Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 3
Svik Árna við Samfylkinguna Fréttir 3Mánudagur 4. mars 2013 n Stefán Logi hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun n Sótti 16 ára stelpu í meðferð mennina og óttaslegin. Sálfræðing- ur hennar telur óvíst að hún nái sér. Skildu fórnarlambið eftir í blóði sínu Afbrotaferill Stefáns er langur. Árið 1998 fékk hann fyrsta dóm- inn sem var fyrir innbrot. Í apríl sama ár réðust bræðurnir á mann í Hveragerði. Stefán kýldi svo tönn úr manni við meðferðarstöðina Vog það sama ár. Árið 2002 voru bræðurnir dæmdir í fangelsi fyr- ir stórfellda líkamsárás á mann á heimili þeirra á Skeljagranda. Þeir gengu hrottalega í skrokk á manninum, báru hann svo út og skildu hann eftir við leikskólalóð í nágrenni heimilis þeirra þar sem þeir héldu að hann væri látinn. Árásin þótti sérlega hrottaleg en fórnarlambið hlaut tólf stungu- og skurðsár í andliti og á líkama, gat á vinstra eyra, sem Stefán Logi veitti honum með beltisgatara, brot í ennisbeini og nefrót, fjóra skurði á höfði, blóðsöfnun undir höfuðleðri og lífshættulega blæð- ingu milli heilahimna. Stefán Logi hlaut fyrir þá líkamsárás tveggja ára fangelsi og bróðir hans Krist- ján þrjú og hálft ár. Ógnaði með risaöxi Árið á eftir, í nóvember 2003, slapp Stefán út á reynslulausn eftir að hafa afplánað tvo þriðju tveggja ára dóms. Nokkrum mánuðum seinna, í apríl 2004, var hann handtekinn fyrir líkams árás á ungan dreng á heimili sínu á Skeljagranda. Dreng- urinn hlaut við árásina lífshættuleg inn vortis meiðsl. Stefán var hand- tekinn vegna líkamsárásarinnar en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann var hins vegar aftur handtek- inn tveimur dögum seinna vegna tveggja annarra líkamsárása sem hann var sakaður um að hafa framið í félagi við annan mann. Þvinguð með ógn, aflsburði og ofbeldi Í dómnum yfir Stefáni Loga og Þorsteini segir að þeir hafi með ógn, aflsburði og ofbeldi komið fram vilja sínum og þvingað stúlk- una til samræðis. Þótti sann- að að hún hefði verið áreitt um tíma og að mennirnir hefðu flutt hana nauðuga í burtu. Með til- liti til alvarleika brotsins, langs brotaferils Stefáns; en hann hef- ur alls hlotið átta refsidóma og fjórum sinnum gengist undir sektarrefsingu, var hann dæmd- ur í fimm ára fangelsi líkt og áður segir. Þorsteinn fékk fjögur ár og sex mánuði og þeim er gert að greiða stúlkunni tvær milljónir í skaðabætur. Sálfræðingur segir óvíst um bata konunnar en ljóst er að atvikið hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á hana en hún hefur þjáðst af áfallastreituröskun eftir nauðgunina. n GENGUR ENN LAUS n Fer gegn vilja þingflokksins n Vill fórna stjórnarskrárfrumvarpi fyrir fylgi Þ etta kom mér gersamlega á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um yfir- lýsingar Árna Páls Árna- sonar, formanns flokksins, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað fyrir þinglok. Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil óánægja innan þing- flokks flokksins vegna ummæla Árna. Svo virðist sem ekki hafi verið haft samráð við þingmenn flokksins um nokkurs konar stefnubreytingu í stjórnarskrármálinu og þeir þing- menn sem DV leitaði til sögðu að orð Árna Páls á laugardaginn hefðu komið sér í opna skjöldu. Mikill hiti var í þingmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á árshátíð Alþingis sem haldin var í Súlnasal Hótels Sögu á laugardaginn. Samkvæmt heim- ildum blaðsins gætti mikillar reiði í garð Árna Páls. Sjálfur mætti hann ekki til veislunnar. Óttast hávaða á þinginu Árni Páll sendi flokksmönnum bréf á sunnudaginn og gerði grein fyrir afstöðu sinni í stjórnarskrármálinu. Af bréfinu má skilja að Árni hafi áhyggjur af því að átök um mál- ið á síðustu dögum þingsins kunni að kosta Samfylkinguna fylgi. „Forsenda farsællar kosningabar- áttu er að stærsti flokkur þjóðarinn- ar ráði við að ljúka þingstörfum án þeirra átaka, málþófs, upphlaupa og hávaða sem einkennt hafa þinglok undanfarin ár og hafa kostað okkur mikið fylgi í hvert einasta sinn,“ skrifar hann. Árangurslausar viðræður Í hádegisfréttum RÚV á laugar- daginn sagði Árni: „Það er hins vegar engin leið til að klára þetta mál á þessum stutta tíma sem eftir er og þess vegna skiptir miklu máli að verja þessar framsæknu hug- myndir sem eru í stjórnarskránni og tryggja þeim líf inn í næsta kjör- tímabil. Ég vil því að við leggjum höfuðáherslu á að ná samstöðu um framhald málsins yfir í næsta kjör- tímabil.“ Sagðist Árni Páll eiga í við- ræðum við formenn annarra stjórn- málaflokka um málið og vonast eftir því að Alþingi álykti um framhald þess á næsta kjörtímabili. Viðræður Árna Páls við formenn hinna flokkanna hafa ekki gengið betur en svo að Bjarni Benedikts- son lýsti því yfir ekki kæmi til greina að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þingsályktunartillögu um að binda hendur næsta þings með ályktun um áframhald málsins. Að því er fram kemur í bréfi Árna til flokks- manna eru þó þingflokkar Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna já- kvæðari gagnvart hugmyndum hans. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að vel sé hægt að ljúka stjórnarskrármálinu ef vilji er fyrir hendi. Í bloggfærslu á Smug- unni segir hann óhjákvæmilegt að núverandi þing taki afstöðu til máls- ins ef það á á annað borð að gera breytingar á stjórnarskránni á næst- unni. Jafnframt svarar hann Bjarna Benediktssyni og segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu um frekari vinnu við nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. „Það er alsiða að þing- ið samþykki slíkar ályktanir sem vísa til framtíðar,“ skrifar hann. Gagnast varla Samfylkingunni Gísli Tryggvason, frambjóðandi Dögunar og fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, fór hörðum orðum um yfirlýsingar Árna Páls í Silfri Egils á sunnudaginn. Sagði hann að ef stjórnarskrármálið yrði ekki klárað á þessu kjörtímabili væru Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð að svíkja kjósendur sína. Í samtali við DV sagði Gísli vilja að þingmenn stæðu og féllu með samvisku sinni. „Ég vil frekar að greidd verði atkvæði um málið heldur en að stjórnarskrár- breytingarnar verði svæfðar í bakher- bergjum,“ sagði hann. „Það er engin tilviljun að Alþingi ákvað árið 2010 og aftur 2011 að fela öðrum aðila, stjórnlagaþingi og svo stjórnlagaráði, að eiga frumkvæði að nýrri stjórn- arskrá. Það er vegna þess að þingið hefur reynst óhæft til að sinna þessu síðustu 70 árin. Auk þess er Alþingi í raun vanhæft til að véla um eig- in hagsmuni, enda er stjórnarskráin að einhverju leyti starfslýsing þing- manna og venjulega hafa menn ekki sjálfdæmi um eigin starfslýsingu.“ Gísli telur að með því að fresta stjórn- arskrárbreytingunum sé ekki aðeins farið gegn niðurstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar þann 20. október síðast liðinn heldur einnig kosninga- loforðum sem gefin voru árið 2009. „Ég held bara að nýr formaður Sam- fylkingarinnar hafi látið afturhalds- öflin plata sig. Vegna þess að þetta getur varla verið vatn á myllu Sam- fylkingarinnar að svíkja síðasta stóra málið sem þeir eiga möguleika á að koma í gegn,“ segir hann. Þingmaður Sjálfstæðis- flokksins ánægður DV ræddi við Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem taldi að Árni hefði tekið skyn- samlega ákvörðun með ummælum sínum. „Ég er þeirrar skoðunar að Árni Páll sé kannski að hafa orð á því sem mjög margir í stjórnarflokk- unum hafa gert sér grein fyrir um langt skeið. Að málið sé einfaldlega þannig statt að það sé ekki raunhæft að klára það fyrir kosningar í vor,“ sagði hann. Þau rök hafa komið fram að það yrði til lítils að samþykkja fyrirliggj- andi frumvarp til stjórnarskrár- breytinga í ljósi þess að ólíklegt sé að næsta þing fallist á breytingarnar. Gísli Tryggvason gefur lítið fyrir þennan málflutning: „Þessi rök hljóta þá alltaf að eiga við þegar breyta á stjórnarskránni, enda get- um við aldrei vitað hvað næsta þing vill. Ef næsta þing er mótfallið stjórnlagaumbótum þá skiptir ekki máli hvað verður gert núna.“ Málinu ekki lokið Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem DV ræddi við sögðu að stjórnar- skrármálinu væri engan veginn lok- ið. „Við getum ekki sætt okkur við þetta,“ sagði einn þeirra um yfir- lýsingar Árna Páls. Þá hefur Lúðvík Geirsson, þingmaður flokksins, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd lýst því yfir á Facebook-síðu sinni að hann vilji fara að þjóðar- vilja og láta reyna á vilja meirihluta Alþingis við afgreiðslu málsins. „Stjórnarskrárfrumvarpið er klárt til lokaumræðu og afgreiðslu fyrir þinglok. Mín afstaða hefur alla tíð legið skýr fyrir og hún hefur ekki breyst,“ skrifar hann. Á vefnum 20.oktober.is eru þing- menn spurðir hvort þeir vilji greiða stjórnarskrárbreytingum atkvæði sitt fyrir þinglok. Af 19 þingmönn- um Samfylkingarinnar hafa 15 svar- að spurningunni játandi. Því er ljóst að Árni Páll fer gegn vilja meirihluta eigin þingflokks. Reiði meðal flokksmanna Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil óánægja innan flokksins eftir útspil Árna Páls. Einn þeirra flokks- manna sem hafa fordæmt ummæli formannsins er Anna Kristjánsdóttir, vélstýra sem sat í stjórn Samfylk- ingarfélagsins í Reykjavík um árabil. Á vefsíðu sinni sendir hún Árna Páli tóninn: „Þjóðin vill nýja stjórnarskrá hvort sem Árna Páli og félögum hans í Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki líkar betur eða verr. […] Þegar sjálfur formaður Samfylkingarinnar ákveður að skjóta sig í fótinn með heimskulegum ummælum um stjórnarskrárfrumvarpið í stað þess að berjast fyrir framgangi þess fram á síðustu stundu er ég ekki lengur með í liðinu.“ Næstu skref mikilvæg Þegar þetta er ritað er Magnús Orri Schram eini þingmaður Samfylk- ingarinnar sem hefur lýst yfir ein- dregnum stuðningi við yfirlýsingar Árna Páls, en hann réttlætir ummæli Árna í bloggfærslu á Eyjunni. Magn- ús hefur, líkt og Árni Páll, talað fyrir því að Samfylkingin færi sig inn að miðju stjórnmálanna og í bók sinni Við stöndum á tímamótum heldur hann því fram að áherslur og sjón- armið vinstrimanna og jafnaðar- manna séu ekki þær sömu. Samkvæmt niðurstöðum skoðana könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birtust á sunnu- daginn telja fjörutíu og fimm pró- sent landsmanna mikilvægt að stjórnarskrármálið verði klárað fyrir kosningar. Þrjátíu og níu prósentum þykir málið ekki brýnt. Ef marka má þetta gætu næstu skref þingmanna Samfylkingarinnar orðið afdrifarík og haft áhrif á gengi flokksins í kosn- ingunum í vor. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Ég held bara að nýr formað- ur Samfylkingarinnar hafi látið afturhaldsöflin plata sig. Gagnrýnir Árna harðlega Gísli Tryggva- son, fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, telur að Árni Páll hafi látið afturhaldsöfl plata sig. Ekkert samráð við þingflokkinn Árni Páll Árnason hafði ekki samráð við þing- flokk Samfylkingarinn- ar áður en hann lýsti því yfir að skynsamlegt væri að fresta stjórn- arskrárbreytingunum. MyNd SiGtRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.