Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2013, Page 21
Þ að mun flokkast sem krafta- verk ef tiltekinn Gareth Bale hleypur út á völlinn í fyrsta leik næstu leiktíðar í búningi Tottenham Hotspur ef marka má franska goðið Zinedine Zidane. Frakkinn frægi sem nú starfar sem knattspyrnustjóri Real Madrid segir einu gilda hvaða verðmiða nú- verandi lið hans setur á kappann að það verði alltaf upphæð sem helstu stórlið Evrópu eigi ekki í vandræðum með að leggja út. Forráðamenn Tottenham hafa reynt sitt ýtrasta til að halda stjörnu sinni sem hefur sannarlega sprung- ið út þennan veturinn en Bale var nýlega valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður sömu deildar. Þá leikur enginn vafi á að hann er einn allra besti leikmaður í Evrópuboltanum í dag og ungur aldur hans ávísun á frá- bæra hluti mörg næstu árin. Það vita forráðamenn félagsliða á borð við PSG, Bayern, AC Milan, Manchester United, Real Madrid og Barcelona, segir Zidane og ekkert vefst fyrir þessum liðum að greiða það hátt verð fyrir leikmann. „Tottenham getur verðlagt hann eins hátt og það vill. Átta milljarð- ar, tíu og jafnvel farið í ellefu millj- arða króna en það breytir engu. Stórliðin eiga þá peninga til að eyða ef svo ber undir án þess að það setji stórt strik í reikninginn. Á það verð- ur að líta að næsti klúbbur Bale mun gera langan samning og vænt- anlega njóta þjónustu hans næstu fjögur til fimm árin þegar hann er enn á allra besta aldri og gæti meira að segja orðið enn betri. Hæfileik- ar hans eru það miklir að hann er einstakur leikmaður í sinni stöðu og fyrir það er greitt toppverð. Bale er leikmaður sem getur sannarlega skipt sköpum fyrir félagslið í hvaða keppni sem er og slíkir menn eru fá- gætir.“ n Sport 21Mánudagur 6. maí 2013 Það er barist um Gareth Bale n Ellefu milljarða króna verðmiði Tottenham á Gareth Bale er klink fyrir stórliðin n Generalprufa Dortmund og Bayern var ekki upp á marga fiska Walcott á blað Theo Walcott hefur aldrei náð þeim frama sem honum var spáð strax á unglingsárum og margir aðdáend- ur Arsenal hafa fyrir löngu misst alla trú á stráknum. Þess sjást þó merki, lítil en örugg, að hann sé að finna sig betur og betur og það var hann sem bjargaði þremur stigum fyrir lið sitt um helgina þegar hann skoraði sigurmarkið gegn QPR eft- ir aðeins 20 sekúndna leik. Þjálfari liðsins, Wenger, segir Walcott loks vera að finna sig en reyndar sagði hann það sama fyrir ári og fyrir tveimur árum. Totti til Banda- ríkjanna Deila má um margt við persónu Francesco Totti en það má karl eiga að hann leggur ekki endilega lag sitt við þá sem best bjóða. Ítalinn sem er orðinn 36 ára er enn að sprikla fyrir Rómverja eins og hann hefur gert alla ævi og þótt hægari sé sést aldurinn í raun ekki á kappanum. Hann á ár eftir af samningi sínum og vill ólmur sparka bolta áfram og þá helst í Bandaríkjunum. Hann hafnar algjörlega að leika fyrir annað ítalskt félagslið og hefur ekki sýnt áhuga á tilboðum frá stórliðum á borð við PSG. Zanetti neitar að hætta Annar frægur kappi sem kominn er til ára sinna er varnarjaxlinn Javier Zanetti hjá Inter Milan en sá meiddist illa fyrir viku og má ekki hreyfa sig mikið næstu átta mánuðina. Það gætu sumir 39 ára leikmenn túlkað sem fína áminn- ingu um að hætta bröltinu og leggja skóna á hilluna en ekki Argentínu- maðurinn. Hann hefur beinlín- is lofað stuðningsmönnum ítalska liðsins að snúa aftur. Hvort Inter getur notað fertugan Zanetti verður svo að koma í ljós en í öllu falli getur hann snúið heim til Argentínu. 199 stykki Cristiano Ronaldo kann að vera óánægður með veru sína hjá Real Madrid eins og fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að undan- förnu. Þess eru þó lítið merki úti á vellinum og hann var í sér stöku stuði um helgina þegar hann skoraði tvívegis í 3–4 sigri Real á Valladolid. Mörkin þýða að hann hefur alls skorað 199 mörk fyrir spænska stórliðið frá því hann gekk til liðs við það fyrir fjórum árum. Tæplega 50 mörk á leiktíð er fjarri því dapur árangur. Þ að er hreint ekki ókeyp- is að reka knattspyrnulið í efstu deild í Englandi held- ur þvert á móti fokdýrt og þar gerir ekkert lið merki- lega hluti nema fjársterkir aðil- ar standi að baki og láti fé af hendi rakna reglulega til reksturs og leik- mannakaupa. Þetta sést hvað best þegar borin er saman meðaleyðsla og meðalsala helstu þjálfara í ensku úrvalsdeildinni yfir tíu ára tímabil eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Aðhaldssamir með afbrigðum Taflan sýnir meðaltal í kaupum og sölum hjá nokkrum útvöldum þjálfurum sem verið hafa lengi í eldlínunni. Upphæðir eru yfirfærð- ar í íslenskar krónur en engu að síð- ur má glöggt sjá að himinn og haf er milli þeirra Wenger hjá Arsenal og Moyes hjá Everton annars vegar og eyðslu umfram kaup hjá öðrum stærri félagsliðum í Englandi. Þó er líka nokkur munur á Wenger og Moyes því sá fyrrnefndi hefur haft úr töluvert meiri peningum að moða. Moyes hefur þannig yfir tíu ára tímabil að meðaltali selt leikmenn fyrir 2,3 milljarða króna en keypt að meðaltali fyrir 2,9 milljarða. Wen- ger hefur að meðaltali selt fyrir 4,9 milljarða og keypt fyrir rétt rúma fimm miljarða. Eyðsla út í eitt Til samanburðar eru stjórar beggja Manchester liða og Chelsea víðs- fjarri öðrum þegar kemur að því að halda jafnvægi í bókhaldinu. Undir stjórn Alex Ferguson síðustu árin hefur United selt árlega að meðal- tali fyrir 4,6 milljarða en keypt leik- menn fyrir 8,1 milljarð. City eyðir enn meiru en liðið hefur selt fyrir 3,4 milljarða árlega en keypt fyrir litla 11,8 milljarða. Verst er staðan hjá Chelsea og þarf engum að koma á óvart. Það félagslið selur leikmenn fyrir 3,8 milljarða að meðaltali hvert ár en kaupir fyrir 12,6 milljarða. n Kaup og sala að meðaltali á ári hjá útvöldum félagsliðum í milljörðum króna: Kaup Sala Arsenal 5,0 4.9 Everton 2,9 2,3 Man. Utd 8,1 4,6 Man. City 11,8 3,4 Chelsea 12,6 3,8 Liverpool 9,2 5,1 Tottenham 8,3 4,8 Newcastle 4,5 3,4 Aston Villa 3,9 1,9 Wenger og Moyes alveg sér á parti n Engir stjórar hafa haldið jafn vel um spaðana í fjármálum og þeir Sér á parti David Moyes og Arsene Wenger eru séðari í fjármálum en nokkrir aðrir í ensku úrvalsdeildinni. Verðmætur Talið er óhugsandi annað en Bale sæki á ný mið í sumar. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Pepsi-deildin fer vel af stað n Þrjú mörk að meðaltali n Blikar sannfærandi n KR–Stjarnan í kvöld F yrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Íslandsmeistarar FH taka á móti Keflvíkingum í Kaplakrika klukkan 19.15, Fylkismenn fá Vals- menn í heimsókn í Lautina og KR- ingar taka á móti Stjörnunni í Frosta- skjóli. Búast má við hörkuleikjum en DV spáði því í helgarblaði sínu að FH- ingar myndu verja titil sinn og standa uppi sem sigurvegarar í haust. Kefl- víkingum var hins vegar ekki spáð jafn góðu gengi og var þeim spáð 10. sætinu. DV spáði KR-ingum öðru sæti en Stjörnunni því fjórða og búast flestir við því að þessi lið verði í toppbaráttu í sumar. Viðureign Fylkis og Vals verður ekki síður athyglisverð enda mæta þessi lið með töluvert breytt lið frá síð- asta sumri. DV spáði Fylkismönnum 8. sætinu en Valsliðinu 5. sæti. Óhætt er að segja að Pepsi-deildin hafi farið vel af stað á sunnudag en þá fóru þrír leikir fram. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í ÍBV unnu góðan heimasigur á Skagamönnum, 1–0, Breiðablik burstaði Þór, 4–1, og ný- liðar Víkings frá Ólafsvík töpuðu fyrir Fram, 2–1. Miðað við frammistöðu Breiðabliks gegn Þór má ætla að liðið blandi sér fyrir alvöru í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn en Blikum var spáð 3. sætinu í spá DV. n Tilbúnir Rúnar Kristinsson og hans menn í KR taka á móti Stjörnunni í kvöld. Búast má við hörkuleik enda báðum liðum spáð góðu gengi í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.