Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 15
16 Neytendur 4. mars 2013 Mánudagur Borgarar dagsettir fram í tímann n Mistök í pökkun, að sögn verslunarstjóra V iðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann gerði sér ferð í eina verslun- ina síðdegis á fimmtudag. Eins og vonandi má á meðfylgjandi mynd stendur þar að pökkunar- dagurinn sé 1. mars 2013. Það sem gerir dagsetninguna tor- tryggilega er sú staðreynd að myndin var tekin 28. febrúar, skömmu eftir kvöldmat. Pökkunardagur vörunnar var sumsé dagsettur fram í tímann. DV hafði samband við Ingólf Árna- son, verslunarstjóra Krónunnar í Mos- fellsbæ, sem kannaði málið. Hann sagði að vogin sem vigtaði hamborgar- ana hefði verið vitlaust stillt. „Hún gef- ur þær upplýsingar að klukkan 12 á hádegi sé klukkan 12 á miðnætti. Við þurfum einfaldlega að stilla hana bet- ur,“ sagði hann við DV. Hann þakkaði blaðinu kærlega fyrir ábendinguna og bætti við í tölvupósti skömmu síðar að tölvumaður væri á leiðinni til að laga þetta. „Þannig að þetta verður komið í lag fljótlega,“ sagði hann. Matvælastofnun hefur eftirlit með merkingum á kjöti en óhætt er að hvetja neytendur til að tilkynna það til stofnunarinnar ef þeir telja misbrest þar á. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem DV greinir frá því að vörur í Krónunni hafi verið dagsettar fram í tímann. Árið 2008 fann við- skiptavinur kjúklingabringur frá Móa sem dagsettar voru tvo daga fram í tímann. Hann fékk engar skýringar á því í versluninni en í samtali við DV sagði rekstrarstjóri Matfugls að um mannleg mistök hefði verið að ræða og einstakt tilvik. n baldur@dv.is, kristjana@dv.is xxx 263,6 kr. 259,7 kr. xxx 263,3 kr. 259,5 kr. xxx 263,2 kr. 265,3 kr. xxx 263,6 kr. 259,7 kr. xxx 266,9 kr. 259,7 kr. xxx 264,2 kr. 259,4 kr. Eldsneytisverð 3. mars Bensín Dísilolía Ávaxtabar í Krónunni n Lofið fær Krónan fyrir að bjóða upp á ávaxtabar þar sem þú getur keypt 10 ávexti á 390 krónur eða 39 krónur stykkið. Þetta er skemmtilegt tilbreyting frá nammibörunum sem eru úti um allt og börnunum finnst gaman að fá að velja í poka. Óskandi væri að fleiri tækju upp slíka bari. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Dagsett 1. mars Myndin var tekin í Krónunni 28. febrúar. Rukka 129 þúsund fyrir netnotkun n Notaði netið í 20 mínútur í Boston n Segir sms-skilaboð frá Tali villandi R únar Pálmason keypti sér iPhone-síma fyrir jól og stuttu seinna gladdi kærasta hans hann með óvæntri utan landsferð til Boston. Rúnar gangsetti nýja símann í Boston, setti í gang nokkur fylgiforrit og skoð- aði nokkrar fréttir á mbl.is. Hann trú- ir að samtals hafi hann notað netið í um 20 mínútur þann 22. desember í Boston. Þegar heim var komið fékk hann símreikninginn frá Tali, tæpar 130 þúsund krónur kostaði netvafrið en heildarreikningurinn var 116 þús- und krónur með afslætti. Rúnar er verulega ósáttur við Tal vegna þessa. En þegar hann var á netinu fékk hann skilaboð frá Tali um að hann þyrfti að staðfesta með sms-i ef hann vildi fara yfir 10 þúsund króna hámark í netvafri. „Það gerði ég ekki og taldi mig því öruggan um að hafa ekki eytt meiru. Villandi sms frá Tali „Á tuttugu mínútum fær ég tvö sms frá þeim. Ég hafði ekki miklar áhyggjur. Fyrsta sms-ið fékk ég þegar ég hafði verið um fimm mínútur á netinu í því stóð: Kaeri notandi. Thu hefur nu nytt yfir 8.000 kr. af 10.000 kr. gagna- magnsthaki manadarins erlendis. Lokad verdur a niðurhal thegar thaki er nad. Ef thu vilt haekka thakid i 20.000 kr getur thu sent SMS með text- anum „NIDURHAL“ i numerid 1234 eda haft samband vid thjonustuver okkar +354-4451616, Tal. Nokkru síðar fæ ég þetta sms: Kaeri notandi. Thu hefur nu full- nytt gagnamagnsthak manadarins erlendis 10.000 kr og lokad hefur ver- id a gagnamagnsnotkun a numer- inu thinu. Ef thu vilt haekka thakid i 20.000 kr getur thu sent SMS með text- anum „NIDURHAL“ i numerid 1234 eda haft samband vid thjonustuver okkar +354-4451616, Tal. Þarna eru þeir búnir að senda mér tvisvar sms. Eitthvað segir mér að þeir séu búnir að fá upplýsingar um að ég sé kominn yfir markið. Með þessu sms -i segja þeir mér að ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Hvers vegna senda þeir þetta sms ef það er bein- línis villandi? Ætli fólk sé yfirhöfuð að klikka á þessu? Þá fá þeir örugglega fleiri krónur í kassann. Sms-ið gefur fólki þau villandi skilaboð að net- notkunin sé innan marka. Þegar heim er komið kemur hins vegar allt ann- að í ljós.“ stökkbreyttir símreikningar frá sólarströnd Viktor Ólason, forstjóri Tals, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti einstakra viðskiptavina en segir mikil- vægt að viðskiptavinir séu upplýstir um að það geti verið kostnaðarsamt fyrir þá að fara á netið í símanum er- lendis. Tugi þúsunda geti kostað að horfa á eitt myndband á Facebook. „Við erum hér fyrir viðskipta- vini og það er okkar hagur að við- skiptavinir okkar séu hamingjusam- ir sama hvar þeir stíga niður fæti,“ segir Viktor. Hann bendir jafnframt á að verðin séu mishá eftir löndum og nefnir Bandríkin sem dæmi um land sem er með sérlega hátt verð. „Það getur kostað tugi þúsunda að horfa á eitt stutt, fyndið myndband á Facebook. Það er fínasta afþreying en getur verið kostnaðarsöm. Þess vegna reynum við að fræða við- skiptavini um verðin og reynum eft- ir fremsta megni, með ýmsum leið- um, að hafa viðskiptavini upplýsta. Stökkbreyttir símreikningar af sól- arströnd eru ekki eitthvað sem við sækjumst eftir að fá inn á borð til okkar. En það gerist og þá er hvert mál tekið fyrir sig,“ segir Viktor. Fékk helmingslækkun Rúnar segist hafa verið boðin helm- ingslækkun á reikningi sínum. „Ég sættist ekki á það. Þeir vildu ekkert gera fyrir mig í fyrstu og bentu á skil- mála sína. Að töf á gögnum frá grunn- kerfinu geti verið lengi að berast. Þá geti kerfisvandamál komið upp sem hafi áhrif. En þá segi ég aftur, hvers vegna þá að senda þetta sms? Þeir segja mér að ég sé aðeins búinn að eyða 10 þúsund krónum þegar raunin er allt önnur.“ Ferðalangar varaðir við því að fara á netið Tal sendir meðal annars sms á við- skiptavini sína þegar þeir lenda á er- lendri grund og bendir á að það sé kostnaðarsamt að nota netið í síman- um og að gjaldfærslugjöld geti borist seint. Í Bandaríkjunum er sett þak á netnotkun í símann við tíu þúsund krónur og er það gert um leið og gjald- færslugögn berast í hús. „Við reynum að vera með belti og axlabönd í þess- um efnum en því miður eru kerfin ekki fullkomin og því rétt að vara ferðalanga við að fara á netið í síman- um nema að kynna sér verðin vel. Nú þegar mesti ferðatíminn er framund- an er gott að skerpa á þessu við ferða- langa og ég hvet alla til að kynna sér verðskrá og fyrirkomulag áður en lagt er af stað. Það er jafn mikilvægt og að muna eftir sólarvörninni,“ segir Viktor að lokum. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Ósáttur Stutt vafur á netinu í utanlandsferð Rúnars kostaði nærri 130 þúsund krónur. Símreikningurinn með afslætti er 116 þúsund krónur. MynD igTryggur ari „Það getur kostað tugi þúsunda að horfa á eitt stutt, fyndið myndband á Facebook. Viktor Ólason, forstjóri Tals Rannsókn Mat- vælastofnunar Matvælastofnun gerði athuga- semdir við allar þær matvörur sem teknar voru til rannsóknar nýlega. Hæst bar að ekkert nauta- kjöt var að finna í nautaböku frá Gæðakokkum eins og RÚV greindi frá í síðustu viku. Frekari niðurstöður rannsókna stofnunarinnar eru nú ljósar og greindi RÚV enn frekar frá þeim. Í rannsókn stofnunarinnar var áberandi að matvælaframleiðend- ur sleppa því að greina frá upp- runa kjöts og hversu mikið af kjöti er í vörunni. Þá virðist sem farið sé frjálslega með merkingar. Nautgripahakk en ekki nautahakk frá SS Ítalskar lambahakkbollur frá Gæðakokkum, framleiddar fyrir Kost, innihalda ekki nauta- kjöt, jafnvel þótt það sé tilgreint í innihaldslýsingu. Þá eru athugasemdir gerðar við það að nautahakk frá SS sé ranglega kall- að nautahakk því samkvæmt inni- haldslýsingu er það nautgripakjöt, sem þýðir að um kýrkjöt geti verið að ræða. Enginn hvítlaukur í hvítlaukspönnu Svo virðist sem íslenskir framleið- endur þurfi að taka sig veru- lega. Því í athugasemdum Matvælastofnunar kemur til dæmis fram að enginn hvítlaukur sé í svokallaðri Franskri hvítlauks- pönnu frá Krónunni. Þá vantar líka upp á innihaldslýsingu og hversu hátt hlutfall af nautakjöti er í vörunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.