Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2013, Side 4
S ími Einars Sveinssonar, fjár­ festis og fyrrverandi stjórn­ arformanns Íslandsbanka og Sjóvár, var hleraður í tengslum við rannsókn­ ir sérstaks saksóknara. Nafn Einars tengist rannsóknum embættisins á viðskiptum eignarhaldsfélagsins Vafnings en hann var einn af hlut­ höfum félagsins. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason voru ákærð­ ir og dæmdir í Vafningsmálinu í fyrra og gaf Einar vitnaskýrslu í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur um vitneskju sína í málinu. Þar að auki gaf Ein­ ar skýrslu hjá embætti sérstaks sak­ sóknara þegar Vafningsmálið var til rannsóknar. Aðkoma Einars að viðskiptum Vafnings var ekki mikil en fléttan snérist um endurfjármögnun á hlutabréfum eignarhaldsfélagsins Þáttar International í Glitni, áður Íslandsbanka, í febrúar árið 2007. Líkt og Einar greindi frá fyrir dómi var hann staddur erlendis þegar Glitnir endurfjármagnaði hlutabréf Þáttar International í Vafningi. Ein­ ar undirritaði því umboð sem hann sendi með rafrænum hætti til Ís­ lands en samkvæmt því var Bjarna Benediktssyni, syni bróður Einars og formanni Sjálfstæðisflokksins, veitt heimild til að veðsetja hluta­ bréf hans í Vafningi fyrir láninu frá Glitni sem notað var í endurfjár­ mögnuninni. Bjarni fær svör um símhleranir Einar Sveinsson er því einn af þeim aðilum sem embætti sérstaks sak­ sóknara hefur hlerað símann hjá síðastliðin ár. Í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn áðurnefnds Bjarna Bene­ diktssonar um fjölda símhlerana á Íslandi frá bankahruninu 2008 kom fram að embætti sérstaks sak­ sóknara hefði beðið um heimild til að hlera síma 116 sinnum frá árinu 2009. Héraðsdómar landsins sam­ þykktu allar 116 beiðnir sérstaks saksóknara til símhlerana. Beiðn­ in um að hlera síma Einars Sveins­ sonar hefur verið þar á meðal. Allir voru látnir vita Í öllum tilfellum sem símar sak­ borninga og vitna voru hleraðir hjá embætti sérstaks saksóknara var þeim aðilum sem hlerað var hjá til­ kynnt um það að hlerunum lokn­ um. Yfirleitt liðu nokkrir mánuðir, frá fjórum til tólf, frá því að hlerun­ um lauk og þar til þeim aðilum sem hlerað hafði verið hjá var tilkynnt um það. Einari hefur því verið til­ kynnt um símhleranirnar líkt og öll­ um öðrum sem lentu í þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Í svari Ögmundar við fyrirspurn Bjarna kom fram að í heildina hefðu héraðsdómum landsins borist 868 beiðnir um hleranir frá löggæslu­ yfirvöldum og rannsóknaraðilum á tímabilinu 2008 til 2012 og var einungis sex af þessum beiðnum hafnað. n Sími EinarS hlEraður 4 Fréttir 1.-3. mars 2013 Helgarblað „Þetta er gríðarlegt áfall“ n Forstjóri þvertekur fyrir að um falsanir hafi verið að ræða V ið tökum þetta grafalvarlega og erum að fara ofan í hvern ein­ asta þátt,“ segir Guðjón Brjáns­ son, forstjóri Heilbrigðisstofn­ unar Vesturlands á Akranesi, um mál Hlédísar Sveinsdóttur. Dóttir hennar, Sveindís Helga, fæddist á sjúkrahúsinu fyrir tveimur árum og varð fyrir mikl­ um heilaskaða vegna vanrækslu og gáleysis starfsmanna heilbrigðistofn­ unarinnar. Hlédís er þó reiðust yfir við­ brögðum starfsmannanna í kjölfarið. Mikils ósamræmis gætir í skýrslum og öðrum gögnum um fæðinguna og tel­ ur hún að reynt hafi verið að fegra mál­ ið til að firra sjúkrahúsið ábyrgð. Guðjón gaf út yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Hlédísar fyrr í vikunni en þar tekur hann fyrir að gögn hafi verið fölsuð eða þeim með ásetningi breytt á einhvern hátt. Guðjón segir að sjúkrahúsið hafi á síðustu misserum skerpt á ýms­ um atriðum og að sú vinna hafi ver­ ið komin af stað áður en Sveindís fæddist. Hann vill ekki gefa upp hverju hefur verið breytt en segir að það verði kunngjört fljótlega. „Það voru þarna gerð mannleg mis­ tök. Tæknin var í lagi og þetta átti að vera hægt að sjá fyrir, en það var ekki gert og við viljum ekki skella skuldinni á neinn. Fyrst og fremst viljum við læra af þessu og tryggja aðstöðuna betur og sem allra best.“ Guðjón bendir þó á að ekkert sé algjörlega fyrirsjáanlegt í líf­ inu og alls ekki við þessar aðstæður. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir ljós­ mæðurnar sem eru búnar að starfa hérna í tugi ára. Við viljum ekki að svona gerist nokkurs staðar, nokkurn tíma aftur.“ n n Bjarni Ben lagði fram fyrirspurn um símhleranir á Alþingi Hleraður Einar Sveinsson lenti í því, ásamt á annað hundrað öðrum aðilum sem tengjast rannsóknum sérstaks saksóknara, að síminn hans var hleraður. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Spurði um hleranir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk svör við fyrirspurn sinni um símhleranir í vikunni. Akranes Guðjón, forstjóri Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands, vill ekki gefa það upp strax hverju hefur verið breytt síðan Sveindís fæddist. Framsóknarmenn halda málþing Frambjóðendur Framsóknar­ flokksins í komandi alþingiskosn­ ingum blása í dag, föstudag, til málþings um Ólaf Jóhannesson, sem forðum var formaður flokks­ ins. Á málþinginu mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, flytja hátíðarávarp, Páll Pétursson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, flytja framsögu undir heitinu Leið­ togi og landsfaðir og Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, flytja fram­ sögu undir heitinu „Stjórnarskrár­ hugmyndir Ólafs Jóhannessonar“. Málþingsstjóri verður Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður í Reykjavík. Málþingið er haldið í til­ efni af 100 ára fæðingardegi Ólafs en það fer fram að Suðurlands­ braut 24 á milli klukkan 17 og 19. Styrkja RIFF áfram Reykjavíkurborg ætlar að styrkja Reykjavík International Film Festi­ val, eða RIFF, um níu milljónir króna í ár. Áður hafði verið ákveðið að hætta að styrkja kvikmynda­ hátíðina. Eins og DV greindi frá hefur menningar­ og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar farið með skýrslu eftirlitsnefndar um kvikmynda­ hátíðina sem trúnaðarmál. Hátíðin er fjármögnuð að mestu leyti með styrkjum, meðal annars frá Reykja­ víkurborg, en af um 56 milljóna króna tekjum hátíðarinnar árið 2011 voru 40 milljónir tilkomnar vegna styrkveitinga. Hátíðin hefur verið haldin síðastliðin níu ár en á henni eru sýndar kvikmyndir víða að úr heiminum og koma leikarar og leikstjórar gjarnan hing­ að til lands í tengslum við hátíðina. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Hrönn Marinósdóttir sem jafnframt er eini eigandi og stjórnarmaður rekstrarfélags hátíðarinnar, Alþjóð­ leg kvikmyndahátíð í Reykjavík ehf. Á hverju ári hefur Reykjavíkurborg styrkt hátíðina um 8 til 9 milljónir króna en hátíðin hefur einnig fengið styrki frá öðrum aðilum, til dæmis í gegnum menntamálaráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.