Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 31. maí–2. júní 2013 Frosti Sigurjónsson „Flestir gera sér ekki grein fyrir því hversu gríðarlega mikil tækifæri liggja í tengslum við forritun og hugbúnaðartækni.“ Framsókn ekki aðdáandi álvera n Frosti Sigurjónsson hefur gert það gott í hugbúnaðargeiranum n „Sérstaklega áhugasamur um rekstur smáfyrirtækja“ E itt af fyrstu störfum Frosta í hugbúnaðar- og upplýs- ingatæknigeiranum var for- ritunarvinna fyrir Kaup- þing í kringum 1985. Hann hafi þá séð um forritun við að koma upp tölvukerfum fyrir fyrirtækið í sumarvinnu. Pétur H. Blöndal, var einn af stofnendum Kaupþings árið 1982 og var framkvæmdastjóri og eigandi. Hann settist á þing árið 1995 eftir að hafa selt fyrirtækið. „Ég vann með Pétri Blöndal hjá Kaupþingi. Að mínu mati er hann gríðarlega snjall maður. Þegar Kaupþing var að byrja með um 20 starfsmenn var hann fram- kvæmdastjóri og réði mig í vinnu sem forritara. Á þeim tíma forrit- aði ég öll hugbúnaðarkerfi Kaup- þings. Allt frá stimpilklukkum upp í fjárvörslukerfi. Ég var eini forrit- arinn og við Pétur unnum þessa vinnu saman. Þetta gerði ég með- fram námi mínu í viðskiptafræði,“ segir Frosti. Hann segir að Pétur hafi lag á því að sjá hlutina frá öðru sjónar- horni sem öðrum sé oft hulið. Hafi frjóa hugsun og sé með sjálfstæða sýn á hlutina. Hins vegar hafi ekki allir meðtekið hans hugsun. Þá hafi hann einnig verið duglegur að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. „Það verður gaman að vinna með honum aftur núna inn á Alþingi,“ segir Frosti. n fest í mörgum sprotafyrirtækjum í einu. Þá getur tekið allt að 10–15 ár að losa fjárfestinguna. Svokall- að þolinmótt fjármagn en fáir hafa slíkan tíma,“ segir hann. Eitt af því sem Frosti leggur til er að koma upp hlutabréfamarkaði á Íslandi sem alfarið einbeiti sér að nýsköpunarfyrirtækjum. Hann telur ekki endilega rétt að ríkið sé að koma of mikið að fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. Vissulega sé gott að ríkið styðji við rannsókn- ir og þróun á sumum sviðum sem taki langan tíma að þróa. Annað gildi um fyrirtæki eins og í upplýs- ingageiranum sem geta mjög fljót- lega verið búin að þróa sínar vörur til þess að koma þeim á mark- að. Má þar nefna fyrirtæki eins og Clara og Meniga. „Miklu betra er að einkaaðilar sem meti áhættuna, taki hana. Það er svo mikil hætta á að fólk á vegum hins opinbera sem fjárfestir með fjármunum sem koma í formi skatt- tekna hafi ekki sömu tilfinningu þar sem það eru ekki þeirra eigin fjármunir. Ef einkaaðilar eru ekki tilbúnir að fjárfesta þá á ríkið ekki heldur að gera það,“ segir hann. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins (NSA) hefur fjárfest í mörg- um sprotafyrirtækjum á undan- förnum árum. Má þar nefna að NSA fer með rúman tíu prósenta hlut í Dohop og fjórðungshlut í Gogoyoko. Þá fjárfesti NSA í Clara árið 2012 en sprotafyrirtækið var selt fyrir rúman milljarð króna fyrir um mánuði síðan til banda- ríska hugbúnaðarfyrirtækisins Jive Software. Frosti segir það erfiðast fyrir sprotafyrirtæki að fá inn fjár- magn á fyrstu stigum starfsemi sinnar. Þannig fjárfesti Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins ekki í sprotafyrirtækjum fyrr en þau eru kominn yfir erfiðasta hjallann. Lífeyrissjóðir ættu að fjárfesta Þá vill Frosti einnig sjá íslenska líf- eyrissjóði taka þátt í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum. „Þeir fjárfesta núna helst í félögum eins og Hög- um, VÍS, Icelandair og slíkum fyrir- tækjum. Þeim eru miklar takmark- anir settar varðandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum samkvæmt lögum. Þeir fjárfesta fyrir um 10– 13 milljarða króna í hverjum ein- asta mánuði. Gott væri ef eitthvað af þeim fjármunum færu í upp- byggingu sprotafyrirtækja. Þau stækka auk þess yfirleitt marg- falt meira en þau fyrirtæki sem nú eru á hlutabréfamarkaði. Það myndi líka stuðla að því að sprota- fyrirtækin fari ekki úr landi líkt og gerðist með Clara nú nýlega,“ seg- ir hann. Á næsta kjörtímabili vill Frosti beita sér fyrir því að breyta lagaumhverfi lífeyrissjóðanna þannig að þeim verði gert heim- ilt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Þeirra hlutverk sé að hámarka virði þeirra fjármuna sem launafólk leggi í þá. Það sé einnig hagstætt fyrir atvinnulífið að stuðla að fjöl- breyttu atvinnulífi með fjölgun sprotafyrirtækja. Framsókn ekki aðdáandi álvera Framsóknarflokkurinn hefur lengi þótt hliðhollur starfsemi ál- fyrirtækja hérlendis. Skemmst er að minnast uppbyggingar Kárahnjúkavirkjunar. Þegar Frosti er spurður að því hvort hann sé ekki í vitlausum stjórnmálaflokki vegna mikillar áherslu hans á upp- byggingu sprotafyrirtækja segir hann það alls ekki rétt. „Fram- sóknarflokkurinn er sérstaklega áhugasamur um rekstur smáfyrir- tækja. Það er ekki neinn sérstakur áhugi innan flokksins á álverum. Þvert á móti er vilji fyrir því að efla græna stóriðju, til dæmis á sviði matvælaframleiðslu. Ef staðan er þannig að álfyrirtæki eru tilbúin að borga hæsta verðið fyrir afnot af orku þá ætti auðvitað ekki að hafna þeim,“ segir Frosti. Það sé þó hans skoðun að líklega sé komið nóg af álfyrirtækjum á Íslandi og telur að það sé afstaða meirihluta Ís- lendinga. Best sé að dreifa áhætt- unni með því að selja sem flestum orku í mismunandi geirum til þess að takmarka áhættuna á því að ef sem dæmi niðursveifla komi á álmörkuðum myndi slíkt ekki hafa eins mikil áhrif ef fleiri aðilar en ál- fyrirtæki fjárfesti í orku á Íslandi. Ungt fólk læri tölvugreinar Frosti segir að það sé gríðarlega mikil eftirspurn í dag eftir fólki með menntun í forritun og hug- búnaðartækni. Ef ungt fólk viti ekki hvað það vilji læra sé þetta sá geiri sem eigi eftir að vaxa hvað hraðast á næstu árum. Þetta séu vel launuð störf sem oft á tíðum sé hægt að vinna í sveigjanlegu um- hverfi. Þannig segist hann vita um fólk sem búi úti í sveit og sé þar með lítinn búskap. Samfara því starfi það við hugbúnaðarþróun heima frá sér fyrir mjög há laun. Tæknin í dag bjóði því upp á ansi margt. Reykjavík sé ekki endilega miðdepill alheimsins. „Það hefur ekki nægilega mikið verið gert í því að auka áhuga ungs fólks á þessum fögum. Flestir gera sér ekki grein fyrir því hversu gríðarlega mikil tækifæri liggja í tengslum við forritun og hugbún- aðartækni. Þetta eru líka mjög skapandi störf,“ Að mati Frosta er það þó ekki endilega heppilegt ef íslensk stjórnvöld fara að segja ungu fólki í hvaða nám það eigi að fara. Þó sé brýnt að reyna að gera meira af því að vekja áhuga ungs fólks á for- ritun og hugbúnaðartækni. Einnig sé mikilvægt að menntakerfið fylgi þörfum atvinnulífsins hverju sinni sem oft þróist hratt. Það sé þó yfir- leitt erfitt að vita fyrirfram hvað sé best til næsta áratugar eða lengra fram í tímann. Einnig sé mikilvægt að sinna þörfum lítilla fyrirtækja ekki síður en stórfyrirtækja. Það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að þegar mikið af starfsfólki úr gömlu bönkunum fór í það að stofna sín eigin sprota- fyrirtæki hafi það aukið fjölbreytni atvinnulífsins til muna. Yfirleitt sé ekki gott að setja öll eggin í sömu körfuna en þróunin var á góðri leið með það þegar bankarnir soguðu til sín fólk úr hugbúnaðar- og upp- lýsingatæknigeiranum á árunum 2004 til 2008. Vantar meiri upplýsingatækni Varðandi menntakerfið segir hann að miðað við nútímatækni eigi að gera miklu meira af því að nýta sér hana varðandi kennslu. Þannig sé til dæmis hægt að fá bestu kennar- anna á hverju sviði til þess að flytja fyrirlestra sem síðar eru sendir til nemenda á stafrænu formi. Þetta ætti jafnvel að vera hægt að gera fyrir nemendur í grunnskóla. Oft sé vandamálið að kennarar séu ekki nógu góðir að koma efninu til skila. Skólar eigi því að nýta sér betur nútímatækni til þess að þróa kennsluaðferðir. Þá vanti einnig að fá fólk úr at- vinnulífinu til að koma meira inn í háskólana til þess að segja frá reynslu sinni. Þetta sé vissulega að einhverju leyti gert á Íslandi en mun meira megi gera af því. Þannig segist hann sjálfur sjaldan vera beðinn um að halda fyrir- lestra innan háskólanna. Þegar hann hafi verið í MBA-námi við London Business School á árun- um 1989 til 1991 hafi mikið af fólki úr atvinnulífinu komið og haldið fyrirlestra fyrir nemendur. Þetta þurfi að efla. n F rosti segist hafa verið hepp- inn sem fjárfestir í gegn- um tíðina. „Ef þú skilur ekki hlutina þá skaltu ekki fjár- festa í þeim. Þá geturðu ekki lagt mat á það sem fyrirtækið er að gera. Fjárfestar eiga að setja pen- inga sína í það sem þeir skilja. Varð- andi nýsköpun þá verða fjárfestar að kafa ofan í viðskiptahugmyndir og áætlanir slíkra fyrirtækja. Ég hef sjálfur alltaf fjárfest í ein- hverju þar sem ég get lagt eitthvað til málanna með fólki varðandi ný- sköpun. Kem ekki bara með fjár- magn heldur reyni líka að hjálpa til varðandi hugmyndavinnu og rekstraráætlanir. Maður fer í fjár- festingar í nýsköpunarfyrirtækjum til þess að hamast og verður að hafa botnlausan áhuga á viðfangsefninu. Mín reynsla er sú að öðruvísi gangi þetta ekki upp. Einu skiptin sem ég hef tapað peningum er þegar ég hef fjárfest í einhverju sem ég skil ekki.“ Stofnandi Dohop Frosti stofnaði Dohop árið 2004 og starfaði sem framkvæmdastjóri fyrir tækisins til ársins 2010. Frá þeim tíma hefur hann verið stjórnar formaður. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um verð- mæti Dohop í dag. Fullyrt hefur verið við DV að ferðaleitarvefur- inn sé hundruð milljóna króna virði en Frosti fer með þriðjungs- hlut í fyrirtækinu. Í samtali við DV gefur hann þó lítið fyrir það, að- spurður um hvort hann gæti sest í helgan stein ef hann myndi selja hlut sinn í Dohop. „Maður veit ekki hvort maður verður ríkur eða ekki fyrr en maður hefur selt hlut sinn,“ segir hann. Þá geti ýmislegt breyst snögglega og því sé ómögulegt að segja til um það hvers virði Dohop sé. Þá fer Frosti einnig með lítinn hlut í CCP og Datamarket. Og þó að hann gæti sest í helgan stein hafi hann þó lítinn áhuga á slíku. „Ég prófaði það. Settist í helgan stein í Frakklandi í um fimm ár. Eftir nokkur ár fannst mér þetta vera orðið skelfilegt. Fór að hringja í vini mína og bað þá um að benda mér á fyrirtæki sem ættu í vand- ræðum þar sem ég gæti mögu- lega farið inn í rekstur þeirra,“ segir Frosti hlæjandi. n Gríðarlegur vöxtur Dohop Byrjaði að forrita með Pétri H. Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.