Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 17. apríl 2013 Miðvikudagur Ungmenni í landateiti n Gríðarleg aukning í landaneyslu á Selfossi L ögreglan á Selfossi stöðvaði unglingasamkvæmi á Selfossi um tíuleytið á mánudagskvöld þar sem ein stúlka, fimmtán ára gömul, var staðin að landadrykkju. „Þetta voru einhverjar unglingsstúlk­ ur inni í íbúð einnar og nágrann­ ar höfðu kvartað yfir hávaða. Þegar lögreglan kom á staðinn var hópur­ inn á leiðinni út. Þá kom í ljós að ein stúlkan var að lepja landa,“ segir Þor­ grímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryf­ irlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við DV. Hann segir að í samkvæminu hafi verið fleiri stúlkur en getur ekki staðfest aldur þeirra að svo stöddu þó svo að heyrst hafi að um 13 til 14 ára stúlkur hafi verið að ræða. Aðeins ein var þó staðin að landa­ drykkju. Þorgrímur Óli segir að landa­ drykkja hafi aukist til muna frá hruni og lýsir það sér best í tölum lögreglu yfir landa sem lagt hefur verið hald á. Árið 2008 tók lögreglan á Selfossi 250 lítra af gambra og sextíu lítra af landa. Síðan þá hefur aukningin verið stigvaxandi eins og sést best á því að árið 2012 voru þetta orðn­ ir 1.300 lítrar af gambra og 79 lítrar af landa sem lögreglan haldlagði. Það sem af er ári hafa 200 lítrar af gambra verið teknir og 392 lítrar af landa. Aukningin er því gríðarleg. Þegar Þorgrímur Óli er spurður hvort hann telji aukna landafram­ leiðslu og drykkju haldast í hendur við aukið áfengisgjald svarar hann: „Það er erfitt að leggja mat á það en maður veit bara að það er eins og með vatnið, ef það er sett stífla þá finnur það sér leið annars stað­ ar. Það er bara mjög svipað. Um leið og það verður einhver íþynging þá leita menn sér leiða til að gera sér það ódýrara eða hagnast á því,“ segir Þorgrímur Óli. birgir@dv.iswww.3frakkar.com | sími: 552 3939 Sjálfstæðismenn borða plokkfisk Stúlka með landa Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af stúlku í samkvæmi. Stórútgerðir fengu afslátt n Þrjár stærstu útgerðir Grindavíkur fengu afslátt af veiðigjaldinu„Þetta var allt gert í samræmi við andrúmsloftið árið 2007 Þ rjár stærstu útgerðir Grindavíkur voru meðal þeirra 113 útgerðarfyrir­ tækja sem fengu afslátt af sérstaka veiðigjaldinu á yf­ irstandandi fiskveiðiári. Þetta eru Vísir hf., Þorbjörn hf. og Stakkavík hf. Segja má að allar skuldsettustu útgerðir landsins hafi fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu en kveðið er á um þennan afslátt í lögum um veiðigjöld. Líkt og DV greindi frá á mánu­ daginn nemur heildarafsláttur­ inn samtals 2,6 til 2,7 milljörðum króna. 145 útgerðir, af þeim 289 sem eru starfandi hér á landi, sóttu um afsláttinn en 113 fengu hann, líkt og áður segir. Heildarafsláttur­ inn nemur meira en fjórðungi af heildarálagningu veiðigjalda, 8,8 milljörðum króna. Eyþór Björns­ son fiskistofustjóri sagðist á mánu­ daginn ekki geta gefið upplýsingar um nöfn þeirra fyrirtækja sem feng­ ið hafa afsláttinn og sagði hann stofnunina bundna trúnaði. Skuldir vegna kanadískrar útgerðar Pétur Hafsteinn Pálsson, fram­ kvæmdastjóri Vísis hf., staðfestir að fyrirtækið hafi fengið afslátt. „Ég staðfesti að við fengum einhvern afslátt. En ég ætla ekkert að tjá mig um það en þú sérð bara skuldastöð­ una hjá okkur. Þú sérð þetta bara ef þú skoðar þessa tölu. Ég segi ekkert um það hversu hár þessi afsláttur var.“ Í ársreikningi Vísis fyrir árið 2011 kemur fram að eiginfjárstaða fyrirtækisins hafi verið neikvæð um nærri 17,6 prósent í lok þess árs en um er að ræða neikvæða stöðu upp á rúmlega 20 milljónir evra, rúm­ lega þrjá milljarða króna. Pétur segir að aðalástæðan fyr­ ir erfiðri skuldastöðu Vísis sé fjár­ festing í sjávarútvegsfyrirtæki í Kanada árið 2007. Þá keypti félagið 30 prósenta hlut í útgerðinni Oce­ an Choice. „Þetta er bara fjárfesting okkar í Kanada, sjávarútvegsfyr­ irtæki í Kanada, á því herrans ári 2007. Þetta var allt gert í samræmi við andrúmsloftið árið 2007.“ Pétur segir hins vegar að ólíkt mörg­ um öðrum útgerðum séu skuld­ ir vegna erlendrar starfsemi Vísis einnig inni í móðurfélaginu en ekki í dótturfélögum. „Allt sem við eig­ um annars staðar er þarna inni.“ Fá afslátt vegna hárra vaxta Eiríkur Tómassson, fram­ kvæmdastjóri Þorbjarnar í Grinda­ vík, segir aðspurður að fyrirtækið hafi fengið dálítinn afslátt af sérs­ taka veiðigjaldinu vegna þeirra háu vaxtagreiðslna sem fyrirtækið borg­ ar. „Við fengum afslátt í samræmi við lögin en við borgum langstærstan hluta af sérstaka veiðigjaldinu.“ Ei­ ríkur segir að hann vilji ekki greina frá því hversu mikinn afslátt fyrir­ tækið fékk né hversu hátt veiðigjald félagið greiddi. Hann segir að Þorbjörn sé ekki mjög skuldsett útgerð og að félagið fái ekki afslátt út af skuldsetningu heldur út af háum vaxtakostnaði. „Við erum bara ekkert mjög skuld­ settir. Það eru mjög margir skuld­ settari en við. Við erum með eig­ infjárhlutfall upp á um 20 prósent. Við fáum bara smá afslátt út á vext­ ina sem við borgum.“ Samanburð­ urinn á eiginfjárstöðu Þorbjarnar og Vísis sýnir þann mun sem get­ ur verið á fjárhagsstöðu þeirra út­ gerðarfélaga sem fá afslátt af veiði­ gjaldinu. Eiríkur segir að ástæða skuld­ setningar Þorbjarnar sé ekki útrás til annarra landa heldur hafi fyrir­ tækið verið rekið með sama sniði síðan 2004. „Við fórum heldur ekki í neina innrás. Við höfum náð að lækka skuldir félagsins frá hruni og erum mjög sáttir við það.“ Eiríkur er ósáttur við sérstaka veiðigjaldið, líkt og margoft hefur komið fram í opinberri umræðu: „Það er mikið á okkur lagt; þetta er mjög óréttlátur skattur.“ Framkvæmdastjóri Stakkavíkur veitti DV ekki upplýsingar um af­ sláttinn sem útgerðin fékk. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Háar vaxtagreiðslur Eiríkur Tómasson segir að Þorbjörn hf. hafi fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu vegna hárra vaxtagreiðslna sem félagið greiddi. Tvær aðrar grindvískar útgerðir, hið minnsta, fengu afslátt. Ræddi mann- réttindi við Xi Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra fundaði með Xi Jin­ ping, forseta Kína, á þriðjudag þar sem mannréttindamál voru meðal annars til umræðu. Sam­ kvæmt tilkynningu frá forsætis­ ráðuneytinu um fundinn segir að Jóhanna hafi lýst sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkj­ anna á sviði jafnréttismála. Á fundinum ræddu þau einnig um samskipti ríkjanna og fríversl­ unarsamninginn sem undirrit­ aður var á mánudag. Sama dag var einnig haldið viðskiptaþing í tilefni undirritunar fríverslun­ arsamningsins, sem er sá fyrsti sem evrópskt ríki gerir við Kína en áður hafa önnur iðnvædd ríki gert slíka samninga. Forsætis­ ráðherra Nýja­Sjálands, sem var fyrsta iðnríkið sem gerði fríversl­ unarsamning við Kína, flutti er­ indi á viðskiptaþinginu. Sextíu fulltrúar íslenskra fyrirtækja og rúmlega tvö hundruð fulltrúar kínverskra fyrirtækja funduðu í dag á viðskiptaþinginu. Jóhanna og Wen Jifei, yfirmaður CCPIT sem er kínversk systurstofnun Ís­ landsstofu, opnuðu þingið en yf­ irskrift þess var „Íslensk­kínversk fríverslun: Hvatning til vaxtar“. Slasaðist í snjóflóði Snjóflóð féll norðan Dalvíkur við Sauðanes rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagskvöld. Einn maður varð undir í flóðinu og slasað­ ist en þó ekki mikið. Hann var í hópi með fimm öðrum skíða­ mönnum og sluppu þeir allir án meiðsla. Ólafsfjarðarvegurinn, þar sem snjóflóðið féll, var lok­ aður vegna flóðsins og að sögn lögreglu þurfti að snúa fólki frá beggja vegna snjóflóðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.