Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 21
22 Menning 4. mars 2013 Mánudagur HönnunarMars að hefjast n Sarah Cooper og Nina Gorfer í Norræna húsinu H önnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14.– 17. mars 2013. Það eru ís- lenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dag- skrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, inn- setninga og sýninga. HönnunarMars spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinn- ar sem sýna hvað í þeim býr, til ný- útskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í sam- tímanum. Dagskráin hefst eins og áður með fyrirlestradegi, á fimmtudeg- inum 14. mars þar sem framúrskar- andi erlendir hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Á föstudeginum verð- ur kaupstefnumótið DesignMatch haldið í Norræna húsinu þar sem íslenskum hönnuðum gefst tæki- færi á að hitta norræna kaupendur. Norræna húsið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi og fyrir utan kaupstefnuna sem haldin er í ár býður húsið enn fremur upp á sýn- ingarnar Hið langa andartak og Láð og lög. Á sýningunni Hið langa andar- tak - The Long Moment, verða sýnd- ar ljósmyndir eftir Söruh Cooper og Ninu Gorfer. Þær verða einnig sýn- ingarstjórar Norræna tískutvíærings- ins sem haldinn verður í Frankfurt í mars á næsta ári. Sýningin er yfir- litssýning þar sem sýnt verður úrval ljósmynda frá ferli þeirra. Sýningin Láð og lögur er samsýn- ing af einstöku finnsku og íslensku nútímaskarti sem er innblásið af villtri náttúru. Sýningin stóð fyrst í Hanaholmen í Finnlandi sem hluti af World Design Capital Helsinki 2012-dagskránni, en verður í Nor- ræna húsinu frá 14. mars til 14. apr- íl 2013. Doktor Fástus á sviðinu Leikfélag MR Herranótt, elsta leik- félag Norðurlanda, sýnir í ár verk Gertrude Stein, Doktor Fástus í myrku ljósi. Brynhildur Guðjóns- dóttir sér um leikstjórn. Margir mætir listamenn hafa túlkað goð- sögnina um Fást á eigin hátt, svo sem Christopher Marlowe, Johann Göthe og Thomas Mann. Í verki Gertrude Stein selur Fástus djöfl- inum sál sína fyrir rafmagnsljósið. Leikritið hefst þegar Mefistó, sendiboði djöfulsins, kemur að innheimta borgun. Doktor Fástus í myrku ljósi er sýnt í Tjarnarbíói og fást miðar á midi.is, almennt miðaverð er 2.000 kr. Í rska hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út eina áhrifa- mestu plötu tónlistarsögunnar, Loveless, árið 1991 og var eftir það óvirk í mörg ár. Sú plata var heljarinnar verk. Gerð hennar tók næstum því tvö ár og plötufyrir- tækið endaði á því að reka hljóm- sveitina vegna samskiptavanda og kostnaðar við gerð plötunnar. Hljómsveitin starfaði nánast ekkert á næstu árum og meðlimirnir tvístr- uðust hver í sína átt. Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa því þurft að bíða í rúm 20 ár eftir nýrri plötu en í ár hefur þeim orðið að ósk sinni; hljómsveitin goðsagnakennda sendi frá sér nýju plötuna m b v í febrúar. Þá voru gamlar plötur og smá- skífur hljómsveitarinnar endur- hljóðblandaðar og endurútgefnar í fyrra. Með „skóstöruna“ My Bloody Valentine var stofnuð í Dublin á níunda áratugnum og gaf út nokkrar smáskífur þar sem í fyrstu mátti finna hávaðasamt popp undir áhrifum af tilraunagleði og fram- sækni nýbylgjunnar og síðpönksins. Á seinni hluta áratugarins fékk sveitin samning hjá Creation Records og sendi frá sér smáskífuna You Made Me Realise árið 1988. Hljómblær sveitarinnar var þá meira og meira farinn að einkennast af lagskiptum gítarhávaða, draumkenndum rödd- unum og loftkenndum, bjöguðum en jafnframt gullfallegum melódíum. Bresku tónlistarblöðin hófu að kenna þessa stefnu við „shoegazing“ sem sumir íslenskir tónlistarspekúlant- ar hafa útlagt sem „skóstöru“. Sagt er að uppruna hugtaksins megi rekja til þess að meðlimir hljómsveita sem kenndar eru við þessa stefnu áttu til að standa grafkyrrir og niðurlút- ir á meðan þeir spiluðu á hljómleik- um. Þaðan kemur hugmyndin um að þeir hafi starað á skóna sína á með- an þeir léku. Reyndar var hugtak- ið í fyrstu notað um þær hljómsveit- ir sem fylgdu í fótspor My Bloody Valentine en hefur hún sjálf síðan einnig fallið undir þessa skilgrein- ingu á undanförnum árum. Þó hafa margir tónlistar menn lýst yfir óá- nægju sinni með hugtakið, til dæmis Stuart Brathwaite úr hljómsveitinni Mogwai, en hann er einmitt góðvin- ur Kevins Shields sem er „primus motor“ í My Bloody Valentine. Hljómblærinn endurskapaður Hluti af plötunni m b v var tekinn upp á tíunda áratugnum stuttu fyrir upplausn sveitarinnar en upptök- um var bætt við eftir að hljómsveitin tók upp þráðinn að nýju árið 2007. Eins og gefur að skilja hefur það ver- ið stórvirki að endurskapa eða bæta hljómblæinn sem Loveless gerði ódauðlegan á sínum tíma, enda kemur sú plata fyrir á fjölmörgum listum yfir bestu plötur allra tíma. Platan var því til dæmis ekki tekin upp með stafrænum búnaði, heldur var hún tekin upp og hljóðblönduð á svipuðum „analogue“ búnaði og fyrstu plöturnar, Isn‘t Anything og Loveless. Töldu margir tónlistar- spekúlantar, þegar útkoma m b v var fyrst tilkynnt í fyrra, að það yrði nánast ómögulegt að standa undir þeim væntingum sem óhjákvæmi- lega fylgdu þessu mikla framhaldi. Hins vegar fékk platan frábærar við- tökur bæði frá aðdáendum og gagn- rýnendum, þó flestir geti verið sam- mála um að hún nái ekki alveg sömu hæðum og Loveless. n   Þórður Ingi Jónsson n Ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma klárar loks framhald meistaraverks Draumar í ómstríðni Kevin Shields á tónleikum árið 2009 Hægri höndin hvílir á tremolo-stönginni á gítarnum en sú aðferð Kevins til að spila á hljóð- færið er eitt af sérkennum þess einstæða hljóms sem My Bloody Valentine er þekkt fyrir. Fallegar myndir Meðal þess sem verður áhugavert að sjá á HönnunarMars er sýningin Hið langa andartak - The Long Moment, þar sem sýndar verða ljósmyndir eftir Söruh Cooper og Ninu Gorfer. Nýtt gallerí Nýtt myndlistargallerí hóf rekstur að Hverfisgötu 4 á fimmtudaginn með sýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar. Galleríið heit- ir Hverfisgallerí og er samstarfs- verkefni að hálfu í eigu i8 gallerís við Tryggvagötu og að hálfu í eigu fjárfesta tengdra Arev verðbréfa- fyrirtækis. Eigendur að i8 eru Sigurður Gísli Pálmason, Edda Jónsdóttir og Börkur Arnarson. Þrátt fyrir hlut i8 mun Hverfisgallerí verða rekið sem algerlega sjálfstæð fyrir- tæki og hefur verið samið við tólf listamenn um að vinna með galleríinu. Meðal listamanna eru Guðjón Ketilsson, Sigurður Árni, Hildur Bjarnadóttir, Harpa Árnadóttir og Kristinn E. Hrafns- son. Það er Marteinn Tryggvason Tausen sem mun reka galleríið. Vonarstjarna í ís- lenskri myndlist Sýningin Brot með verkum Sirru Sigurðardóttur stendur yfir til 17. mars næstkomandi. Á sýningunni sækir hún sér efnivið í tölu- legar upplýs- ingar, vísinda- kenningar og rannsóknir og veltir fyrir sér upplifun mannsins af heiminum. Sirra hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga bæði bæði hér heima og er- lendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra Sigrún er einn stofn- enda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík. Þar hefur hún skipulagt fjölda sýninga og list- viðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Sirra er nokkurs konar vonarstjarna í ís- lenskri myndlist en í desember síðastliðnum var hún á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem list- tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.