Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2013, Blaðsíða 28
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 miðvikudagur og fimmtudagur 17.–18. apríl 2013 43. tbl. 103. árg. leiðb. verð 429 kr. Ég nota Colgate! Í aðalhlutverki í stórri herferð n Hólmfríður Björnsdóttir, dansari og laganemi, fer með aðalhlutverk í nýrri auglýsingu fyrir tannbursta- fyrirtækið Oral-B. Auglýsingin var framleidd af Pegasus og Íslenski dansflokkurinn dansaði í henni. Verður hún sýnd um öll Bandarík- in. Margar fegurstu konur landsins mættu í prufur fyrir auglýsinguna sem fram fóru hérlendis síðasta sumar en Hólmfríður var að lok- um valin úr þeim stóra hópi. Hún hefur miklar reynslu af dansi og leiklist en hún hefur leikið Sollu stirðu í Latabæ milli þess sem hún kennir dans. Fer á kajak í kringum Ísland n Guðni Páll Viktorsson rær lífróður til styrktar Samhjálp É g vonast til að safna um 10 millj- ónum,“ segir Guðni Páll Viktors- son, 25 ára Vestirðingur búsettur í Reykjavík, sem hefur sett sér það markmið að róa í kringum Ísland á kajak í sumar. Guðni Páll ætlar með kajaksigl- ingunni að styðja við góðgerðasam- tökin Samhjálp og kallar verkefnið „Lífróður Samhjálpar“. Áætlað er að verkefnið taki 6–8 vik- ur og er áætluð vegalengd 2.500 kíló- metrar. Guðni Páll leggur upp frá Höfn þann 1. maí næstkomandi. Það var um síðustu jól í miðjum jólainnkaupunum sem Guðna Páli hugkvæmdist að leggja Samhjálp lið. Hann ræddi við liðsmann samtakanna í Kringlunni og fann til sterkrar sam- kenndrar vegna þeirrar neyðar sem ríkir hjá þeim sem leita til samtakanna. „Þarna var ég með fullan poka af gjöfum og á leiðinni vestur að hitta fjöl- skylduna og fann til með öllu því fólki sem þarf að reiða sig á aðstoð samtaka sem Samhjálpar. Liðsmaðurinn sagði mér frá starfinu, hversu margir þurfa á hjálp að halda og í hverju neyðin er fólgin. Samhjálp kemur til aðstoðar þeim Íslendingum sem hafa farið hall- oka í lífinu og fer ekki í manngreinar- álit. Ég hugsa að allir þekki einhvern einstakling sem hefur þurft að reiða sig á aðstoð samtakanna.“ Fáeinir Íslendingar hafa lagt í þennan róður. Einum hefur tekist að klára hringinn, Gísla Hirti Friðgeirs- syni. Flestir þeirra sem reyna gefast upp við suðurstrendur landsins. Þar ætlar Guðni Páll að hefja róður sinn. „Suðurströndin reynist mörgum erfið, þar er sjórinn þungur og mikið brim. Ég byrja því á erfiðasta kaflanum.“ Nú undanfarið hefur Guðni Páll verið að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir þennan erfiða leiðang- ur. Reiknað er með að hann taki um 6–8 vikur og mun hann verða yngsti Íslendingurinn til að takast á við þessa sjóferð. Hægt verður að fylgjast Guðna Páli með á vefsíðunni around- iceland2013.com. kristjana@dv.is Taktu myndir! Sendu þína veðurmynd á netfangið ritstjorn@dv.is Fimmtudagur Barcelona 16°C Berlín 20°C Kaupmannahöfn 16°C Ósló 8°C Stokkhólmur 8°C Helsinki 4°C Istanbúl 11°C London 13°C Madríd 19°C Moskva 13°C París 15°C Róm 20°C St. Pétursborg 10°C Tenerife 22°C Þórshöfn 6°C Veðrið V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u 6 3 4 1 3 0 2 -2 5 0 3 -1 4 -2 5 -1 5 1 2 x 5 7 6 2 4 5 4 5 9 4 6 3 10 3 11 3 9 2 8 1 5 2 2 -4 6 0 4 -3 3 -2 1 x 4 3 7 0 6 4 6 4 13 6 12 6 9 1 10 2 10 1 7 1 6 2 3 1 4 3 8 0 4 2 10 x 6 3 7 0 8 2 8 2 13 4 11 3 4 2 3 2 2 1 1 0 1 2 1 -4 3 2 2 0 1 1 2 x 6 2 2 -1 2 3 2 3 10 4 5 3 Fim Fös Lau Sun Fim Fös Lau Sun EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík Norðlægar áttir Lítils háttar snjókoma eða slydda N- og A-lands, en sums staðar dálítil rigning eða slydda á S- og V-landi. Hiti 1 til 7 stig, en um frost- mark fyrir norðan. Á fimmtudag verður hæg norðlæg eða breytileg átt, en strekkingur við A-ströndina. Stöku él N-lands, annars bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig SV-til að deginum, annars vægt frost. upplýsingar af vedur.is Reykjavík og nágrenni Miðvikudagur 17. apríl Evrópa Miðvikudagur Hæg austlæg átt og dálítil rigning eða slydda. Hiti 2-6 stig að deginum. +6° +3° 4 2 05:48 21:08 6 14 14 20 18 11 12 11 12 19 21 14 9 4 20 vorið á næsta leiti Hlýnandi veður er fram undan sunnanlands.Myndin -1 1 6 4 5 2 2 1 0 2 12 7 2 5 3 3 4 5 5 4 fann til samkenndar Guðni Páll ræddi við liðsmann Samhjálpar í jólainnkaupunum í Kringlunni og ákvað þá að leggja samtökunum lið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.