Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 20
Sport 21Mánudagur 4. mars 2013 McIlroy lét sig hverfa n Undarleg uppákoma á golfmóti H erra Rory McIlroy, fremsti kylfingur heims, fækkaði lík- lega aðeins í aðdáendahópi sínum þegar hann fyrirvara- laust hætti keppni á öðrum degi Honda Classic-mótsins eftir að hafa aðeins spilað átta holur. Þar með braut hann reglur en bandaríska golfsambandið hyggst þó ekki refsa honum fyrir. Kynningarstjóri kappans kenndi tannpínu um brottförina en það þykir merkileg tilviljun í ljósi þess að Norður-Írinn spilaði holurnar átta af stakri hörmung. Svo merkileg tilvilj- un að spekingar telja að McIlroy ráði einfaldlega ekki lengur við pressuna sem fylgir því að vera besti kylfingur heims. Annar hópur golfáhugamanna telur ástæðuna reyndar aðra en pressu og bendir á að nýr risasamn- ingur McIlroy við sportvörufram- leiðandann Nike gerði að sjálfsögðu kröfu um að hann notaði vörur fyrir- tækisins í stað þeirra kylfa sem hann hefur notað nánast frá blautu barns- beini. En getur verið að hann annað- hvort ráði ekki við nýjar kylfur eða er það raunin, sem ýmsir vilja meina, að kylfur Nike séu töluvert lakari en kylfur annarra kylfuframleiðenda. Ekkert skal fullyrt en McIlroy þarf að girða sig í brók því það er orðið langt síðan hann sýndi snilli á golf- velli og hann hefur ekki gert neina spennandi hluti síðan hann hóf að spila með Nike-kylfur sínar. Kannski þarf hann meiri tíma til að læra á þær en ætli hann sér stóra eða stærri hluti nú en á síðasta keppnistímabili í golfinu hefur hann ekki óendan- legan tíma. Innan við mánuður er í fyrsta risamót tímabilsins þegar kylfingar byrja að slá bolta sína á Masters-mótinu í Augusta. Sjálfur hefur Tiger Woods tekið upp hanskann að hluta fyrir McIlroy en þeir tveir eru orðnir býsna góðir vinir utan vallar þrátt fyrir aldurs- mun. Samanburður milli þeirra er mál málanna en Woods sjálfur bend- ir á að McIlroy sé undir mun meiri pressu en hann sjálfur var á sínum tíma. „Þetta er erfiðara fyrir hann en mig þá. Núna gerist allt hraðar og fleiri vilja vita meira. Þegar ég var að byrja voru faxtæki enn í tísku svo það var ekki alveg sami hraði á veröldinni og nú er.“ n Tannpína eða pirringur? McIlroy spilaði hörmulega áður en hann ákvað að tannpínan væri nógu slæm til að hætta leik í miðjum klíðum á Honda Classic. Þ að er fyrir löngu orðið ljóst að hinn litríki og hæfileika- ríki Jose Mourinho hefur í raun og veru aðeins eitt einasta markmið eftir sem stjóri hjá stórliðinu Real Madrid. Hann dreymir í vöku og svefni um að leiða félagið til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Þetta hefur Mourinho sagt opin- berlega enda þegar unnið flest annað sem hægt er með stjörnum prýddu liði sínu. Kannski sást það best í viðureign Real við Barcelona um helgina hversu mikið hann veðj- ar á Meistaradeildina að hann byrj- aði með margar af helstu stjörnum liðsins á bekknum. Það er næsta óhugsandi í Clasico-leik á Spáni og þarf að leita lengi að þjálfara annars hvors liðsins sem hefur áður látið sér detta í hug að hvíla stjörnur gegn erkifjendum. En mótherji Real Madrid er Manchester United og ekki síður Alex Ferguson sem sífellt sannar betur og betur hversu snjall hann er jafnvel þó leikmannahópur hans, maður á mann, sé almennt lakari en hópurinn sem Mourinho hefur yfir að ráða. Ferguson og lið hans áttu í fullu tré við Real í Madrid í fyrri leiknum og takmarkaði skothríð heima- manna við aðeins fjórtán skot allan leikinn. Ekkert þeirra rataði á markið og þurfti glæsilegan skalla frá Cristiano Ronaldo til að Real næði að jafna metin. Leikur þessi er fyrir knattspyrnu- áhugamenn langmest spennandi viðureignin í Meistaradeildinni þessa leiktíðina. Ferguson og félagar hafa pálmann í höndunum og það veit Mourinho. Veðbankar spá harðri rimmu og skiptast mjög í tvennt en aðeins fleiri telja þó meiri líkur en minni að Rauðu djöflarnir vinni sér sæti í átta liða úrslitum þetta árið. n Gerir Ferguson drauma Mourinho að engu? n Portúgalann dreymir um Meistaradeildartitil n United eygir þrennuna Bale boðinn nýr samningur Stjórn Totten- ham reynir nú af fremsta megni að tryggja að hinn baneitraði Gar- eth Bale verði áfram hjá liðinu næstu árin en vart hefur far- ið framhjá neinum að Bale hefur verið stórkostlegur þessa leiktíðina. Hægt er að halda fram að honum einum sé að þakka hversu vel Spurs gengur í deildinni. En í ljósi áhuga Real Madrid á Bale er stjórn Spurs nú reiðubúin að bjóða Bale tæpar 30 milljónir króna í vikulaun skrifi hann undir nýjan samning. Það er langt umfram hæstu laun hjá Tottenham. Conte næsti stjóri Chelsea? Heimildir úr herbúðum Chelsea herma að einn þeirra þjálfara sem helst koma til greina til að taka við liðinu í sumar sé Ant- onio Conte, stjóri Juventus. Hann er þó aðeins einn af fjórum til fimm sem til greina koma en umsjón með ráðn- ingunni hefur Roman Abramovich sjálfur að mestu leyti. Sjálfur var Conte upp með sér að koma til álita í þá stöðu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Aðrir sem á listanum eru munu vera Fabio Capello og Jose Mourinho. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Barist til síðasta manns Það verður ekkert gefið eftir í stórleik Manchester United og Real Madrid á þriðjudag. Mynd ReUTeRs Við höfum pláss fyrir einn þrælvanann sölumann auglýsinga í DV og á DV.is. Skemmtilegt starf og góðir tekju möguleikar í boði fyrir réttan aðila. Sendu ferilskrá og allar þær upplýsingar sem þér finnst að gætu skipt máli á netfangið heida@dv.is. Ert þú sölumaður? Umsóknarfrestur til 15. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.