Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 16
16 Umræða 17. apríl 2013 Miðvikudagur Tökum á fjármálakerfinu Y firvöld þurfa að fara að taka yfir stjórn peningamála í landinu. Peningakerfið eins og önnur kerfi þurfa að nýt- ast samfélaginu betur. Það var viðtek- in skoðun fyrir hrun að það væri ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja bankamönnum til verka. Þeir væru sérfræðingar á sínu sviði sem vissu hvernig best væri staðið að hlutun- um. Hugmyndir sem endurspegla svo átakanlega vanmat á hlutverki stjórn- málamanna eiga að heyra sögunni til. Vandi heimilanna á Íslandi er margslunginn. Eitt helsta vandamál- ið er þó að peningakerfið hefur verið byggt upp á forsendum peningaafl- anna en ekki fólksins. Að snúa ofan af þeim vanda er flókið og krefst margs konar lausna. Vinstrihreyfingin - grænt framboð ályktaði á Landsfundi 2013 gegn peningakerfinu á Íslandi og því kerfi sem býr að baki verðtryggðum lánum eins og þau er á Íslandi í dag. Fundurinn lagði til að fjármálakerfið á Íslandi yrði endurskoðað með réttlæti og almannahagsmuni að leiðarljósi. Þetta verkefni er mikilvægt og brýnt Á fundi í Reykjanesbæ á dögunum ræddi fyrrverandi fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon um lánamálin og vanda heimilanna. Hann sagði frá því að hann hefði tekið með sér úr fjár- málaráðuneytinu það verkefni að leysa úr skuldavanda fólks með lánsveð. Samningaviðræður við lífeyrissjóð- ina og bankana um úrlausn málanna hefur gengið afskaplega illa. Lífeyris- sjóðir og peningastofnanir hafa staðið gegn leiðréttingu á lánum þessa hóps þannig að niðurstaðan verður líklega sú að allur kostnaður af leiðréttingun- um lendir á íslenska ríkinu. Svona er nú Ísland í dag Það er óþolandi að búa við það hug- myndakerfi að þeir sem eiga pen- inga eða vinna við þá séu merkilegri en annað fólk. Í íslenska kerfinu eru skuldarar alltaf skör lægra og fáir virð- ast vera til að standa vörð um réttindi þeirra. Umboðsmaður skuldara er virðingavert framtak en starf þeirrar stofnunar er takmarkað og svigrúmið til athafna einnig. Í Silfri Egils um helgina kom er- lendur hagfræðingur og sagði okkur að það yrði að endurskoða fjármála- kerfið hér og tryggja betur hagsmuni almennings innan þess. Það á ekki að koma okkur á óvart – en virðist þó gera það samt. Erum við kannski sjálf föst í lotningu fyrir þeim sem eiga peninga og treystum okkur ekki til að gera árás á þá skjaldborg sem reist var í kringum þær fyrir hrun? Höfundur skipar 2. sæti Vinstri grænna Suðurkjördæmi Aðsent Inga Sigrún Atladóttir Þ að er ekki síst íslensku krón- unni að þakka að við gát- um beitt eigin stýritækj- um í endurreisninni eftir bankahrunið. Vissulega gátum við gert betur og þurfum. En vildum við nú vera í evrusporum Grikk- lands, Kýpur, Spánar eða Slóveníu og vera þvinguð af Brusselvaldinu til atvinnuleysis og gífurlegr- ar lífskjaraskerðingar til þess eins að þóknast alþjóðlegum fjár- málaheimi? Þjóðverjar sjálfir eru að átta sig á að „hollt er heima hvað“ og að lítið traust er í að hlaupa á eft- ir bergmálinu. Þar hefur nú verið stofnaður flokkur sem heitir „Val- kostur fyrir Þýskaland“ sem hefur það höfuðmarkmið að leggja nið- ur evruna. Búist er við að sá flokkur fari á flug í þýskum stjórnmálum á næstu mánuðum. Evran er villuljós Ofurtrú á evruna og að hún leysi allan vanda Íslendinga er einn alvarlegasti blekkingarleikur ESB- sinna hér á landi, sérstaklega þegar slíkar fullyrðingar koma úr munni ráðherra í ríkisstjórn Íslands eða forystumanna í íslensku atvinnu- lífi. Fátt er alvarlegra og jaðrar við drottinssvik en að tala niður sína eigin mynt. Hrun fjármálamarkaðarins 2008 var ekki íslensku krónunni að kenna. Heldur var það græðgi hóps manna og taumlaus markaðshyggja fjármálaheimsins sem afvegaleiddi forystu íslenskra stjórnmála á þeim tíma. Sameiginleg mynt ESB er einn mesti dragbítur á hagvöxt og bætt lífskjör í ESB-löndunum. Er þá reyndar höggvið að rótum Evrópu- sambandsins sjálfs. Evran er ekkert á næsta leiti hér á landi þó svo einhver reyni að halda því fram. Við munum nú sem fyrr þurfa að treysta á okkur sjálf, auð- lindir okkar, mannauð og fullveldi. Þeir sem vilja halda áfram að- lögunarviðræðum við ESB leika sér að eldinum og tefja fyrir upp- byggingu og framþróun íslensks atvinnulífs. Umsóknin að ESB var okkur dýr pólitísk mistök og hana á þegar í stað að afturkalla. Okkur urðu á dýrkeypt mistök í hagstjórn, fyrst í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks og síðan í hrunstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar. Þau megum við ekki endurtaka. Sóknarfærin í framleiðslugrein- um landsbyggðarinnar Á þensluárunum var hnýtt í fram- leiðslugreinarnar og þær sagðar úr- eltar. Landsbyggðin og atvinnu- greinar hennar áttu þá undir högg að sækja. Eftir hrunið sýndu þessar hefðbundnu greinar, sjávarútvegur, landbúnaður, matvælaframleiðsla og síðan ferðaþjónustan, hvers þær eru megnugar. Þær hafa að stór- um hluta staðið undir auknum „nettó“ útflutningstekjum þjóðar- innar og leitt endurreisnina, sókn- ina, og sýnt hvers íslenskt atvinnu- líf er megnugt. Þær munu gera það áfram. Allt eru þetta atvinnugrein- ar sem byggja ekki hvað síst á auð- lindum landsbyggðarinnar. Vöxtur annarra greina á sviðum menningar, mennta, lista og fjölþættrar nýsköp- unar og hugbúnaðargreina byggir einmitt á traustum grunni þessara framleiðsluatvinnugreina. Þess vegna þarf nú að treysta og jafna bú- setuskilyrðin á landsbyggðinni, heil- brigðisþjónustuna, raforkuverðið og samgöngurnar, svo nokkuð sé nefnt. Við eigum að treysta á okkur sjálf og byggja upp tvíhliða samskipti við aðrar þjóðir hvar sem er í heiminum eins og við höfum gert, en hættum að elta villuljósin frá Brussel. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra og er í framboði fyrir J lista Regnbogans þar sem hann skipar 1. sæti í Norðvesturkjör- dæmi. Sækjum fram í trausti á land og þjóð! „Peningakerfið hef- ur verið byggt upp á forsendum peningaafl- anna en ekki fólksins. Aðsent Jón Bjarnason „Sameiginleg mynt ESB er einn mesti dragbítur á hagvöxt og bætt lífskjör í ESB- löndunum. JEPPAR Notaðir Á TILBOÐI VO RUM AÐ BÆT A V IÐ BÍLU M! JEPPAVEISLA Í BRIMBORG TIL SUMARDAGSINS FYRSTA KOMDU ÍBRIMBORGÍ DAG SPARNEYTNIR FORD KUGA JEPPAR Á FRÁBÆRU VERÐI. TAKMARKAÐ MAGNÁRGERÐIR 2011-2012, DÍSIL, SJÁLFSKIPTIR EÐA BEINSKIPTIR. Ford Explorer og Ford Escape jeppar einnig á frábæru tilboðsverði. Afslátturallt að 690.000 kr. Ver ð frá 3.5 80.000 kr. Kíktu á notadir.brimborg.is og finndu bílinn þinn Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6 og 8, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050. Virka daga er opið milli kl. 9-17 og milli kl. 12-16 á laugardögum í Brimborg, Bíldshöfða 6 og 8 í Reykjavík Komdu í dag *Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndinni í auglýsingunni. og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Jeppaveisla_Kuga_5x18_14.04.2013_END.indd 1 16.04.2013 13:37:45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.