Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2013, Page 23
Fólk 23Miðvikudagur 23. janúar 2013 K vikmyndaleikstjórinn Frið- rik Þór Friðriksson, sem er 59 ára, varð afi í fyrsta sinn í byrjun árs þegar Helga dótt- ir hans, 25 ára, eignaðist sitt fyrsta barn. Fyrsta barnabarn Friðriks er gullfalleg stúlka sem kom í heim- inn þann 4. janúar. Litla prinsessan virðist líkjast afanum, allavega þegar kemur að gylltum lokkum en sú stutta er hárprúð eins og afinn. F réttamaðurinn knái Andri Ólafsson á fréttastofu Stöðvar 2 er orðinn pabbi. Andri og kærastan hans, Bryndís Sigurðardóttir, eignuðust litla stúlku um síðustu helgi. Samkvæmt Facebook-síðu hinna ný- bökuðu foreldra var sú stutta tæpar 13 merkur og 50 sentímetrar. „Allt gekk eins og í sögu, foreldrarnir í skýjunum og eintak- ið vægast sagt fullkomið,“ skrifuðu stoltir foreldrar á vefinn. Þ etta hefur ekki skapað nein hávaðarifrildi hjá okkur. Enda á ég afskaplega skiln- ingsríkan eiginmann og hann afskaplega skilnings- ríka eiginkonu,“ segir Valgerð- ur Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en á meðan Valgerður gefur kost á sér í 2. sæti lista Sjálfstæðisflokks í Norð- austurkjördæmi lenti eiginmað- ur hennar, lögmaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson, í sjötta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Valgerður segir þau hjónin deila ólíkum skoðunum þegar kemur að pólitík. „En við virðum hvors annars skoðanir. Börnin okkar hafa líka mismunandi skoðanir. Hér er enginn bundinn við staur. Þetta er ekkert sem veldur vandræðum hjá okkur,“ segir Valgerður og bætir við að þar sem þau hjónin séu bæði vön að vinna störf þar sem gæta þarf mikils trúnaðar séu þau ekki að leggja allt á borðið hvort fyrir annað. „En við eigum ýmislegt ann- að sameiginlegt, svo þetta gengur allt saman vel.“ Aðspurð segir hún þau ekki hafa deilt mikið um stjórnmál í til- hugalífinu. „Nei, þá snérist lífið um aðra hluti en pólitík. Við vorum það ung þegar við kynntumst, þetta hef- ur aldrei vafist fyrir okkur. Ég man samt að þegar við sátum hvort á sínum lista þegar við bjuggum á Húsavík vakti það töluverði athygli í bænum að við værum ekki í sama flokknum. En það hefur aldrei þvælst neitt fyrir okkur.“ indiana@dv.is „Aldrei þvælst neitt fyrir okkur“ n Valgerður og Örlygur eiga annað sameiginlegt en pólitíkina Skólameistari Valgerður er skóla- meistari Framhaldsskólans á Laugum. Samrýmd en ósammála Hjónakornin eru á kafi í pólitík en hvort á sínum listanum. Friðrik Þór orðinn afi Andri orðinn pAbbi n Eignaðis stúlku Komin með nýjan herra n Hanna rún hefur jafnað sig eftir sambandsslitin É g er komin með nýjan herra. Hann er frá Rússlandi og heitir Nikita,“ segir dansarinn Hanna Rún Óladóttir en fréttir af sam- bandsslitum hennar og Sigurð- ar Þórs Sigurðssonar hafa vakið mikla athygli. Þau slógu í gegn í dans- þættinum Dans dans dans þar sem þau dönsuðu sig inn í hug og hjörtu áhorfenda. Nú eru Hanna og Siggi hætt saman og því vakti það forvitni blaðamanns DV hvort Hanna myndi taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í samkvæmisdönsum sem verður haldið um helgina. Hanna Rún hefur orðið Íslandsmeistari á hverju ein- asta ári frá 1997 ef undan er skilið síðasta ár þegar þau Siggi tóku ekki þátt sökum veikinda hans. Útlitið skiptir máli „Það er allt búið á milli okkar Sigga og þess vegna setti ég inn auglýsingu á danssíðu sem allir í dansheiminum fylgjast með. Þar kom fram að mig vantaði nýjan dansfélaga þar sem við Siggi værum hætt saman. Ég er búin að fá rúmlega 60 pósta frá áhugasömum dönsurum og er enn að fá pósta. Það vita greinilega ekki allir að ég er búin að finna mér herra,“ segir Hanna Rún sem er al- sátt með Nikita. „Hann kom hingað í prufu og flutti svo viku seinna. Við könnuðumst við hvort annað því við höfum lengi keppt á móti hvort öðru. Hann keppti áður fyrir Þýskaland og sigraði okkur alltaf. Með honum hef ég fært mig ofar, töluvert ofar. Nú þarf ég að sparka rækilega í rassinn á mér,“ segir hún hlæjandi og bætir við að Nikita sé myndardrengur. „Útlitið skiptir máli í dansi og sem betur fer er hann rosalega myndarlegur.“ Hanna Rún og nýi dansherrann hafa aðeins æft saman í eina og hálfa viku. „Við erum búin að æfa í átta til tíu tíma á hverjum einasta degi svo hausinn á okkur er alveg að springa. En þetta gengur rosalega vel. Ég var náttúrulega að koma úr langri pásu því ég tók mér níu mánuði þegar Siggi veikt- ist. Ég fór síðast í keppnisskóna í apríl í fyrra og er komin með gríðar- leg fráhvarfsein- kenni. Ég á heima úti á dansgólfinu. Þar líð- ur mér best.“ Hanna Rún hefur jafnað sig eftir sambandsslitin sem hún segir hafa virkilega tekið á. „Mér finnst ég hafa fórnað svo miklu fyrir hann. Ég hafði dansað „ballroom“ frá fjögurra ára aldri en þegar við fórum að dansa saman færði ég mig yfir í latin- dansa af því að hann var sterk- ari þar. Margir supu hveljur þegar ég skipti alfarið yfir. Svo þegar hann fékk blóð- tappann stóð ég við bak- ið á honum og hætti að mæta á æfingar því ég vildi hugsa um hann. Ég gisti hjá honum á sjúkrahúsinu og hjálp- aði honum við allt. Við vorum saman í þrjú og hálft ár og dönsuðum saman í rúm fjögur ár,“ segir hún og bætir að- spurð við að hún sjái ekki eftir tímanum sem þau hafi átt saman. „Hluta af mér langar til að segjast sjá eftir þessum tíma því það er margt sem ég missti af. En ég er ánægð með hvar ég er stödd í dag og við áttum góða tíma inni á milli. Hann var fyrsti kærastinn minn og ég var alveg blind. Núna veit ég betur hvað ég vil og hvað ekki,“ segir hún en bætir við að hún sé ekki að leita sér að kærasta. „Núna ætla ég bara að vera eigingjörn og hugsa um sjálfa mig og dans- inn. Ég er bara 22 ára og það liggur ekkert á.“ n „Hluta af mér langar til að segjast sjá eftir þessum tíma. Sitt sýnist hverjum F réttir af flutningi borgarstjóra upp í Breiðholt hafa vakið athygli. Það sem vakið hefur mestu kátínuna í þeim efn- um var án efa myndband af Jóni Gnarr hoppa í jakkafötunum ofan í Breiðholtslaug. Sitt sýnist hverjum og Eiður Svanberg Guðna- son molaskrifari lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn. „Ef ég hoppaði alklæddur í Breiðholtslaugina yrði hringt á lög- regluna og ég umsvifalaust tek- inn fastur og farið með mig á stöðina. Borgarstjórinn fer í sjónvarpið og lýðurinn klapp- ar,“ skrifar fyrrverandi ráð- herra á Facebook-síðu sína. Flott danspar Hanna Rún og Nikita mynda glæsilegt par saman. Þau hafa að- eins æft saman í eina og hálfa viku en stefna langt á Íslandsmeistaramótinu í samkvæm- isdönsum sem fram fer um helgina. Einhleyp Hanna Rún er einhleyp en ekkert á þeim buxunum að finna sér kærasta strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.