í þrívídd Pixar-teiknimyndin Skrímsli hf. kom sá og sigraði árið 2001. Hún er nú frumsýnd á nýjan leik í þrívídd. Þar sem liðin eru 12 ár síðan myndin var frumsýnd má segja að heil kynslóð kvikmyndaunnenda hafi vaxið úr grasi. Myndin höfðar þó ekki síður til fullorðinna en barna. Skrímsli hf. fjallar um skrímslin í Skrímslaborg sem fá orku sína úr öskrum barna sem hræðast þau. Vandamálið er hins vegar það að sum skrímslin í Skrímslaborg eru líka hrædd við börnin. Sífellt reyn- ist erfiðara að hræða börn og því fá skrímslin ekki næga orku. Málin taka óvænta stefnu þegar lítil stúlka eltir grænbláa skrímslið Sölmund inn í Skrímslaborg. Framhald myndarinnar sem nefnist Skrímslaháskólinn er vænt- anlegt í kvikmyndahús næsta sumar. Skrímsli hf. í þrívídd verður frumsýnd í Sambíóunum þann 25. janúar næstkomandi. Börnin kröfuhörð Nóg er um að vera fyrir yngstu kynslóðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.