Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 17. apríl 2013 Miðvikudagur Chelsea Frank Lampard 138 mörk Þetta kemur kannski ekki á óvart. Lampard hefur alla tíð haldið tryggð við Chelsea og verið lykilmaður í markaskorun liðsins í mörg herrans ár, eða frá 2001, þrátt fyrir að leika sem miðjumaður. Hann gæti þó verið á förum frá félaginu í sumar. Everton Duncan Ferguson 60 mörk Skotinn sem aldrei gaf tommu eftir er enn markahæsti leikmaður Everton frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði mest tímabilið 1997–1998, 11 mörk í 33 leikjum. Líklega kemur Tim Cahill næstur á eftir Fergu- son, en Ástralinn gerði 56 deildarmörk fyrir félagið á árunum 2004 til 2012. Fulham Clint Dempsey 50 mörk Bandaríkjamaðurinn var frábær hjá Fulham þau sex tímabil sem hann lék með liðinu í úrvalsdeildinni, áður en hann fór til Tottenham. Hann gerði 17 mörk á síðustu leiktíð og 12 tímabilið áður. Það verður að segja að þeim fjórum milljónum punda sem Fulham varði í leikmann- inn í desember 2006 hafi verið vel varið. Liverpool Robbie Fowler 128 mörk Fowler er markakóngurinn á Anfield. Hæst reis sól hans tímabilin 1994 til 1996 þegar skoraði 25 mörk og 28 mörk. Hann lék níu heilar leiktíðir fyrir Liverpool 1993 til 2002 en gekk svo aftur í raðir félagsins 2005 og skoraði 8 mörk í 30 leikjum á tveimur leiktíðum. Þess má geta að Steven Gerrard hefur skorað 98 deildarmörk fyrir Liverpool. Manchester City Carlos Tevez 57 mörk Tevez hefur skorað 83 mörk í ensku úrvalsdeildinni í 195 leikjum. Mest hefur hann skorað fyrir Manchester City. Tevez hefur ekki verið jafniðinn við kolann og fyrstu tímabilin eftir að hann kom frá United. Hann skoraði 23 mörk á sinni fyrstu leiktíð og 20 á þeirri næstu. Í vetur hefur hann haft hægt um sig og skorað 10 mörk. Manchester United Wayne Rooney 141 mark Þó Rooney hafi stundum fallið í skuggann af mönnum eins og Cristiano Ronaldo og Robin van Persie ber hann höfuð og herðar yfir aðra markaskorara félagsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 11 mörk eða meira allar leiktíðir síðan hann kom til United, árið 2004. Alls hefur hann gert 126 mörk fyrir rauðu djöflana. Mest skoraði hann 2011–2012, 27 deildarmörk. Newcastle Alan Shearer 148 mörk Það kemur líklega fáum á óvart að Alan Shearer skuli vera mesti markahrókur Newcastle undan- farna tvo áratugi. Hann lék 10 tímabil fyrir Newcastle og skoraði mest 25 mörk á leiktíð. Fjórum sinnum skoraði hann meira en 20 mörk á leiktíð. Shearer skoraði reyndar alls 379 mörk á ferlinum í 733 leikjum í öllum keppnum. Norwich Chris Sutton 33 mörk Gamla brýnið Chris Sutton lék fyrir Norwich í úrvalsdeildinni á árunum 1992 til 1994. Á þeim tíma skoraði hann 33 mörk, met sem ekki hefur enn verið slegið – enda hefur liðið lengst af barist í neðri deildum. Framherjinn Grant Holt er næstmarkahæstur hjá liðinu. Hann hefur skorað 20 mörk, eins og Mark Robins gerði þegar hann lék með Sutton 1992 til 1994. QPR Les Ferdinand 60 mörk Ferdinand er langmarkahæsti leikmaður QPR í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Metið verður ekki slegið næstu árin þar sem liðið stefnir hraðbyri að falli. Sá sem kemst næstur honum í markaskorun í úrvalsdeildinni er Bradley Allan, sem skorað hefur 20 mörk. QPR sárvant- ar mann eins og Les Ferdinand í dag. Reading Kevin Doyle 19 mörk Reading hefur flakkað svo- lítið á milli deilda undanfarin ár. Kevin Doyle, sem leikur hefur í Championship-deildinni með Úlfunum, var iðinn við kolann þegar Reading lék í efstu deild fyrir fáeinum árum. Næstur á eftir Doyle kemur Dave Kitson með 12 mörk. Southampton Matt Le Tissier 100 mörk Hver man ekki eftir þrumufleygum Matts Le Tissier? Hann skoraði hvorki fleiri né færri en eitt hundrað mörk með Southampton – mörg hver stórglæsileg langt utan af velli. Næstur á eftir honum í röðinni kemur James Beattie með 68 mörk í úrvalsdeild. Stoke Jonathan Walters 19 mörk Þó Stoke City sé nú á sínu þriðja tímabili í úrsvals- deildinni er markahæsti leikmaðurinn aðeins með 19 mörk. Jonathan Walters er líklega ekki nema miðlungs- maður í úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 6, 7 og 6 mörk síðustu þrjár leiktíðir en þess má geta að hann hefur leikið með 11 enskum liðum á ferli sínum. Sunderland Kevin Phillips 61 mark Nokkrir góðir framherjar hafa leikið fyrir Sunderland frá stofnun úrvalsdeildar- innar. Þar má nefna menn eins og Darren Bent, Kenway- ne Jones og Niall nokkur Quinn. Þeir hafa skorað um 30 mörk hver. Höfuð og herðar yfir aðra ber fram- herjinn knái Kevin Phillips. Líklega verður einhver bið á því að met hans verði slegið. Hann skoraði einu sinni 30 mörk á einu tímabili í úrvalsdeildinni. Swansea Michu 17 mörk Swansea er á sínu öðru ári í úrvalsdeild. Michu gekk í raðir félagsins síðasta sumar og hefur farið mikinn. Mörkin hans 17 nægja til að gera hann að markahæsta manni félagsins í úrvalsdeildinni. Til gamans má geta þess að Gylfi Sigurðsson er fjórði markahæsti, þó hann hafi aðeins leikið þar hálft tímabil. Tottenham Teddy Sheringham 97 mörk Sheringham var frábær leikmaður á sínum tíma og er enn sem komið er marka- hæstur í úrvalsdeild. Fast á hæla honum er þó Robbie Keane með 91 mark en hann skorar ekki meira fyrir félagið. Jermain Defoe hefur skorað 89 mörk og verður að teljast líklegur til að slá metið. West Brom Peter Odemwingie 30 mörk Hann er ef til vill ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá West Brom um þessar mundir en það verður ekki af leikmann- inum tekið að enginn hefur skorað meira fyrir félagið í efstu deild. Hann hefur ekki verið í náðinni á yfirstand- andi tímabili og hefur skorað fimm mörk í 18 leikjum. West Ham Paolo Di Canio 47 mörk Ítalinn frábæri lék með Hömr- unum frá 1999 til 2003 og var afar litríkur leikmaður. Hann skoraði mest 16 mörk, leiktíðina 1999–2000. Enginn hefur skorað meira í úrvalsdeildinni en næstur í röðinni er Trevor Sinclair með 36 mörk. Wigan Hugo Rodallega 24 mörk Rodallega stóð sig ágætlega með slöku liði Wigan, þar sem hann lék í fjögur ár. Hann skoraði tíu mörk 2009–2010 og níu 2010–2011. Hann spilar nú með Ful- ham þar sem hann hefur fundið netmöskvana þrisvar í 24 leikjum. Kóngarnir í úrvalsdeildinni Gabriel Agbonlahor, framherjinn snjalli hjá Aston Villa, jafnaði um helgina félagsmet Íslandsvinarins Dwights Yorke, yfir flest mörk skoruð fyrir félagið síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð. Þeir hafa báðir skorað 60 mörk fyrir félagið. Talksport.co.uk tók saman lista yfir markahæstu menn úrvalsdeildarinnar í hverju félagi. Goðsagn- ir eins og Thierry Henry, Teddy Sheringham og Alan Shearer eru auðvitað á listanum, en einnig ólíklegri nöfn. Baldur Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.