Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Page 20
Þ að er klisjulegt með afbrigðum að tala um gríðarlega spennu í botnbaráttu í öllum kepp nis­ íþróttum en fátt annað á við um þá stöðu sem uppi er í ensku úr­ valsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Tvö félagslið, Reading og QPR eru þegar fallin, en fræðilega eiga hvorki færri en átta önnur lið á hættu að bæt­ ast í þann hóp. Það segir kannski alla söguna um enska boltann þessa leiktíðina að ívið meiri spenna er á botninum en ofar á töflunni þar sem Manchester United hefur fyrir löngu tryggt sér enska tit­ ilinn og það með svo miklum mun að spennustigið hefur verið við núll­ punkt. En leðjuslagurinn við botninn er skemmtilegur. Ein átta félagslið geta orðið þriðja liðið sem fellur um deild að þessu sinni. Allt frá Stoke City í ellefta sætinu og niður til Wig­ an sem situr eins og stendur í síðasta fallsætinu. Önnur félög sem þurfa að hafa fyrir því að koma sér í skjól í þeim tveimur eða þremur leikjum sem eftir eru af leiktíðinni eru Fulham, Stoke, Aston Villa, Southampton, Norwich, Newcastle, Sunderland og fyrrnefnt lið Wigan. Wigan og Sunderland sitja í 17. og 18. sætunum en bæði lið eiga þrjá leiki til góða sem gefur þeim öllu betri líkur en Newcastle, Norwich eða Southampton sem eiga aðeins tvo leiki eftir en eiga þó þrjú stig á Wigan. Sérstaklega standa Wigan, Norwich og Newcastle illa fari svo að markatala ráði úrslitum en öll þrjú hafa fengið á sig rúmlega tuttugu mörk meðan Southampton og Sunderland eru að­ eins rúmlega tíu mörk í mínus. Sunderland leikur í kvöld gegn Stoke á heimavelli og þrjú stig þar munu sannarlega fara langt með að tryggja áframhaldandi veru í efstu deild. Sömu sögu er að segja af Wig­ an sem á leik annað kvöld gegn Swansea. n 20 Sport 6. maí 2013 Mánudagur Átta félagslið geta fræðilega fallið n Þröngt setið á botninum í ensku úrvalsdeildinni Æ tli það yrði ekki súrt með afbrigðum ef úrslitaleik­ ur Meistaradeildar Evrópu milli Borussia Dortmund og Bayern München endaði 1–1? Kannski ekki, en allavega ívið lakari skemmtun fyrir sparkáhugamenn en undan­ úrslitaleikir sömu liða þar sem Bæj­ arar hentu Barcelona á grillið og elduðu hægt meðan leikmenn Dort­ mund sýndu Real Madrid að Davíð á enn í fullu tré við Golíat. Þurrt jafntefli 1–1 jafntefli varð niðurstaðan í deildarleik þýsku liðanna um helgina í leik sem margir biðu sérstaklega eftir með tilliti til að þessi tvö þýsku stórlið mætast í úrslitaleik Meistara­ deildar Evrópu þann 25. maí næst­ komandi. Viðureignin var, samkvæmt spekingum erlendra miðla, heldur klén og fjarri því sú spennandi for­ sýning sem búist var við jafnvel þótt að útlitið hafi verið gott strax á tí­ undu mínútu þegar Dortmund skor­ aði fyrsta mark leiksins. Super­Mario Gomez jafnaði fljótlega metin fyrir gestina og þar við sat. Úrslitin skiptu engu máli Líklega hefur einhver áhrif að Bayern hefur fyrir nokkru tryggt sér meist­ aratitilinn í þýsku Bundesligunni og Dortmund situr ósköp þægilega í öðru sætinu og fer ekkert ofar en það. Engu að síður var pólska skytt­ an Robert Lewandowski fjarri sínu besta. Kappinn gerði sér lítið fyrir og misnotaði vítaspyrnu í leiknum. Kom það heldur ekki Dortmund til góða að Bæjarar misstu mann af velli með rautt spjald þegar 25 mínútur lifðu leiksins. Hvorugt lið tók leikinn alvar­ lega og geymdu þau margar helstu stjörnur sínar á bekknum. Bæjarar mættu án Schweinsteiger, Ribery og Lahm auk þess sem Thomas Müller og Javi Martinez byrjuðu á bekknum. Sömuleiðis lét þjálfari Dortmund, Jürgen Klopp, lykilmenn á borð við Hummels, Bender og Götze hvíla. Kannski lék það líka hlutverk í þessum leik að andinn milli þessara tveggja félagsliða hefur farið mjög versnandi síðustu vikur í kjölfar þess að Bayern nældi í eina helstu stjörnu Dortmund, Mario Götze, fyrir skömmu og gerði þar ekkert annað en bjóða nægilega mikið til. Klásúla í samningi hans kvað á um að hann færi fyrir ákveðið verð og það var nákvæmlega sú upphæð sem Bæjar­ ar buðu. Meiri hiti utanvallar Þetta leiddi til þess að hiti var utan vallar í leiknum um helgina þótt svalara væri á vellinum sjálfum. For­ seti Dortmund hafnaði því að snæða hádegisverð með forráðamönnum Bayern en slíkt er venja meðal æðstu manna fyrir leiki. Sömuleiðis lenti þjálfari Dortmund upp á kant við þjálfarateymi Bayern meðan á leikn­ um stóð. Allt eru þetta góð tíðindi fyrir knattspyrnuáhugamenn. Því meiri ástríður og hiti sem er í leikmönnum og forráðamönnum því meiri has­ ar er líklegur þegar þessi þýsku stór­ veldi mætast 25. maí. Afar ólíklegt er að þar verði um endursýningu síð­ asta árs að ræða þar sem lið Chelsea fór einu sinni út fyrir eigin teig í 90 mínútur og hafði sigur í Meistara­ deildinni. n Takk pabbi, fyrir að ég er ekki Bæjari! Brottför Mario Götze til Bayern hefur vakið mikla reiði meðal stuðningsmanna Dortmund. n Generalprufa Dortmund og Bayern var ekki upp á marga fiska Fjandsamlegir Lítil vinátta hefur verið milli leikmanna Bayern og Dortmund og nú hefur syrt enn frekar í álinn. Örlítið meiri diskant takk! Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Allt er þegar þrennt er Gamli jaxlinn Steve Bruce mun snúa aftur í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir að lið hans Hull tryggði sér farseðil upp um deild um helgina eftir 2–2 jafntefli við Cardiff. Bruce sem lék lengi með Manchester United og þjálfaði með bærilegum árangri Birmingham á árum áður var að endurtaka leikinn í þriðja skiptið. Hann hefur tvívegis leitt Birmingham upp í efstu deild. Leikmenn gagn- rýna Mourinho Það virðist í tísku meðal leikmanna Real Madrid að gagnrýna þjálfara sinn. Nú hefur varnarmaðurinn Pepe sagt fáránlegt að halda mark­ verðinum Iker Casillas á bekkn­ um og bætist Pepe þar í hóp Ron­ aldo, Xabi Alonso og Sergio Ramos sem láta í ljósi undrun sína op­ inberlega. Mourinho virðist vera orðinn meyr með árunum því ein­ hvern tíma hefði hann sett menn út í kuldann fyrir slíkt en nú ypptir hann öxlum og kippir sér varla upp við slíkt. Rýmingar- sala hjá Real Spænska íþróttablaðið Marca framkvæmdi fróðlega skoðana­ könnun meðal lesenda sinna í vik­ unni en þar voru þeir spurðir hvaða leikmenn Real Madrid ætti að losa sig við fyrir næstu leiktíð. Tæplega 200 þúsund manns tóku þátt og kom í ljós að rúmlega helmingur vill henda köppum á borð við Higuaín, Kaká, Essien, Coentrao og Carvalho fyrir róða. Mest kom þó á óvart að rúm 65 prósent þátttakenda vilja Mourin­ ho burt líka. Kannski það sé ástæða þess að þjálfarinn er ekk­ ert að æsa sig mikið lengur. Arsenal á pari við Real Daily Mail í Bretlandi segist hafa heimildir fyrir því að eigandi Arsenal hafi þegar lofað þjálfara sínum eitt hundrað milljónum punda til leikmannakaupa fyrir næstu leiktíð. Það eru gróflega átján íslenskir milljarðar og slíka fjármuni hefur Arsene Wenger aldrei fengið til umráða áður. Sé þetta rétt má líta svo á að Arsenal sé orðið stórlið í allri merkingu þess orðs því þetta er nákvæm­ lega sama upphæð og forseti Real hefur áætlað til leikmannakaupa hjá spænska stórveldinu í sumar. Aðdáendur Wigan halda í vonina Sem stendur virðist staða Wigan slæm en það gæti fljótt breyst. Staðan í neðstu sætum 11 Stoke 35 9 13 13 31:41 40 12 Fulham 36 10 10 16 46:57 40 13 Aston Villa 36 10 10 16 44:65 40 14 Southampton 36 9 12 15 47:58 39 15 Norwich 36 8 14 14 34:56 38 16 Newcastle 36 10 8 18 43:66 38 17 Sunderland 35 9 10 16 39:51 37 18 Wigan 35 9 8 18 42:64 35 19 Reading 36 6 10 20 41:67 28 20 QPR 36 4 13 19 29:57 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.