Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Síða 22
Sandkorn S igmundur Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Framsóknar­ flokksins, fer illa af stað sem leiðtogi nýrrar ríkisstjórnar. Flokkur hans, sem vann stór­ kostlegan kosningasigur, lætur sér nægja að vera með fjóra ráðherra á móti fimm ráðherrum Sjálfstæðis­ flokksins. Ofan á það bætist að einungis ein kona er í ráðherraliði Sig­ mundar. Vægi kvenna er 25 prósent sem er þvert á þá stemningu sem er í samfélaginu um að jafna hlut karla og kvenna í stjórnum. Forsætisráðherra landsins sýnir með þessu andlit karl­ rembunnar. Hrútarnir ganga fyrir. Einn af stærstu sigurvegurum Framsóknarflokksins í síðustu kosn­ ingum er Vigdís Hauksdóttir sem hefur margfaldað fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í þessu kjördæmi er sigurinn næststærstur á landsvísu. Aðeins Eygló Harðardóttir í Suðvesturkjördæmi gerði betur. Og í því samhengi er áhugavert að minnsti kosningasigurinn var í Norðaustur­ kjördæmi þar sem formaðurinn var í framboði. Tveir stærstu sigrarnir eru konum að þakka en síðan birtist ráð­ herralisti karlanna. Þegar ráðherralisti Framsóknar­ flokksins var kynntur á flokksstjórnar­ fundi gaf formaðurinn til kynna að fimm ráðherraembætti væru í hendi. Það reyndist vera hálfsannleikur þar sem umhverfisráðuneytið var með snautlegum hætti svipt ráðherra og fellt undir annað ráðuneyti. Það eitt sýnir fyrirlitningu á mikilvægasta málaflokki þjóðarinnar þegar til fram­ tíðar er litið. Það blasir þó nokkuð við að undirliggjandi ástæða þess að Framsóknarflokkurinn gengur haltur inn í stjórnarsamstarfið er plott til að Vigdís yrði ekki ráðherra. Fjórir karlar á móti einni konu var of gróft hlut­ fall til að karlremburnar í Framsókn treystu sér til að verja yfirganginn. Það er því svo að sjá sem fórnað hafi verið ráðherra til að úthýsa þingmanninum sem átti sinn hlut í stórsigri flokksins. Vigdís Hauksdóttir hefur fengið yfir sig hroða frá nafnleysingjum. Ekki er fráleitt að ætla að skipuleg árás á æru hennar eigi rætur í Framsóknar­ flokknum sjálfum. Nettröll hafa gengið ljósum logum án þess að þeir sem þar stýra málflutningi kannist við afkvæm­ ið. Þessu hefur verið lýst sem einelti gagnvart Vigdísi. Þetta er rangt. Hroði frá einstökum nettröllum getur ekki talist einelti nema það sé skipulagt af stærri hópi. Aðförin innan flokks að Vigdísi ber aftur á móti keim af því ómanneskjulega athæfi sem einelti er. Tröllin í pólitísku lífi Vigdísar eru í for­ ystusveit Framsóknarflokksins. Það skiptir engu hvað mönnum finnst um Vigdísi Hauksdóttur al­ mennt sem stjórnmálamann eða einstakling. Hún er vissulega um­ deild líkt og formaður flokksins og hefur verið í sviðsljósinu þess vegna. Aðalatriðið er að hún vann stórsig­ ur og var kosin í tvígang af stórum hópi fólks til að gegna þingmennsku. Með sigrinum var búin til fótfesta fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja­ vík. Hún á að uppskera innan flokks í samræmi við það. Og Framsóknar­ flokkurinn þarf að sýna konum lág­ marksvirðingu og hefja þær til áhrifa eftir því sem efni standa til. Í tilfelli Vigdísar þarf ekki annað en að af­ henda henni þau áhrif sem hún verð­ skuldar ef litið er til árangurs. Sigmundi mótmælt n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar náttúruverndarfólk er komið upp á kant við hann. Hátt í annað þúsund manns mættu við Stjórnar­ ráðið til að mótmæla orð­ um Sigmundar um fjölda­ póst þeirra sem gerðu athugasemdir við um­ hverfismat. Það þótti ekki stórmannlegt af Sigmundi að sinna ekki mótmælend­ um en láta aðstoðarmann sinn fara til dyra. Ráð útrásarvíkings n Einn helsti sérfræðingur Íslendinga hvað varðar snjó­ hengjur og gjaldeyrisvanda virðist vera Róbert Wess- mann sem er á með­ al þekktustu útrásarvík­ inga Íslands. Róbert hélt erindi á ráð­ stefnu Eyj­ unnar á dögunum og vakti talsverða athygli. Þar var líka Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son sem hlustaði gaumgæfi­ lega á boðskapinn. Gegn olíuvinnslu n Vaxandi efasemdir eru við fyrirhugaða olíuleit Ís­ lendinga og brambolt á Drekasvæðinu. Meðal þeirra sem nú leggjast gegn þess­ um áform­ um er Ari Trausti Guð- mundsson, jarðfræðing­ ur og fyrrverandi forseta­ frambjóðandi. „Við eigum að sýna þann dug og það þor að láta þetta kyrrt liggja,“ hefur Mogginn eftir Ara Trausta sem vill að Ísland verði fyrirmynd á heimsvísu. Eineltissamfélag n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráð­ herra, hefur í gegnum tíðina þótt tannhvöss og óvægin í orðum. Á meðal minnis­ stæðustu orða hruns­ ins féllu er hún gaf mót­ mælendum í Háskólabíói langt nef. „Þið eruð ekki þjóðin,“ sagði hún með miklum þunga en hrökklað­ ist síðar af valdastóli og loks alla leið til Kabul. Nú hefur hún lýst íslensku samfé­ lagi sem „eineltissamfélagi“ vegna þess að þingmennirn­ ir Jón Bjarnason og Vigdís Hauksdóttir hafi orðið fyrir aðkasti á netinu. Þau eru ekki spöruð stóru orðin. Hundelta þessa fáu sem hingað koma Vigdís og tröllin„Tveir stærstu sigrarnir eru konum að þakka Þ að er erfitt að skilja að nokkur maður geti hugsað sér að beita annað fólk ofbeldi, hvað þá fólkið sem stendur viðkomandi næst; maka eða börn. Heimilisofbeldi er samt blákaldur veruleiki sem litar líf fjölmargra fjölskyldna og veldur marg­ víslegum skaða. Heimilisofbeldi hefur ýmsar birtingarmyndir en felur alltaf í sér kúgun, yfirgang og valdbeitingu, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt eða hvort tveggja. Ég hef áður skrifað um heimilis­ ofbeldi og hvernig samfélagið verður að beita öllum ráðum til að fyrirbyggja að ofbeldi fái þrifist innan veggja heimil­ anna. Heimilin eiga að vera börnum og fullorðnum öruggt skjól og griðastað­ ur. Því er það óásættanlegt þegar þetta snýst upp í andhverfu sína og ofbeldinu er beitt inni á heimilum í skjóli friðhelgi einkalífsins. Heimilisofbeldi er ekki einkamál, heldur samfélagslegt mein sem við verðum að útrýma. Umfangsmikið vandamál Árið 2006 samþykkti þáverandi ríkis­ stjórn áætlun um aðgerðir vegna of­ beldis gegn konum í nánum sam­ böndum. Á grundvelli hennar hafa verið gerðar rannsóknir sem gefa skýra mynd af umfangi vandans og veita upplýsingar sem mikilvægt er að nýta vel. Ein þeirra leiddi í ljós að um 21% kvenna á aldrinum 18–20 ára hafði einhvern tíma verið beitt ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Um 20% höfðu verið beitt líkamlegu of­ beldi og 6% kynferðislegu ofbeldi. Nýbirt könnun sem Félagsvísinda­ stofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið veitir upplýsingar um aðstæður fatlaðra kvenna. Þar var rætt við þrettán fatlaðar konur sem allar höfðu einhvern tíma verið beitt­ ar ofbeldi af fólki sem stóð þeim nærri og þær áttu að geta treyst. Margar er­ lendar rannsóknir hafa sýnt að hættan á því að konur séu beittar ofbeldi eykst verulega ef þær búa við fötlun. Þetta verður að hafa hugfast í öllu tilliti og meðal annars við skipulag þjónustu við fatlað fólk og eftirlit með henni. Við getum gert betur Nýlega birtist umfjöllun um breytt verklag lögreglunnar á Suðurnesjum þegar tilkynnt er um heimilisofbeldi. Í stuttu máli felast breytingarnar í því að málum er fylgt betur eftir, áhersla lögð á samvinnu félagsþjónustu og lög­ reglu, kapp lagt á að afla sem mestra upplýsinga um málsatvik strax í upp­ hafi og síðast en ekki síst fara lögreglu­ maður og starfsmaður félagsþjón­ ustu í heimsókn á heimilið þar sem ofbeldinu var beitt innan viku frá því að lögregla var fyrst kölluð til. Breytt verklag hefur skilað sér í fleiri tilkynn­ ingum og mun fleiri mál fara til ákæru­ valdsins. Af þeim sjö málum á landinu öllu þar sem lögð hefur verið fram krafa um nálgunarbann eða brottvís­ anir á þessu ári eru fimm á Suðurnesj­ um. Tölurnar tala sínu máli. Það er athyglisvert að breytt verklag geti haft þau áhrif sem að framan er lýst. Það bendir til þess að úrræði sem þegar eru fyrir hendi séu ekki nýtt og að við getum gert betur. Við verðum að beita til fulls öllum þeim heimildum og úrræðum sem lög leyfa og stofnanir samfélagsins hafa yfir að ráða. Samfé­ lagið má ekki samþykkja ofbeldi með þögn og aðgerðaleysi. Stjórnvöld munu vinna áfram að þessu verkefni í sérstakri nefnd um aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn kyn­ bundnu ofbeldi árin 2011–2015. Að­ gerðaáætlunin frá árinu 2006 hefur átt stóran þátt í því að draga vandann upp á yfirborðið en hún hefur einnig leitt í ljós að margt þarf að gera og margt að bæta. Heilbrigðiskerfið, félagsþjónusta og barnavernd, lögreglan og dómskerf­ ið gegna þýðingarmiklu hlutverki í þessum efnum. Þarna á milli þarf að vera traust samstarf, rík ábyrgð og síð­ ast en ekki síst fullur skilningur á því hve mikið er í húfi. Heimilisofbeldi er ekki einkamál Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Allt í viðbjóði Aðkoman var ófögur þegar Halla Björg Albertsdóttir kom heim til sín á mánudaginn. – DV Stefán Ólafsson prófessor undrast meðferðina á 27 Króötum sem fá ekki hæli. – Eyjan „Samfélagið má ekki samþykkja ofbeldi með þögn og aðgerðaleysi. Kjallari Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.