Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Qupperneq 18
18 Fréttir 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað H ávær umræða hefur skapast um það meðal landeigenda að hafin verði gjaldtaka á helstu ferðamannastöðum hér á landi til að standa straum af uppbyggingu og bregð- ast við auknum ferðamannastraumi. Skiptar skoðanir eru á því innan ferðaþjónustunnar hvort bein gjald- taka af ferðamönnum sé lausnin. Flestir eru þó sammála um að upp- bygging þurfi að eiga sér stað til að vernda helstu náttúruperlur lands- ins. Vöruvæðing á ferðamannastöðum „Ég tel að það sé neyðarbrauð og skammtímalausn, en kannski forsvaranlegt á einhverjum stöð- um akkúrat núna þar sem því verð- ur auðveldlega komið við,“ segir Ed- ward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hann telur slíka gjaldtöku þó frekar eiga að vera í höndum ríkisins en einkaaðila. „Menn verða að gæta sín að flana ekki að neinu, að við séum allt í einu búin að koma upp þeirri hefð að við séum farin að rukka inn á staði. Það breytir eðli og ásýnd og upp lifun af ferðamennsku hér á landi. Það er fullkomin vöruvæðing á ferða- mannastöðum.“ „Þeir bara eiga ekki Dettifoss“ Fram kemur í stefnuyfirlýsingu nýrr- ar ríkisstjórnar að kannaðir verði möguleikar á gjaldtöku á ferða- mannastöðum til að bregðast við auknum ferðamannafjölda og tryggja sjálfbærni. Margar hugmyndir hafa verið nefndar um hvernig útfæra eigi slíka gjaldtöku. Allt frá því að rukkað verði inn á einstaka staði til svokallaðra ferðamanna- eða náttúrupassa sem ferðamenn kaupa við komuna til landsins og gilda þá inn á alla ferða- mannastaði og þjóðgarða landsins. Landeigendur í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit hafa tekið af skarið hvað gjaldtöku varðar en þeir hafa sam- þykkt að stefna að því taka upp náttúruverndargjald á svæðinu árið 2014. Inni á því svæði er meðal annars Dettifoss. Edward finnst mjög sérstakt að landeigendur taki skyndi- lega ákvörðun um að hefja gjaldtöku inn á svæðið. „Þeir bara eiga ekki Dettifoss, ekki fyrir fimmaura.“ Ekki nógu vel útfært Edward segir í raun ekki hafa verið markvisst skipulag í uppbygginu innviða ferðaþjónustu á Íslandi fyrr en á síðustu árum, en framkvæmda- sjóði ferðmannastaða var komið á fót árið 2011. Landeigendur og um- sjónarmenn ferðamannastaða geta lagt inn umsóknir og hefur sjóður- inn nú þegar veitt hundruð millj- óna í styrki til ýmissa uppbyggingar- verk efna. „Það versta er hins vegar að hluti af þessum umsóknum er ekki nógu góður. Með öðrum orðum þá skortir fólk sýn á hvernig það vill byggja upp ferðamannastaði. Ennþá virðist þetta eitthvað snúast um að sturta niður steypu, malbika og græja þetta einhvern veginn, en það getur í grundvallaratriðum eyðilagt það sem við erum að reyna að búa til og reyna að selja.“ Hugnast ferðamannapassar Styrkir úr sameiginlegum sjóðum munu þó að öllum líkindum duga skammt miðað við hve mikið þarf að gera. Aðspurður út í útfærslur á hugs- anlegri gjaldtöku til að fjármagna frekari uppbyggingu segir Edward að honum hugnist þá einna helst ferðamannapassar. Hann bendir á að hvað skattlagningu varðar þá vilji engin grein ferðaþjónustunnar taka hana á sig. Þá séu aðeins örfáir stað- ir sem séu þess eðlis að hægt sé að rukka inn á þá. „Hvernig á til dæmis að rukka inn í Vatnajökulsþjóðgarð? Eða á Fjallabak?“ spyr hann. „Þess vegna hefur mér hugnast mjög vel þessi hugmynd um ferðamanna- eða náttúrupassa þannig að fólk sem ætlar sér að ferðast um landið geti þá keypt passa í Keflavík sem veiti þeim aðgang að þeim ferðamanna- stöðum. Síðan eru það landverðir á hverjum stað sem tékka á því hvort ferðamenn séu með passa og ef þeir eru ekki með slíkan þá þurfa þeir að borga sekt, bara eins og er í þjóð- görðum víða.“ Gæti virkað sem skattur á landsbyggðina Edward segir að með slíkum pössum væri auðveldara að rukka eingöngu erlenda ferðamenn fyrir aðgang að ferðamannastöðum. Íslendingar fengju þá ennþá að njóta þeirra án gjaldtöku. Hann segir erfitt að koma því í kring við gjaldtöku á einstökum stöðum að rukka eingöngu erlenda ferðamenn. „Ég held að þetta sé svo- lítið vanhugsað að mörgu leyti og hægara sagt en gert.“ Þá segir Edward einnig mega velta fyrir sér að hve miklu leyti gjaldtaka á náttúrusvæðum víða um land gæti í raun virkað sem skattur á landsbyggð og ferðaþjónustu þar og mögulega dregið úr tækifærum þeirra til vaxtar. Umræðan gjaldfelld Vinna við greinargerð um mögulegar leiðir til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða er hafin hjá Ferðamálastofu og að sögn Ólafar Ýrar Atladóttur ferðamálastjóra mun þeirri vinnu vonandi ljúka snemm- sumars. Ólöfu þykir hugtakið gjaldtaka vera frekar misvísandi hvað varð- ar forsendur umræðunnar. „Mér finnst að með því að einblína á hug- takið „gjaldtaka“ skapist sú hætta umræðan fari að snúast um gjald- töku gjaldtökunnar vegna. Mér finnst að hætta sé á að þessi mikil- væga umræða verði gjaldfelld með því að einskorða hana við þetta hug- tak,“ segir Ólöf. Sjálf vill hún nota orðið fjármögnun. Fjármögnun til uppbyggingar og viðhalds á ferða- mannastöðum. Skipuleggja landið í heild „Í fyrsta lagi erum við að tala um með hvaða hætti við getum fjár- magnað þá uppbyggingu sem þarf að verða á nýjum seglum fyrir ferða- þjónustuna.“ Þar á hún við hvernig byggðalög geti byggt upp nýja segla til að laða að ferðamenn og fá þá til að stoppa lengur, dreifa þannig álaginu af ferðamönnum og draga úr fjöldanum á vinsælustu stöðunum. „Í öðru lagi þurfum við að skoða með hvaða hætti við getum tryggt að það sé til fjármagn til að byggja upp þá staði til framtíðar sem nú þegar eru mjög ásetnir. Í þriðja lagi þurf- um við að skoða hvernig við ætlum að skipuleggja landið í heild með til- liti til þess hvert aðgengi ferðamanna á að vera á hverju svæði, til dæmis með hliðsjón af ólíkum væntingum ferðamanna sem sækja landið heim.“ Ólöf bendir á að það sé til að mynda mikill munur á væntingum ferða- manna sem sækist eftir að heim- sækja staði eins og Seljalandsfoss eða Gullfoss og Geysi og þeirra sem heimsæki til dæmis Langasjó. „Við viljum kannski ekki byggja upp með sama hætti alls staðar en við þurfum að setjast niður og hugsa hvernig við viljum að landið líti út. Hvar viljum við til dæmis hafa gott aðgengi og tryggja upplifun fyrir ferðamenn óháð líkamlegu atgervi þeirra?“ Fjármagn kemur ekki úr sameiginlegum sjóðum Ólöf segir mikilægt að skoða með hvaða hætti við við viljum byggja upp og að hugað sé að því í um- ræðunni um gjaldtöku hvort Ís- lendingar vilji beita henni með ein- hverjum hætti til aðgangsstýringar eða horfa eingöngu til fjármögnunar á uppbyggingu. „Á sama tíma þarf að gæta að því að ferðamönnum sem hingað koma finnist ekki vera plokkað úr vösum þeirra með óreiðukenndum hætti hvar sem þeir drepa niður fæti á Ís- landi.“ Ólöf segir það einmitt vera ástæðuna fyrir því að skoða þurfi málið heildstætt eins og verið er að gera núna á vegum Ferðamálastofu, en samið hefur verið við ráðgjafar- fyrirtækið Alta um að vinna verkið. „Það er almennur skilningur á því að við þurfum að kosta einhverju til svo tryggja megi sjálfbæra upp- byggingu áfangastaða ferðamanna í náttúru Íslands. Það er líka orðinn almennur skilningur á því að það fé verður ekki endilega reitt fram úr hin- um hefðbundnu sameiginlegu sjóð- um landsmanna, heldur verði að leita nýrra leiða,“ segir Ólöf að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Menn verða að gæta sín að flana ekki að neinu, að við séum allt í einu búin að koma upp þeirri hefð að við séum farin að rukka inn á staði. Edward H. Huijbens „Við viljum kannski ekki byggja upp með sama hætti alls staðar en við þurfum að setjast niður og hugsa hvernig við viljum að landið líti út. Ólöf Ýrr Atladóttir n Getur breytt ásýnd og upplifun af ferðamennsku n Unnið að greinargerð um fjármögnunarleiðir Gjaldtaka aðeins skammtímalausn Dettifoss Landeigendur í Reykjahlíð í Mývatnssveit stefna að því að hefja gjaldtöku á svæðinu á næsta ári. Innan svæðisins er meðal annars Dettifoss.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.