Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Síða 13
Banaði barnungri dóttur fyrir 56 árum Erlent 13Mánudagur 6. maí 2013 260 þúsund létust í hungursneyð n Hefði verið hægt að bjarga þúsundum mannslífa T alið er að um 260 þúsund manns hafi látist í hungursneyð í Afríkuríkinu Sómalíu árin 2010 til 2012. Þetta kemur fram í skýrslu sem meðal annars var unn­ in af Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Helmingur þeirra sem létust, eða um 130 þúsund manns, voru börn undir fimm ára aldri sam­ kvæmt skýrslunni. Er það mat stofn­ unarinnar að efla þurfi mannúðar­ aðstoð verulega og veita skjótari aðstoð þegar hætta steðjar að. Miklir þurrkar hafa geisað í Sómalíu undan­ farin misseri og þá hafa stríðandi fylk­ ingar í landinu gert ástandið erfiðara fyrir óbreytta borgara. Árið 1992 er talið að 220 þúsund manns hafi lát­ ist í hungursneyð í Sómalíu og virðast hjálparstofnanir ekki hafa dregið mik­ inn lærdóm af því. „Ég held að lærdómurinn sem megi draga af þessu sé að hjálpar­ stofnanir og mannúðarsamtök þurfi að bregðast skjótar við,“ segir Rudi Van Aaken, yfirmaður deildar Mat­ vælastofnunar Sameinuðu þjóð­ anna í Sómalíu, í viðtali við breska ríkis útvarpið, BBC. „Það, að bregð­ ast fyrst við þegar hungursneyð er farin að hafa áhrif, er mjög ómark­ visst. Helmingur þeirra dauðsfalla sem greint er frá í skýrslunni varð áður en hungursneyð var opinber­ lega lýst yfir,“ segir Van Aaken. Þetta þýðir að líklega hefði verið hægt að bjarga tugþúsundum mannslífa með því að bregðast við fyrr. En það er hægara sagt en gert að bregðast við þegar yfirvöld viður­ kenna ekki að vandamál sé til stað­ ar. Sameinuðu þjóðirnar lýstu fyrst yfir hungursneyð í júlí 2011 í suður­ hluta landsins, í héruðunum Bakool og Shabelle. Þá voru þau undir stjórn íslamistasamtakanna al­Shabab sem fullyrtu að engin hungursneyð ríkti. Þau neituðu vestrænum hjálpar­ samtökum aðgang að héruðunum. Að mati Sameinuðu þjóðanna var hungursneyðinni lokið í febrúar 2012. Í frétt BBC kemur fram að ástandið í Sómalíu hafi batnað en betur megi ef duga skal. Í Sómalíu er barnadauði og vannæring enn með því mesta sem gerist í heiminum.n D ómstóll í Wisconsin í Banda­ ríkjunum hefur dæmt 76 ára konu, Ruby Klakow, í 10 ára fangelsi fyrir að verða ungri dóttur sinni að bana. Óhætt er að segja að réttlætið hafi sigrað að lokum því 56 ár eru liðin frá dauða stúlkunnar sem lést aðeins nokkurra vikna gömul þann 1. mars árið 1957. Málið hefur vakið nokkra athygli vestanhafs enda var það sonur kon­ unnar, James Klakow, sem í dag er 57 ára, sem fór til lögreglunnar og biðlaði til hennar að hún rannsakaði andlát systur sinnar. Málið var lítið rannsakað á sínum tíma enda hélt Ruby því fram að hún hefði misst dóttur sína úr fanginu og á gólfið með þeim afleiðingum að hún lést. Það var ekki fyrr en nú nýlega að hið sanna kom í ljós. Í reiðikasti James fór á fund lögreglu árið 2009 þar sem hann sagði frá því sem raun­ verulega átti sér stað daginn örlaga­ ríka. James var aðeins 18 mánaða þegar systir hans lést og byggði hann frásögn sína á vitnisburði frænku sinnar sem var á staðnum þegar stúlkan lést. Fullyrti hún að Ruby hefði hent stúlkunni frá sér í reiði­ kasti með fyrrgreindum afleiðing­ um. Málið var þaggað niður innan fjölskyldunnar og liðu mörg ár þar til frænkan sagði James frá því sem gerðist. Þegar málið var tekið til með­ ferðar hjá dómstólum sagði James að hann hefði ekki vitað að hann hefði átt systur fyrr en hann varð ellefu ára, eða þegar móðir hans sagði að það væri honum að kenna að litla stúlkan hefði látist. James strauk að heiman þegar hann var þrettán ára og bjó aldrei aftur hjá móður sinni. Kenndi syninum um „Ég man að mig langaði alltaf í systur,“ sagði James við dómarann. „En ég komst að því að ég hafði átt systur þegar mamma kenndi mér um að hafa drepið hana,“ bætti hann við. Þó svo að frænka James hefði sagt honum hvað gerðist beið hann með að leita til lögreglu. En samvisk­ an nagaði hann og loks ákvað hann að gera það eina rétta í stöðunni og leita til lögreglu. Málið var krufið til mergjar og kom meðal annars í ljós að Ruby hafði eignast annan son árið 1964 sem lést skömmu eftir fæðingu. Lögregla taldi sig ekki geta ályktað að andlát hans hefði borið að með sak­ næmum hætti. Vildi 20 ára dóm Við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Sheboygan, 50 þúsunda manna bæ í Wisconsin, viðurkenndi Ruby að hafa kastað barni sínu frá sér í reiðikasti. Það var svo á miðviku­ dag í síðustu viku að dómur var kveðinn upp. Saksóknarar höfðu farið fram á 10 ára skilorðsbund­ inn dóm en hún myndi þó afplána 45 daga bak við lás og slá. Sonur hennar sagði fyrir dómi að hann vildi að móðir sín yrði dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Dómari ákvað þó að fara sína leið og þarf Ruby að dúsa í fangelsi næsta áratuginn eða svo. Í umfjöllun bandarískra fréttamiðla kemur fram að dómur­ inn hafi komið Ruby og verjanda hennar verulega á óvart. Útskýrði dómari þegar hann kvað upp dóm­ inn að Ruby yrði dæmd til skilorðs­ bundinnar refsingar myndi það í raun gera lítið úr glæpnum sem hún framdi. n Brugðið Ruby og verjanda hennar var brugðið þegar dómurinn var kveð­ inn upp. Sak sókn­ arar höfðu farið fram á 10 ára skilorðs­ bundinn dóm. n Dæmd í 10 ára fangelsi á dögunum n Kastaði stúlkunni frá sér í reiðikasti Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Erfitt ástand Talið er að um 130 þúsund börn hafi látist á þriggja ára tímabili í Sómalíu. Mynd REutERs Sjálfsvígum fjölgaði mikið Sjálfsvígum fjölgaði mikið í Bandaríkjunum í aldurshópn­ um 35 til 64 ára á árunum frá 1999 til 2010. Þetta kemur fram í töl­ um CDC, stofnunar um varnir gegn sjúkdómum og um forvarn­ ir í Bandaríkjunum, sem birtar voru á dögunum. Hefur sjálfsvíg­ um fjölgað um 28 prósent á þess­ um rúma áratug og varð fjölgunin mest meðal hvítra Bandaríkja­ manna. Stofnunin rannsakaði ekki ástæður þessarar fjölgun­ ar en í skýrslu hennar er það þó nefnt að forvörnum hafi einkum verið beint að yngra fólki og eftir­ launaþegum á þessum árum. Það kunni að skýra aukna tíðni sjálfs­ víga. 38.350 manns sviptu sig lífi í Bandaríkjunum árið 2010 og voru sjálfsvíg tíunda algengasta dánar­ orsök þess árs. Launahækkun fyrir húðflúr Fasteignasala í New York hefur farið þá óvenjulegu leið að bjóða starfsfólki sínu 15 prósenta launa­ hækkun ef það lætur húðflúra á sig merki fyrirtækisins. Fasteignasalan sem um ræðir heitir Rapid Reality og virðist þetta tilboð hafa lagst vel í starfsfólk. Bandarískir fjölmiðl­ ar greina frá því að hvorki fleiri né færri en 40 starfsmenn hafi tekið tilboðinu og látið flúra á sig merki Rapid Reality sem er grænt og svart að lit. „Þetta er gott tækifæri fyrir starfsfólk til að sýna fyrirtæk­ inu tryggð,“ segir Robert Trezza starfsmaður við CBS. Hann segir að fyrirtækið geri vel við starfsfólk og það sé skemmtilegt í vinnunni alla daga. „Eiginkona mín var dá­ lítið áhyggjufull en mér fannst þetta frábær hugmynd,“ segir ann­ ar starfsmaður, Joseph Tighe. Adidas mokar inn seðlum Íþróttavöruframleiðandinn Adidas skilaði hagnaði upp á 308 milljón­ ir evra, 46 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Í til­ kynningu frá fyrirtækinu kemur fram að neytendur hafi í auknum mæli beint augum sínum að dýr­ ari vörum fyrirtækisins fyrstu mánuði ársins en mánuðina þar á undan. Jókst hagnaðurinn um 6,5 prósent frá fyrri ársfjórðungi. Líf og fjör var með hlutabréf Adidas í verðbréfahöllinni í Frank­ furt í Þýskalandi og hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins um sex prósent eftir að afkomutölurnar voru gefn­ ar út á föstudag. „Ég man að mig langaði alltaf í systur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.