Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 14
Ég er sterk á daginn Þetta var mjög óvænt og skrýtið Vilborg Davíðsdóttir missti eiginmann sinn þann 9. febrúar. – DVÓttarr Proppé um kosningabaráttu Besta flokksins. – DV Hagkerfin tvö Spurningin „Jú, ég borða hrossakjöt. En ekki hrossabjúgu.“ Arnljótur Sigurðsson 25 ára listamaður „Já. Mér finnst það ekkert rosalegt hneykslismál.“ Þórbergur Friðriksson 19 ára glasabarn „Nei, ég er grænmetisæta.“ Máni M. Sigfússon 26 ára nemi „Ég borða ekki kjöt, ég er græn- metisæta.“ Laufey Soffía Þórsdóttir 18 ára þjónn á Sushibarnum „Nei, ég borða ekki hesta, ég er grænmetisæta.“ Ágústa Björnsdóttir 20 ára þjónn á Café Haiti Borðar þú hrossakjöt? 1 Talið að maðurinn muni aldrei finnast Lögreglan býst ekki við að finna manninn sem jörðin gleypti í Flórída í liðinni viku. 2 Æfir með Magga Bess Sigrún Lilja Guðjónsdóttir farin að lyfta. 3 „Takið af henni gleraugun!“ Móðir segir frá reynslu ungrar dóttur á handboltaleik þar sem foreldrar barns í hinu liðinu gengu of langt . 4 Ungur drengur lést í slysinu Tólf ára drengur lést í bílslysi í Skaga- firði á föstudag þegar jeppi með fjórum farþegum hafnaði utan vegar. 5 Mamma greip barn sem féll út um glugga Ótrúleg samvinna móður og ömmu við björgun í Washington. 6 Hætti að halda upp á afmælið sitt ellefu ára Óttarr Proppé tók kjör Ronalds Reagan sem Bandaríkjaforseta afar nærri sér. 7 Keyrðu út af og flúðu vettvang Ölvaðir ökuníðingar á Vesturlandsvegi komust í dagbók lögreglunnar þessa helgina. Mest lesið á DV.is H agkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hag­ kerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Ís­ landi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðar­ innar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgar­ svæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lög­ festingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorp­ unum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur. Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslands­ sögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stór­ felldar skuldaleiðréttingar vegna bólu­ hagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggða­ stefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggð­ inni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfið leikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir. Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aft­ ur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin – hver sem betur get­ ur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr. Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldin­ um og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kem­ ur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr – þang­ að til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu – en ekki fyrr. Höfundur er tölvu- og kerfisfræðingur og situr í bráðabirgða- stjórn Landsbyggðarflokksins. Umræða 15Mánudagur 4. mars 2013 Hún getur þetta allt Bergur Ingólfsson leikstjóri um Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. – DV Aðsent Magnús Hávarðarson „Það búa tvær þjóð- ir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgar- svæðinu en hin á lands- byggðinni. Auknar líkur á olíu „Gríðar­ leg um­ svif munu verða við rannsóknar­ boranirnar einarU m leið og ég varð iðnaðar­ ráðherra 2007 tók ég ákvörðun um að setja í for­ gang að ljúka öllum rann­ sóknum sem væru nauðsyn­ legar til að hægt væri að bjóða út olíuleyfi á Drekasvæðinu. Margir töldu þetta óráðsíu og bjartsýnisflipp. Það þurfti að slást fyrir fjármagninu. Ég naut þar skilnings Geirs H. Haarde, sem var forsætisráðherra. Gagn­ rýnendur sögðu, að fyndust kolvetni yrði það líklega illvinnanlegt gas. Rökstudd olíubjartsýni Tvær ástæður voru fyrir olíubjartsýni minni. Hin fyrri fólst í margra ára jarð­ eðlisfræðilegum rannsóknum sem gáfu til kynna að jarðlögin á svæðinu geymdu olíu. Ég kallaði til tvo óskylda alþjóðlega sérfræðinga. Báðir töldu að mælingarnar bentu sterklega til jarð­ myndana sem tengjast olíulindum. Síðari ástæðan er jarðfræðilegur uppruni Drekasvæðisins. Í gríðar­ legum hamförum fyrir 40 milljörð­ um ára slitnaði það út úr jarðbrú sem lá á milli þess sem í dag er annars vegar Austur­Grænland og hins vegar Vestur­ Noregur. Bandarískar rann­ sóknir hafa sýnt að mjög miklar líkur eru á olíu eða gasi út af Austur­Græn­ landi, og við Vestur­Noreg eru lind­ irnar sem gerðu Norðmenn að ríkustu þjóð veraldar. Drekasvæðið er gert úr sömu jarðlögum. Sumarið 2011 var svo norskt rann­ sóknarskip á leið til rannsókna við Austur­Grænland. Það gerði stuttan stans á Drekasvæðinu, setti þar nið­ ur ómannaðan smákafbát, sem bor­ aði í þverhnípt neðansjávarfjall sem rís upp af botni svæðisins. Í þremur sýnum komu í ljós leifar af olíu. Ofan­ greindar ástæður vekja rökstudda bjartsýni um að hún sé í vinnanlegu magni. Olíuborpallur 2017-2018? Í janúar á þessu ári voru svo fyrstu leyfin veitt. Í síðustu viku birti norska olíustofnunin niðurstöður sem benda til að 80% líkur séu á að þar sé olía fremur en gas. Og Terje Hagevang, norskur sérfræðingur sem best þekkir svæðið, álítur að þar séu stærstu ónýttu olíulindir norðursins. Hann telur að fyrsti olíuborpallurinn komi á svæðið 2017–2018. Gríðarleg umsvif munu verða við rannsóknarboranirnar einar. Enginn vafi leikur á að hvers kyns þjónusta við þær gæti á næstu árum skipt veru­ legu máli fyrir landsmenn – ekki síst Norðlendinga. Diplómatísk snilld Árið 1981 samdi utanríkisráðuneytið við Noreg um að hvort ríkið um sig ætti kost á fjórðungshlutdeild í mögu­ legum olíulindum sitthvoru megin miðlínu milli Íslands og Jan Mayen. Samkvæmt samningnum þurfa Norð­ menn að tilkynna innan mánaðar frá útgáfu íslensks leyfis hvort þeir not­ færi sér þennan rétt. Ísland þarf hins vegar ekki að taka ákvörðun um þátttöku Noregs­ megin fyrr en byrjað er að draga upp olíuna. Áhætta Íslands af þátttöku yrði því hverfandi! Ef olía finnst í miklu magni á norska svæðinu mun fjórð­ ungshlutur íslenska ríkisins færa því gríðarlegar tekjur síðar á öldinni. Samningurinn frá 1981 er því tær diplómatísk snilld. Ýtrasta varfærni Ýtrustu kröfum um umhverfisvernd og öryggi verður alltaf að fylgja af Íslands hálfu um boranir og olíu­ vinnslu. Í þeim efnum standa Norð­ menn langfremstir. Þangað leitaði ég því um fordæmi þegar ég setti fyrstu reglugerðina um leit og vinnslu á olíu árið 2009. Íslandi er farsælt að efla samstarf við Noreg í öllu sem lýtur að olíu í framtíðinni – og að því vinn ég um þessar mundir. Kjallari Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.