Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 11
12 Erlent 4. mars 2013 Mánudagur krafturinn Ógnvænlegur K raftur sprengingarinnar sem fylgdi vígahnettinum sem hrapaði til jarðar í Rúss- landi í febrúar síðastliðn- um jafngilti þrjátíu kjarn- orkusprengingum. Sprengingin sendi lágtíðnidrunur í gegnum jörðina sem gaf vísindamönnum vísbendingar um kraftinn sem fylgdi þessum stærsta vígahnetti sem hrap- að hefur til jarðar síðastliðin 100 ár. Eyru manna nema ekki tíðnina Steininn féll til jarðar skammt frá borginni Chelyabinsk 15. febrúar síðastliðinn en hljóðbylgjan sem fylgdi honum var þúsundum sinn- um lægri en lægsti C-tónninn á píanói. Í raun geta eyru manna ekki numið svo lága tíðni að sögn The Comprehensive Test Ban Tr- eaty Organization, alþjóðlegrar stofnunar sem fylgist með kjarn- orkutilraunum. Stofnunin sagði hljóðbylgjuna frá steininum hafa sést á mælum sem staðsettir eru á Grænlandi og einnig á Suðurskauts- landinu, sem gerir þessa hljóðbylgju eina þá öflugustu sem um getur síð- an mælingar hófust. Þrjátíu kjarnorkusprengjur Vísindamennirnir notuðu þessa hljóðbylgju til að reikna út stærð vígahnattarins sem féll til jarðar en hljóðbylgjan stóð yfir í 32 sek- úndur. Út frá þeirri staðreynd meta vísindamenn að krafturinn frá sprengingunni sem varð þegar steinninn lenti á jörðinni, hafi numið 450 til 500 kílóvoltum, sem er ígildi þrjátíu kjarnorkusprengja. Nýj- ustu spár vegna stærðar vígahnattar- ins gefa til kynna að hann hafi verið 17 metrar í þvermál. Er hann talinn hafa verið sjö þúsund tonn að þyngd og hann hafi verið á ógnarhraða þegar hann lenti á jörðinni en vís- indamenn segja hann hafa ferðast átján kílómetra á hverri sekúndu. Sá stærsti síðan Tunguska Margaret Campell-Brown er stjörnu- fræðingur við háskólann í Vestur- Ontario í Kanada en hún sagði í samtali við bandarísku fréttastofuna CNN fyrir helgi að þetta væri einn stærsti vígahnöttur sem lent hefur á jörðinni síðan álíka tilvik átti sér stað í Tunguska-skóginum í Síberíu árið 1908. Er vígahnetti kennt um að hafa flatt út skóglendi þar fyrir rúmri öld. Yfirvöld í Rússlandi segja fimmtán hundruð manns hafa slasast þegar vígahnötturinn sprakk í grennd við borgina en flestir þeirra sem slösuð- ust skárust á gleri sem brotnaði við sprenginguna. Mánaðarannsóknir Bill Cooke er maðurinn sem stjórnar eftirliti með geimsteinum hjá geim- vísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Hann sagði við CNN að vís- indamenn teldu hnöttinn eiga rætur sínar að rekja til smástirnabeltis á milli Mars og Júpíters. Cooke á von á því að rannsókn vísindamanna á þessum atburði muni standa yfir næstu mánuðina. Fjöldi brota úr vígahnettinum hafa fundist hingað til en þau benda til þess að um hefð- bundinn hnött sé að ræða sem inni- heldur nikkel og járn. Það er hins vegar stærðin á vígahnettinum og krafturinn sem honum fylgdi sem þykja mikil tíðindi. n n Kraftur vígahnattarins í Rússlandi á við 30 kjarnorkusprengingar Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Hljóðbylgjan sem fylgdi honum var þúsundum sinnum lægri en lægsti C-tónninn á píanói. Í raun geta eyru manna ekki numið svo lága tíðni. Ógnarkraftur Rúss- neskir lögreglumenn sjást hér að störfum við staðinn þar sem vígahnötturinn lenti við borgina Chelyabinsk í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Dauðsföll vegna bólulyfs n Frönsk yfirvöld tóku lyfið af markaði en þau bresku ekki D auði að minnsta kosti sjö kvenna í Bretlandi á síð- ustu þremur árum er rakinn til notkunar þeirra á lyfinu Dianette sem meðal annars hefur verið notað í baráttu gegn bólum. Þrátt fyrir þetta er lyfið enn á bresk- um markaði. Þá hafa frönsk yfirvöld hafið rannsókn á lyfinu eftir að fjór- ar konur, sem allar tóku lyfið, létust. Áttu konurnar það sameiginlegt að hafa fengið blóðtappa. Lyfið hefur tvíþætta verkun, annars vegar er það notað til að draga úr myndun unglingabóla og hins vegar sem getnaðarvörn vegna hormóns sem það inniheldur. Þess vegna er það aðeins gefið konum. Breska blaðið Daily Mail fjallaði um málið á dögunum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að bresk heil- brigðisyfirvöld hafi ekki fundið bein tengsl milli lyfsins og dauðsfallanna og þar af leiðandi sé það enn á mark- aði. Frönsk yfirvöld kusu hins vegar að taka lyfið af markaði á meðan rannsókn á því fer fram. Árið 2010 lést sautján ára stúlka, Charlotte Porter, af völdum blóð- tappa eftir að hafa tekið lyfið. Þá lést 33 ára kona, Helen Schofield, einnig af völdum blóðtappa. Dánardóm- stjóri sagði eftir andlát hennar að lík- ur bentu til þess að lyfið hefði átt þátt í dauða hennar þó ekki væri hægt að fullyrða það. Franskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skemmstu að hópur kvenna undirbúi nú um stundir lögsókn á hendur framleið- anda lyfsins, þýska fyrirtækinu Bayer, vegna aukaverkana lyfsins. n einar@dv.is Möguleg tengsl Talið er að notkun lyfsins eigi þátt í dauða að minnsta kosti sjö kvenna í Bretlandi á síðustu árum. Mótmæli vegna nauðgunar Mótmælendur í Nýju-Delí , höfuð- borg Indlands, köstuðu grjót- hnullungum í strætisvagna og mölbrutu rúður um helgina á meðan lögreglan reyndi að hafa hemil á þeim. Mótmælendurnir voru æfir vegna nýs nauðgunarmáls sem komið hefur upp þar í landi. Lög- reglan í höfuðborginni rannsak- ar nú nauðgun á sjö ára stúlku í borginni. Málið hefur vakið mikinn óhug og varð kveikjan að mótmælum í gær. Enginn hefur enn verið hand- tekinn vegna málsins. Kynferðis- árásir eru tíðar á Indlandi, en mik- il vitundarvakning hefur orðið í þeim málum að undanförnu. Maðurinn sem jörðin gleypti finnst ekki Björgunarsveitir í Flórída hafa hætt leit að líki manns sem jörðin gleypti þar í vikunni. Á fimmtu- dagsnótt myndaðist risastór hola undir húsi mannsins á með- an hann svaf og féll hann niður í hana. Samkvæmt lögreglu er nánast ómögulegt að finna líkið á þessum tímapunkti. BBC greinir frá því að stór hluti Flórída sé byggður ofan á kalksteinshellum sem verða fyrir vatnsveðrun og falla því saman. Maðurinn, sem heitir Jeffrey Bush og er 36 ára, er talinn vera látinn. Bróðir Bush, Jeremy var í húsinu á fimmtudagsnótt og heyrði bróð- ur sinn öskra áður en steingólfið í svefnherberginu gaf sig. Jeremy hljóp inn í herbergi bróður síns og stökk ofan í holuna til að reyna að bjarga honum en það bar engan árangur. Þurfti lögreglan síðan að bjarga Jeremy upp úr holunni. Húsið verður líklega jafnað við jörðu en hús í nágrenninu hafa verið tæmd. Í fyrstu var talið að holan væri sex metra djúp og níu metrar í þvermál en menn hafa nú áhyggjur af því að hún sé að stækka. Diplómatinn Rodman Hinn skraut- legi fyrrverandi körfubolta- maður Dennis Rodman er ný- kominn heim til Bandaríkj- anna eftir for- dæmalausa heimsókn til Norður-Kóreu og hann virðist vera með lausnina á milliríkjaspennu þjóðanna. Barack Obama ætti að hringja í Kim Jong-un. Rodman segir leiðtogann unga ekki vilja fara í stríð og að hann vilji ólmur ræða málin við Bandaríkjaforseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.