Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 12
12 Fréttir 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað „Það er eins og allt sé komið aftur í gamla farið. Ekkert verði hlustað á hagsmunaaðila, sérfræðinga, veiði- menn og bændur heldur allt hrifsað burt með góðu eða illu. M aður upplifir lýðræðið eins og verið sé að hafa mann að ginningarfífli,“ segir Svanhvít Hermannsdóttir, bóndi á Lambastöðum og í hópi þeirra fjölmörgu sem sendu inn umsögn um drög að ramma­ áætlun. Ný ríkisstjórn Sjálfstæðis­ flokksins og Framsóknarflokksins hefur boðað breytta flokkun á virkj­ anakostum rammaáætlunar. Fullyrti Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra umhverfismála, á sínum fyrstu emb­ ættisdögum að endurskoðunin væri þegar hafin í ráðuneytinu og skoða ætti breytingar á í það minnsta átta virkjanakostum. „Þeir fóru í biðflokk og þá náðist ákveðin sátt um þetta. En nú er hætta á að aftur mætist stál­ in stinn,“ segir Svanhvít. Fjölmargir bændur og umsagnaraðilar sem DV ræddi við tóku í sama streng. „Aldrei aftur tekið“ „Ég hef varla þolað að hlusta á frétt­ ir síðan þessi ríkisstjórn tók við völd­ um. Ég hreinlega trúi ekki mínum eigin eyrum,“ segir Svanhvít og bætir því við að stjórnin fari miklu verr af stað en hana hafi nokkurn tímann órað fyrir. „Strax á fyrstu dögunum blasa við okkur stríðsyfirlýsingar. Virkjanirnar sem til stendur að reisa valda auðvitað gífurlegu raski og maður veltir fyrir sér hvað þessu fólki gengur eiginlega til. Hvaðan kemur þessum mönnum vald til að ráðast í þessar aðgerðir?“ spyr hún og bend­ ir á að fyrirhugaðar virkjanafram­ kvæmdir muni hafa varanleg áhrif á ásýnd og lífríki Þjórsár. „Þetta verður aldrei aftur tekið.“ Stríðshanskinn dreginn upp Oddur Bjarnason, formaður Veiðifé­ lags Þjórsár, tekur í sama streng. „Nú er hreinlega vaðið áfram og manni finnst maður aftur upplifa ævintýrin frá 2002 til 2007,“ segir hann þungur á brún þegar DV ræðir við hann. „Það er eins og allt sé komið aftur í gamla farið. Ekkert verði hlustað á hagsmunaaðila, sérfræðinga, veiði­ menn og bændur heldur allt hrifsað burt með góðu eða illu. Eins og þú kannski heyrir þá er ég miður mín. Og við erum það, held ég, flest. Ég er verulega svekktur yfir því að ríkis­ stjórnin skuli byrja svona,“ segir Odd­ ur. Þá fullyrðir hann að náðst hafi sátt meðal landeigenda, veiðifélagsins og hagsmunaaðila um að setja virkjana­ kosti í Neðri­Þjórsá í biðflokk meðan umhverfisáhrifin yrðu rannsökuð betur. „Nú virðist ný ríkisstjórn ætla að rjúfa sáttina. Það jafngildir því að draga upp stríðshanskann.“ Nefnir Oddur sérstaklega að hon­ um hafi þótt sláandi að heyra Sig­ mund Davíð tala eins og hundruð athugasemda frá almenningi við drög að rammaáætlun hefðu að mestu verið einn og sami tölvupóst­ urinn. „Sigmundur fer einfaldlega með rangt mál og við erum alveg miður okkar yfir þessari umræðu. Hún er virkilega illa ígrunduð og ófagleg,“ segir hann. „Ákaflega dapurlegt“ Renate Hannemann býr á Herríðar hóli sem er á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar. Þar rekur hún ferðaþjónustu og hefur barist ötul lega gegn virkjanastefnu árum saman. Er henni verulega brugð­ ið vegna yfirlýsinga nýju ríkis­ stjórnarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Fagleg vinna hefur átt sér stað í mörg ár og málin verið rædd fram og til baka. Niðurstaðan var sú að færa neðri hluta Þjórsár úr nýt­ ingarflokki og í biðflokk, með­ al annars vegna athugasemda og vísbendinga um að laxastofnin­ um stafaði hætta af framkvæmd­ unum. Það er ákaflega dapurlegt að nýir valdhafar láti svo eins og athugasemdirnar hafi einfaldlega ekkert gildi,“ segir Renate og bæt­ ir því við að bændur við Þjórsá séu orðnir dauðþreyttir á deilunum sem staðið hafa lengur en í áratug. „Þetta skaðar samfélagið verulega og vekur tortryggni meðal fólks.“ Renate lítur svo á að ný ríkisstjórn sé að gengisfella alla þá vinnu sem átt hefur sér stað við undirbúning rammaáætlunar. „Við hljótum að krefjast þess að gerð sé rammaá­ ætlun sem gildir til langs tíma en hver einasta ríkisstjórn sé ekki að breyta henni endalaust eftir eig­ in höfði. Þá gætum við allt eins sleppt þessu,“ segir hún. DV ræddi við fleiri bændur á svæðinu sem vildu ekki láta nafns síns getið. Sumir voru opnir fyrir því að virkjað yrði í ánni en flestir lýstu yfir miklum áhyggjum af laxastofninum. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is „Verður aldrei aftur tekið“ Vistkerfi í hættu Vatnsaflsvirkjanir hafa veruleg áhrif á vistkerfi, bæði á láði og legi. Þær eru háðar miðlunarlónum og krefjast þess að gróðurlendum og búsvæðum fugla sé drekkt. Á þetta er bent í umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um drög að rammaáætlun, en þar kemur jafnframt fram að stíflugerð stöðvar botnskrið og aurburð sem er nauðsynlegur til viðhalds og uppbyggingar strandlengj- unnar. „Vatnsaflsvirkjanir geta haft neikvæð áhrif á nytjafiska í ám með því að eyðileggja hrygningar- og uppeldis- stöðvar þeirra og hindra sjógöngur,“ segir í umsögninni en þar er einnig vísað til kanadískra rannsókna á eyðileggingu og rotnun gróðurs í lónstæðum vegna vatnsaflsvirkjana. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að um sjö prósent gróðurhúsaáhrifa af manna völdum eigi uppruna sinn við slíkar aðstæður. n Á ári hverju veiðast þúsundir laxa í Þjórsá. Allt bendir til þess að virkjana- framkvæmdir yrðu laxastofninum verulega skeinuhættar og gæti veiði lagst af. „Virkjanir og stíflur valda röskun á vatnafari, búsvæði og göngum laxfiska og eru afdrifarík fyrir fiskgengd í ám, ekki síst í ám með sjógöngustofna,“ segir í umsögn náttúruverndarsamtak- anna. „Ég hlýt að mótmæla“ Hundruð athugasemda bárust við drög að rammaáætlun árið 2011, meðal annars frá einstaklingum, sveitar- félögum, samtökum og stofnunum. Ein þeirra sem sendi inn athugasemd er Elín Erlingsdóttir, íbúi við Þjórsá, sem lýsir á tilfinningaþrunginn hátt ótta sínum við að æskustöðvum hennar verði umbreytt. n „Sem íbúi sem horfir yfir ána úr gluggunum í húsinu mínu, horfi á og hlusta á ána af bæjarhlaðinu mínu þar sem forfeður mínir og nánasta fjölskylda hafa búið í 100 ár, hlustað eftir sunnanhljóðinu í ánni til að spá fyrir um veður, vitað af öruggu vatni við ána fyrir búsmalann, horft á gæsir sem flytja sig milli staða með ánni haust og vor, riðið út á bökkum árinnar, veitt fisk og étið, vaðið, sullað á sumrum, skoðað klakabönd og fylgst með vorleysingum við ána. Já, það sem af er ævi minnar hefur Þjórsá verið hluti af lífi mínu, þannig mun það verða ævi mína á enda. Ég hlýt að mótmæla niðurstöðum Rammaáætlunar 2, þar sem virkjanir við Neðri Þjórsá eru settar í nýtingarflokk. Áform um þessar stóru framkvæmdir fylla mig og mitt fólk og sveitunga mín vanlíðan, vegna allra þeirra neikvæðu náttúrufarslegu breytinga sem virkjanaframkvæmdir munu hafa í för með sér og samfélagslegu áhrifa sem áætlanir þessar hafa haft á samskipti fólks og munu hafa á lífsgæði þess.“ Miklar framkvæmdir Ef virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verða færðir í nýtingarflokk verða þar reistar þrjár vatnsaflsvirkjanir: Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Mynd/VerkíS. Áhyggjufull vegna yfirlýsinga „Ég hef varla þolað að hlusta á fréttir síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum,“ segir Svanhvít Hermannsdóttir, sveitarstjórnarkona í Flóahreppi og bóndi á Lambastöðum. Finnst ástandið dapurlegt „Það er ákaf- lega dapurlegt að nýir valdhafar láti svo eins og athugasemdirnar hafi einfaldlega ekkert gildi,“ segir Renate Hannemann, bóndi á Herríðarhóli. n Bændur og landeigendur miður sín n Sáttin er rofin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.