Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 28
Fólk 23Mánudagur 4. mars 2013
S
tofnandi Joe & the Juice,
Kaspar Basse, var með fyrir
lestur á ÍMARKdeginum.
Hann hóf fyrirlesturinn á
því að spyrja hvort í salnum
væri einhver staddur frá veitinga
staðnum Lemon; „Því ég sé ekki
ástæðu til þess að halda fyrirlestur
fyrir þá.“
Annar eigenda Lemon, Jón
Gunnar Geirdal, var staddur á fyrir
lestri Kaspars en hann og viðskipta
félagi hans Jón Arnar Guðbrands
son hafa gefið það út að staður
þeirra eigi sér fyrirmyndir í stöð
um eins og Pret a Manger og stöð
um Kaspars, Joe & the Juice. „Hug
myndin að staðnum kviknaði hjá
okkur nöfnunum í kringum sam
eiginlega hrifningu okkar á stöð
um eins og Joe & the Juice og Pret
a Manger í London og þeirri stað
reynd að það er skortur á fersk
um sælkeraskyndibita hér á landi,“
segir Jón Gunnar. „Við höfum aldrei
falið það, en hann var ansi pirraður
heyrðist mér.
Það er bara dásamlegt ef kynn
ingarkraftur Yslands er farinn að
ná yfir Atlantshafið, ef lítill staður á
Suðurlandsbraut er farinn að trufla
mann sem rekur 40 staði um heim
allan, þá hlýtur Lemon að vera að
gera eitthvað rétt.“
Bíðið eftir Joe & the Juice
Staðir Kaspars, Joe & the Juice, eru
vinsælir í Danmörku og er oft sagt
um þá að þeir séu danska útgáfan af
Starbucks. Aðaláherslan er á safa
drykki, kaffidrykki og samlokur
en aðall þeirra er hins vegar lífleg
þjónusta en á Joe & the Juice starfa
ungir og hressir strákar sem dansa
oft og syngja við vinnu sína.
Á fyrirlestrinum ræddi Kaspar
um upphaf fyrirtækisins, hug
myndafræðina, markaðsnálgun og
markaðsaðgerðir. Hann er þekktur
fyrir að vera frumlegur og hnyttinn
og endaði fyrirlestur sinn á þess
um orðum: „Þegar lífið gefur þér
Lemon – just wait for Joe & Juice.“
Hafði uppi á Jóni Gunnari
Kaspar hafði svo uppi á Jóni og
sagði honum að innan skamms
yrðu opnaðir þó nokkrir Joe & the
Juicestaðir í Reykjavík svo það er
víst að Jón Gunnar og Jón Arnar
fá samkeppni frá fyrirmyndum
sínum. Það er ekki að ástæðulausu
sem Kaspar gerir ráð fyrir að hann
opni fleiri en einn stað í Reykjavík
innan skamms.
Fyrsta Joe & the Juicekaffihús
ið var opnað í Kaupmannahöfn árið
2002, en nú er þetta orðið að keðju
sem fer ört stækkandi. Í dag eru tutt
ugu og fimm Joe & the Juicekaffi
hús í Danmörku, fjögur í Englandi,
þrjú í Þýskalandi, eitt í Noregi og tvö
í Svíþjóð.
Hræðist ekki samkeppni
Jón Gunnar segist ekki hræðast
samkeppnina við Joe & the Juice
og þvertekur fyrir að í uppsiglingu
sé stríð á safamarkaði. Hann segist
halda að Kaspar sé jafn spenntur
og aðrir landsmenn enda hafi hann
frétt að hann hafi fengið sér Lemon
loku inni á hótelherbergi sínu.
„Mér finnst það bara dásam
legt, við erum ekkert hræddir við
samkeppnina, hann bíður greini
lega spenntur eins og allir aðrir
landsmenn. Það kom okkur líka
skemmtilega á óvart að eigandinn
sjálfur væri síðan uppi á hótelher
bergi að borða Lemonloku, ég
hefði gefið ýmislegt fyrir að eiga
mynd af því í kynningarstarfið,“
segir Jón Gunnar hress í bragði. n
n Eigandi Joe & the Juice sendi eigendum Lemon tóninn n Ætlar að opna fjölda staða í Reykjavík
„Þegar lífið gefur þér Lemon
– bíddu þá eftir Joe & Juice“
Sendi eigendum Lemon tóninn Kaspar Basse sendi Jóni Gunnari Geirdal og Jóni
Arnari tóninn á ÍMARK-deginum þar sem hann var með fyrirlestur.
Gott gengi Jón Gunnar Geirdal hefur átt góðu gengi að fagna. Hann segist hljóta að fagna því að alþjóð-legur risi láti lítinn stað á Suðurlandsbraut trufla sig.
Fékk sér Lemon-loku Jón Gunnar segist hafa heimildir fyrir því að Kaspar hafi
gætt sér á Lemon-loku inni á hótelherbergi sínu.
Hundskítugur eftir heilsubót
B
orgarfulltrúinn Gísli
Marteinn Baldurs
son er mikill úti
vistarmaður og fer
flestra ef ekki allra sinna
ferða ýmist á tveimur jafn
fljótum eða reiðhjóli.
En stundum fylgir
böggull skammrifi
eins og þeir sem
fylgjast með Gísla
á Instragram fengu að sjá á sunnudaginn. Eft
ir hraustlega heilsubótargöngu með hundin
um Tinna beið Gísla verðugt verkefni – að þvo
dyggan förunaut sinn eins og sjá má á með
fylgjandi mynd. Heilsubótin var því aðeins
hálfnuð hjá borgarfulltrúanum brosmilda.
Þ
að mun gleðja ykkur að vita að í Vesturbæjarlauginni
áðan tókst mér að synda alla laugina á enda í
kafi. Það hefur ekki tekist í ansi mörg ár,“
skrifar þúsundþjalasmiðurinn Illugi Jök
ulsson á Facebooksíðu sína í sjaldgæfum
montstatus á sunnudag. Illugi hefur undan
farið mest tjáð sig um stjórnarskrármálið
sem á hug hans allan enda er hann einn
af stjórnlagaráðsfulltrúunum sem sjá nú
draum sinn um nýja stjórnarskrá hverfa
út í hafsauga. Margir hrósa Illuga fyrir
köfunarhæfileikana, aðrir reyna að vera
fyndnir á meðan einhverjir láta sér fátt
um finnast. Þar á meðal rapparinn Erpur
Eyvindarson. „Hún er samt ekki nema 25
metrar. Taktu Laugardalslaugina, 50 metrar,
þá erum við að tala sömu latínu.“
Illugi Jökuls á kafi
Þ
etta var mesta áhorf á einn
sjónvarpsþátt á Íslandi,“
segir Fannar Sveinsson
um miklar vinsældir Hrað
frétta, en samkvæmt mæling
um Capacent Gallup horfa fleiri
á Hraðfréttir en aðalfréttafríma
RÚV og Stöðvar 2. „Við föðmuðum
Simma,“ segir Fannar spurður
hvort þeir hafi fagnað áfanganum
sérstaklega. „Honum finnst erfitt
að láta faðma sig fyrst en svo tekur
hann vel á móti,“ segir Fannar um
Sigmar Guðmundsson, stjórnanda
Kastljóss.
„Þetta er bara formúlan sem
við erum búnir að vera að vinna í.
Við erum búnir að vera að grínast
saman í mörg ár,“ segir Fannar.
Kemistríið er gott á milli okkar
Benna og við erum að ná góðum
tökum á forminu.“
Þeir félagar hafa náð miklum
vinsældum á skömmum tíma. Þeir
byrjuðu að grínast í Verzlunarskól
anum og voru þar með skemmti
þáttinn 1200. Þeir héldu gríninu
áfram á Mblsjónvarpi og í kjölfar
ið héldu þeir áfram með Hraðfrétt
ir á RÚV.
Er RÚV góður vinnustaður og
hefur verið vel tekið á móti þeim?
„Já, RÚV er pottþéttur vinnustaður.
Það besta er þessi Kastljóshópur
sem er í kringum okkur, við teljum
þau til vina okkar og það er alltaf
gaman að mæta í vinnuna.“
Eftirminnilegast finnst honum
atvikið þegar Ástþór Magnússon
gekk út úr þætti þeirra. „Hann
skildi bara ekkert í þessu og gekk
bara út, ég held að myndbandið
hafi fengið um 50 þúsund innlit,
sem er ansi gott.“
Fyrr í vetur bar Álfheiður Inga
dóttir alþingismaður upp fyrir
spurn til mennta og menningar
málaráðherra á Alþingi um óbeinar
auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu og
spurði meðal annars hvað síma
fyrirtækið Nova hefði greitt fyrir
innslag í Hraðfréttum. Fannar
segist hrifin af ókeypis auglýsingu
hennar fyrir Hraðfréttir á Alþingi
„Hún Álfheiður auglýsti þáttinn
vel. Hún er heiðursvinur okkar
hraðfréttamanna,“ segir Fannar um
gagnrýnina.
Föðmuðu Simma
n Fleiri horfa á Hraðfréttir en aðalfréttatíma RÚV og Stöð 2
Ánægðir á RÚV
Fannari og Benedikt
líður vel á RÚV og kunna
að meta Kastljóshópinn.